Eftir sjö sigurleiki í röð með Jeremy Lin í byrjunarliðinu kom loksins að því að New York Knicks tapaði. Tapið var reyndar óvænt enda gegn einu slakasta liði NBA-deildarinnar, New Orleans Hornets. Lokatölur 85-89.
Lin var drjúgur í stigaskorun með 26 stig en níu tapaðir boltar hjá honum höfðu sitt að segja. Þetta var aðeins sjöundi sigur Hornets í vetur.
Kobe Bryant var í hörkuformi í nótt og skoraði 36 stig í öruggum sigri á Phoenix og LeBron James var einnig drjúgur fyrir Miami Heat og skoraði 28 stig í léttum sigri á hans gamla félagi, Cleveland Cavaliers.
Úrslit:
New York-New Orleans 85-89
Houston-Minnesota 98-111
Toronto-Charlotte 91-98
Orlando-Milwaukee 94-85
LA Lakers-Phoenix 111-99
Detroit-Sacramento 114-108
Cleveland-Miami 87-111
Philadelphia-Dallas 75-82
Memphis-Denver 103-102
Oklahoma City-Golden State 110-87
Utah-Washington 114-100
