Ofurstjarnan Blake Griffin, leikmaður LA Clippers, var heldur vandræðalegur á vítalínunni gegn Atlanta Hawks. Hann klúðraði nefnilega tveim vítaskotum í röð á neyðarlegan hátt.
Hvorugt skotið snerti hringinn en það kallast á góðri íslensku loftbolti. Það gerist hjá bestu mönnum að henda í einn loftbolta af og til en að setja í tvo í röð af vítalínunni í NBA er fáheyrt.
Meira að segja Shaquille O'Neal grýtti þó boltanum oftast í hringinn.
Hægt er að sjá loftboltana í myndbandinu hér að ofan.
Körfubolti