Framarar unnu stórsigur á grönnum sínum Víkingum í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í dag. Lokatölurnar urðu 4-0 og skoraði Almarr Ormarsson tvö af mörkum Framara.
Almarr kom Safarmýrarliðinu á bragðið um miðjan fyrri hálfleikinn með glæsilegu marki. Steve Lennon tók þá glæsilega við sendingu Sam Tillen upp kantinn, sendi út fyrir teiginn þar sem boltinn skoppaði einu sinni áður en Almarr smellti honum í markið.
Framarar bættu við mörkum sitt hvoru megin við hálfleikinn. Sam Tillen kom Fram í 2-0 með marki úr vítaspyrnu og í upphafi síðari hálfleiks skoraði nýjasti liðsmaður Framara, Sveinbjörn Jónasson, eftir klaufagang hjá Þrótturum.
Almarr skoraði svo síðasta mark leiksins þegar hann fékk stungusendingu inn fyrir vörn Víkinga, lék á markvörð Víkinga og renndi knettinum í opið markið.
Framarar eru á toppi A-riðils eftir sigurinn með 9 stig og markatöluna 11-1. Á morgun mætast KR og Leiknir í Egilshöll og fer leikurinn fram klukkan 18.
Fram vann stórsigur á Víkingi - Almarr með tvö
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið







Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar
Enski boltinn