Klitschko berst næst við David Haye Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. mars 2012 23:45 Vitali Klitschko. Nordic Photos / Getty Images Vitali Klitschko tilkynnti í gær að hann muni næst berjast við Bretann David Haye, án þess þó að nefna stað eða stund. Þetta tilkynnti hann í beinni sjónvarpsútendingu í gær eftir bardaga bróður hans, Wladimir, gegn Frakkanum Jean-Marc Mormeck. Wladimir hafði betur á rothöggi en þetta var í 50. sinn á ferlinum sem hann vinnur bardaga með slíkum hætti. Wladimir er yngri bróðir Vitaly og handhafi WBA, WBO, IBF, IBO og The Ring-heimsmeistaratitlanna. Vitaly er handhafi WBC-heimsmeistaratitilsins og hefur aðeins tapað tveimur bardögum á ferlinum - fyrir Lennox Lewis árið 2003 og Chris Byrd árið 2000. Haye tapaði fyrir Wladimir í júlí síðastliðnum og tilkynnti svo í október að hann væri hættur. En hann hefur þó lengi sagt að hann vilji fá tækifæri til að berjast við Vitaly. „Vitaly er loksins búinn að samþykkja að berjast við mig. Hann sagði í viðtali í RTL [þýsk sjónvarpsstöð) að hann myndi næst berjast við mig," skrifaði Haye á Twitter-síðu sína í gær og bætti við: „Let's get ready to rumble." Haye byrjaði að berjast í veltivigt árið 2002 en skipti yfir í þungavigt árið 2008 með það að markmiði að velta Klitschko-bræðrunum af stalli. Það tókst ekki og Haye ákvað að hætta í haust, aðeins 32 ára. Hann hefur starfað í sjónvarpi og var til að mynda að lýsa bardaga Vitaly Klitscho og Derek Chisora í síðasta mánuði. Á blaðamannafundi eftir bardagann lenti honum og Chisora saman með þeim afleiðingum að Chisora var handtekinn og dæmdur í lífstíðarbann. Box Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Sjá meira
Vitali Klitschko tilkynnti í gær að hann muni næst berjast við Bretann David Haye, án þess þó að nefna stað eða stund. Þetta tilkynnti hann í beinni sjónvarpsútendingu í gær eftir bardaga bróður hans, Wladimir, gegn Frakkanum Jean-Marc Mormeck. Wladimir hafði betur á rothöggi en þetta var í 50. sinn á ferlinum sem hann vinnur bardaga með slíkum hætti. Wladimir er yngri bróðir Vitaly og handhafi WBA, WBO, IBF, IBO og The Ring-heimsmeistaratitlanna. Vitaly er handhafi WBC-heimsmeistaratitilsins og hefur aðeins tapað tveimur bardögum á ferlinum - fyrir Lennox Lewis árið 2003 og Chris Byrd árið 2000. Haye tapaði fyrir Wladimir í júlí síðastliðnum og tilkynnti svo í október að hann væri hættur. En hann hefur þó lengi sagt að hann vilji fá tækifæri til að berjast við Vitaly. „Vitaly er loksins búinn að samþykkja að berjast við mig. Hann sagði í viðtali í RTL [þýsk sjónvarpsstöð) að hann myndi næst berjast við mig," skrifaði Haye á Twitter-síðu sína í gær og bætti við: „Let's get ready to rumble." Haye byrjaði að berjast í veltivigt árið 2002 en skipti yfir í þungavigt árið 2008 með það að markmiði að velta Klitschko-bræðrunum af stalli. Það tókst ekki og Haye ákvað að hætta í haust, aðeins 32 ára. Hann hefur starfað í sjónvarpi og var til að mynda að lýsa bardaga Vitaly Klitscho og Derek Chisora í síðasta mánuði. Á blaðamannafundi eftir bardagann lenti honum og Chisora saman með þeim afleiðingum að Chisora var handtekinn og dæmdur í lífstíðarbann.
Box Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Sjá meira