Federer sló út efnilegan heimamann | Clijsters og Wozniacki áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. janúar 2012 10:48 Roger Federer fagnar sigri í morgun. Nordic Photos / Getty Images Sem fyrr lentu þeir Roger Federer og Rafael Nadal ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína á opna ástralska meistaramótinu í tennis í morgun. Báðir eru komnir áfram í fjórðungsúrslit keppninnar en þeir munu mætast í undanúrslitum ef þeir vinna leiki sína í næstu umferð. Federer mætti hinum nítján ára Bernard Tomic sem var að spila á heimavelli í Melbourne og því gríðarlega vel studdur af heimamönnum. Tomic er einn efnilegasti tenniskappi heims en mætti ofjarli sínum í dag. Federer mátti þó hafa fyrir hlutunum. Hann vann fyrstu lotuna 6-4 en hún var þó nokkuð jöfn. Federer vann báðar næstu 6-2 og hélt þannig Tomic í hæfilegri fjarlægð. Federer komst í fjórðungsúrslit á stórmóti í 31. skipti í röð sem er met. Rafael Nadal vann landa sinn Fernando Lopez frá Spáni, einnig í þremur settum. Nadal mætir Tékkanum Tomas Berdych í fjórðungsúrslitunum en Federer mun keppa við Argentínumanninn Juan Martin del Potro. Hvorki Nadal né Federer töpuðu setti í fyrstu fjórum viðureignum sínum á mótinu sem telst þó varla til tíðinda lengur - slíkir eru yfirburðir þeirra bestu í karlaflokki. Clijsters harkaði af sér og vannKim Clijsters frá Belgíu.Nordic Photos / Getty Images Í kvennaflokki dró einnig til tíðinda en Kim Clijsters frá Belgíu hafði betur gegn Li Na frá Kína en sú síðarnefnda bar sigur úr býtum á Opna franska meistaramótinu í fyrra. Na komst einnig í úrslit á Opna ástralska í fyrra. Clijsters meiddist reyndar á ökkla strax í fyrsta setti en harkaði af sér og vann nauman sigur á Na í æsispennandi viðureign, 4-6, 7-6 og 6-4. Na fékk reyndar fjögur tækifæri til að sigra í öðru setti en Clijsters tókst að bjarga sér og þvinga fram oddasett. Clijsters mætir Caroline Wozniacki frá Danmörku, efstu konu heimslistans, sem hafði betur gegn Jelenu Jankovic í morgun. Wozniacki vann fyrstu lotuna auðveldlega, 6-0, en Jankovic svaraði fyrir sig í annarri lotu. Sú danska hélt þó út og vann að lokum 7-5. Victoria Azarenka og Agnieszka Radwariska tryggðu sér í nótt einnig sæti í fjórðungsúrslitunum og mætast þar á þriðjudaginn. 16-manna úrslitunum lýkur svo á morgun en sýnt er beint frá keppninni á Eurosport og Eurosport 2. Tennis Tengdar fréttir Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. 19. janúar 2012 13:00 16-manna úrslitin klár á Opna ástralska | Þriðju umferð lokið Lítið hefur verið um óvænt úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis til þessa og allt besta tennisfólk heims komst nokkuð auðveldlega áfram. 21. janúar 2012 16:30 Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40 Táningurinn Tomic slær í gegn á heimavelli Bernard Tomic, nítján ára Ástrali, er kominn áfram í 16-manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 20. janúar 2012 12:30 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Sem fyrr lentu þeir Roger Federer og Rafael Nadal ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína á opna ástralska meistaramótinu í tennis í morgun. Báðir eru komnir áfram í fjórðungsúrslit keppninnar en þeir munu mætast í undanúrslitum ef þeir vinna leiki sína í næstu umferð. Federer mætti hinum nítján ára Bernard Tomic sem var að spila á heimavelli í Melbourne og því gríðarlega vel studdur af heimamönnum. Tomic er einn efnilegasti tenniskappi heims en mætti ofjarli sínum í dag. Federer mátti þó hafa fyrir hlutunum. Hann vann fyrstu lotuna 6-4 en hún var þó nokkuð jöfn. Federer vann báðar næstu 6-2 og hélt þannig Tomic í hæfilegri fjarlægð. Federer komst í fjórðungsúrslit á stórmóti í 31. skipti í röð sem er met. Rafael Nadal vann landa sinn Fernando Lopez frá Spáni, einnig í þremur settum. Nadal mætir Tékkanum Tomas Berdych í fjórðungsúrslitunum en Federer mun keppa við Argentínumanninn Juan Martin del Potro. Hvorki Nadal né Federer töpuðu setti í fyrstu fjórum viðureignum sínum á mótinu sem telst þó varla til tíðinda lengur - slíkir eru yfirburðir þeirra bestu í karlaflokki. Clijsters harkaði af sér og vannKim Clijsters frá Belgíu.Nordic Photos / Getty Images Í kvennaflokki dró einnig til tíðinda en Kim Clijsters frá Belgíu hafði betur gegn Li Na frá Kína en sú síðarnefnda bar sigur úr býtum á Opna franska meistaramótinu í fyrra. Na komst einnig í úrslit á Opna ástralska í fyrra. Clijsters meiddist reyndar á ökkla strax í fyrsta setti en harkaði af sér og vann nauman sigur á Na í æsispennandi viðureign, 4-6, 7-6 og 6-4. Na fékk reyndar fjögur tækifæri til að sigra í öðru setti en Clijsters tókst að bjarga sér og þvinga fram oddasett. Clijsters mætir Caroline Wozniacki frá Danmörku, efstu konu heimslistans, sem hafði betur gegn Jelenu Jankovic í morgun. Wozniacki vann fyrstu lotuna auðveldlega, 6-0, en Jankovic svaraði fyrir sig í annarri lotu. Sú danska hélt þó út og vann að lokum 7-5. Victoria Azarenka og Agnieszka Radwariska tryggðu sér í nótt einnig sæti í fjórðungsúrslitunum og mætast þar á þriðjudaginn. 16-manna úrslitunum lýkur svo á morgun en sýnt er beint frá keppninni á Eurosport og Eurosport 2.
Tennis Tengdar fréttir Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. 19. janúar 2012 13:00 16-manna úrslitin klár á Opna ástralska | Þriðju umferð lokið Lítið hefur verið um óvænt úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis til þessa og allt besta tennisfólk heims komst nokkuð auðveldlega áfram. 21. janúar 2012 16:30 Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40 Táningurinn Tomic slær í gegn á heimavelli Bernard Tomic, nítján ára Ástrali, er kominn áfram í 16-manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 20. janúar 2012 12:30 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. 19. janúar 2012 13:00
16-manna úrslitin klár á Opna ástralska | Þriðju umferð lokið Lítið hefur verið um óvænt úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis til þessa og allt besta tennisfólk heims komst nokkuð auðveldlega áfram. 21. janúar 2012 16:30
Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40
Táningurinn Tomic slær í gegn á heimavelli Bernard Tomic, nítján ára Ástrali, er kominn áfram í 16-manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 20. janúar 2012 12:30
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn