Jeremy Lin hefur komið eins og stormsveipur í NBA-deildina og í kjölfar velgengni hans hafa mörg stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna litið hýrum augum til kappans, ekki síst vegna gríðarlega möguleika á Asíumarkaði.
Forráðamenn Nike eru þegar byrjaðir að hanna sérstaka Jeremy Lin körfuboltaskó og róa nú öllum árum að koma þeim á markað sem fyrst.
Ekki er þó búist við að skórnir komi á markað fyrr en í upphafi næsta tímabils og fetar Lin þar með í fótspor þekktra leikmanna á borð við Michael Jordan og LeBron James.
Jeremy Lin æði hefur gripið um sig í bandarískum körfuboltaheimi en Lin fékk þó hressilega magalendingu gegn meistarakandidötum Miami Heat í nótt þar sem hann nýtti aðeins eitt skot af þrettán.
Nike byrjað að hanna Lin-skó
Benedikt Grétarsson skrifar

Mest lesið


Einhenta undrið ekki í NBA
Körfubolti

Leikur Chelsea og Benfica blásinn af
Fótbolti



Penninn á lofti í Keflavík
Körfubolti



