Federer sló út efnilegan heimamann | Clijsters og Wozniacki áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. janúar 2012 10:48 Roger Federer fagnar sigri í morgun. Nordic Photos / Getty Images Sem fyrr lentu þeir Roger Federer og Rafael Nadal ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína á opna ástralska meistaramótinu í tennis í morgun. Báðir eru komnir áfram í fjórðungsúrslit keppninnar en þeir munu mætast í undanúrslitum ef þeir vinna leiki sína í næstu umferð. Federer mætti hinum nítján ára Bernard Tomic sem var að spila á heimavelli í Melbourne og því gríðarlega vel studdur af heimamönnum. Tomic er einn efnilegasti tenniskappi heims en mætti ofjarli sínum í dag. Federer mátti þó hafa fyrir hlutunum. Hann vann fyrstu lotuna 6-4 en hún var þó nokkuð jöfn. Federer vann báðar næstu 6-2 og hélt þannig Tomic í hæfilegri fjarlægð. Federer komst í fjórðungsúrslit á stórmóti í 31. skipti í röð sem er met. Rafael Nadal vann landa sinn Fernando Lopez frá Spáni, einnig í þremur settum. Nadal mætir Tékkanum Tomas Berdych í fjórðungsúrslitunum en Federer mun keppa við Argentínumanninn Juan Martin del Potro. Hvorki Nadal né Federer töpuðu setti í fyrstu fjórum viðureignum sínum á mótinu sem telst þó varla til tíðinda lengur - slíkir eru yfirburðir þeirra bestu í karlaflokki. Clijsters harkaði af sér og vannKim Clijsters frá Belgíu.Nordic Photos / Getty Images Í kvennaflokki dró einnig til tíðinda en Kim Clijsters frá Belgíu hafði betur gegn Li Na frá Kína en sú síðarnefnda bar sigur úr býtum á Opna franska meistaramótinu í fyrra. Na komst einnig í úrslit á Opna ástralska í fyrra. Clijsters meiddist reyndar á ökkla strax í fyrsta setti en harkaði af sér og vann nauman sigur á Na í æsispennandi viðureign, 4-6, 7-6 og 6-4. Na fékk reyndar fjögur tækifæri til að sigra í öðru setti en Clijsters tókst að bjarga sér og þvinga fram oddasett. Clijsters mætir Caroline Wozniacki frá Danmörku, efstu konu heimslistans, sem hafði betur gegn Jelenu Jankovic í morgun. Wozniacki vann fyrstu lotuna auðveldlega, 6-0, en Jankovic svaraði fyrir sig í annarri lotu. Sú danska hélt þó út og vann að lokum 7-5. Victoria Azarenka og Agnieszka Radwariska tryggðu sér í nótt einnig sæti í fjórðungsúrslitunum og mætast þar á þriðjudaginn. 16-manna úrslitunum lýkur svo á morgun en sýnt er beint frá keppninni á Eurosport og Eurosport 2. Tennis Tengdar fréttir Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. 19. janúar 2012 13:00 16-manna úrslitin klár á Opna ástralska | Þriðju umferð lokið Lítið hefur verið um óvænt úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis til þessa og allt besta tennisfólk heims komst nokkuð auðveldlega áfram. 21. janúar 2012 16:30 Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40 Táningurinn Tomic slær í gegn á heimavelli Bernard Tomic, nítján ára Ástrali, er kominn áfram í 16-manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 20. janúar 2012 12:30 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Sjá meira
Sem fyrr lentu þeir Roger Federer og Rafael Nadal ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína á opna ástralska meistaramótinu í tennis í morgun. Báðir eru komnir áfram í fjórðungsúrslit keppninnar en þeir munu mætast í undanúrslitum ef þeir vinna leiki sína í næstu umferð. Federer mætti hinum nítján ára Bernard Tomic sem var að spila á heimavelli í Melbourne og því gríðarlega vel studdur af heimamönnum. Tomic er einn efnilegasti tenniskappi heims en mætti ofjarli sínum í dag. Federer mátti þó hafa fyrir hlutunum. Hann vann fyrstu lotuna 6-4 en hún var þó nokkuð jöfn. Federer vann báðar næstu 6-2 og hélt þannig Tomic í hæfilegri fjarlægð. Federer komst í fjórðungsúrslit á stórmóti í 31. skipti í röð sem er met. Rafael Nadal vann landa sinn Fernando Lopez frá Spáni, einnig í þremur settum. Nadal mætir Tékkanum Tomas Berdych í fjórðungsúrslitunum en Federer mun keppa við Argentínumanninn Juan Martin del Potro. Hvorki Nadal né Federer töpuðu setti í fyrstu fjórum viðureignum sínum á mótinu sem telst þó varla til tíðinda lengur - slíkir eru yfirburðir þeirra bestu í karlaflokki. Clijsters harkaði af sér og vannKim Clijsters frá Belgíu.Nordic Photos / Getty Images Í kvennaflokki dró einnig til tíðinda en Kim Clijsters frá Belgíu hafði betur gegn Li Na frá Kína en sú síðarnefnda bar sigur úr býtum á Opna franska meistaramótinu í fyrra. Na komst einnig í úrslit á Opna ástralska í fyrra. Clijsters meiddist reyndar á ökkla strax í fyrsta setti en harkaði af sér og vann nauman sigur á Na í æsispennandi viðureign, 4-6, 7-6 og 6-4. Na fékk reyndar fjögur tækifæri til að sigra í öðru setti en Clijsters tókst að bjarga sér og þvinga fram oddasett. Clijsters mætir Caroline Wozniacki frá Danmörku, efstu konu heimslistans, sem hafði betur gegn Jelenu Jankovic í morgun. Wozniacki vann fyrstu lotuna auðveldlega, 6-0, en Jankovic svaraði fyrir sig í annarri lotu. Sú danska hélt þó út og vann að lokum 7-5. Victoria Azarenka og Agnieszka Radwariska tryggðu sér í nótt einnig sæti í fjórðungsúrslitunum og mætast þar á þriðjudaginn. 16-manna úrslitunum lýkur svo á morgun en sýnt er beint frá keppninni á Eurosport og Eurosport 2.
Tennis Tengdar fréttir Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. 19. janúar 2012 13:00 16-manna úrslitin klár á Opna ástralska | Þriðju umferð lokið Lítið hefur verið um óvænt úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis til þessa og allt besta tennisfólk heims komst nokkuð auðveldlega áfram. 21. janúar 2012 16:30 Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40 Táningurinn Tomic slær í gegn á heimavelli Bernard Tomic, nítján ára Ástrali, er kominn áfram í 16-manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 20. janúar 2012 12:30 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Sjá meira
Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. 19. janúar 2012 13:00
16-manna úrslitin klár á Opna ástralska | Þriðju umferð lokið Lítið hefur verið um óvænt úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis til þessa og allt besta tennisfólk heims komst nokkuð auðveldlega áfram. 21. janúar 2012 16:30
Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40
Táningurinn Tomic slær í gegn á heimavelli Bernard Tomic, nítján ára Ástrali, er kominn áfram í 16-manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 20. janúar 2012 12:30