Lífið

Mikið álag á vef Vodafone þegar myndbandið var frumsýnt

Gréta Salóme í myndbandinu.
Gréta Salóme í myndbandinu.
„Nei, hann hrundi nú ekki en það þurfti að loka honum í smá stund til að setja efnið inn á hann," segir Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá Vodafone. Frumsýna átti Eurovision-myndbandið á vefsíðu félagsins klukkan tólf í dag en það gekk ekki nógu vel þar sem ekki var hægt að komast inn á vefinn vegna álags.

„Það átti að setja myndbandið inn fyrir klukkan tólf en þar sem álagið var svo mikið þurfti að taka vefinn niður á meðan. Eurovision-aðdáendur voru mjög óþreyjufullir og það voru margar heimsóknir áður en klukkan varð tólf. Svo þegar við ætluðum að setja efnið inn, gekk það brösulega. Það var mikið álag," segir Hrannar.

Gréta Salóme og Jónsi voru mætt í höfuðstöðvar Vodafone í Skútuvogi til að horfa á myndbandið ásamt fjölda gesta. Hrannar segir að mikil ánægja hafi verið með myndbandið. „Ég heyrði ekki annað en að menn væru bara ánægðir með þetta."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×