Stórstjarna NY Knicks, Carmelo Anthony, er búinn að vera meiddur og hefur fylgst með ungstirninu Jeremy Lin blómstra á meðan. Anthony snýr líklega til baka í lok vikunnar og hann ætlar að hjálpa stráknum að halda áfram að blómstra.
"Þegar ég byrja að spila aftur þá mun Jeremy fá að bera upp boltann fyrir okkur," sagði Anthony.
"Ég veit að fólk er að velta fyrir sér hvort við getum spilað saman og allt það en þetta er draumur að rætast hjá mér. Það að hann sé að spila svona vel tekur pressu af mér því ég þarf ekki að spila stöðu leikstjórnanda.
"Ég þarf ekki að sjá til þess að Amar'e skori 20 stig í leik og ég sjálfur 23-30 stig, spila vörn og allan pakkann. Þetta er hið besta mál."
Anthony segir að það verði auðveldara fyrir sig að blómstra með Lin á vellinum og hann geti því ekki beðið eftir að spila með honum. Hann segist hlæja að þeim sem haldi að það sé slæmt fyrir hann að Lin sé að slá í gegn.
Körfubolti