Gagnrýna MAST harðlega - áttu ekki að heimila frekari dreifingu 15. janúar 2012 18:11 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vill ítreka í tilkynningu sem þeir sendu fjölmiðlum, að það er ekki sammála stjórnsýsluákvörðunum Matvælastofnunar eftir að það uppgötvast að Ölgerðin dreifi iðnaðarsalti í stað salts til manneldis. „Í fyrsta lagi hefði Matvælastofnun átt að vísa málinu til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þar sem Ölgerðin er með starfsleyfi hjá því og í öðru lagi er það mat Heilbrigðiseftirlitsins, að Matvælastofnun hefði ekki átt að heimila Ölgerðinni að halda áfram að selja birgðir sínar af iðnaðarsalti til notkunar við matvælaframleiðslu," segir í tilkynningunni. Ennfremur segir í tilkynningunni að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur telur rétt að gera grein fyrir aðkomu sinni að málinu. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fékk upplýsingar frá Matvælastofnun 14. nóvember 2011 um að í ljós hefði komið við eftirlit stofnunarinnar að Ölgerðin væri að dreifa iðnaðarsalti til matvælaframleiðslu. Í þessum upplýsingum kom fram að Matvælastofnun hefði tekið þá ákvörðun að heimila Ölgerðinni að selja þær saltbirgðir sem eftir voru og matvælafyrirtækjum að nota saltið gegn þeim skilyrðum að Ölgerðin myndi upplýsa þau um málið og fá samþykki þeirra fyrir áframhaldandi notkun. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur er ekki sammála þessari ákvörðun. Hægt er að lesa tilkynninguna hér fyrir neðan: Fréttatilkynning Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur Í tilefni af fréttum um notkun iðnaðarsalts í matvæli, vill Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur benda á að efnasamsetning saltsins réttlætir ekki dreifingu þess til matvælaframleiðslu eins og Ölgerðin og Matvælastofnun vilja láta í veðri vaka heldur er það framleiðsla, dreifing og geymsla saltsins sem veldur því að það er ekki notað til manneldis. Heilbrigðiseftirlitið vill einnig leiðrétta það, sem fram hefur komið í fréttum, að Heilbrigðiseftirlitið hafi neitað að gefa upp lista yfir til hverja Ölgerðin hefur dreift umræddu salti. Það er ekki rétt.Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vill ítreka, að það er ekki sammála stjórnsýsluákvörðunum Matvælastofnunar eftir að það uppgötvast að Ölgerðin dreifi iðnaðarsalti í stað salts til manneldis. Í fyrsta lagi hefði Matvælastofnun átt að vísa málinu til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þar sem Ölgerðin er með starfsleyfi hjá því og í öðru lagi er það mat Heilbrigðiseftirlitsins, að Matvælastofnun hefði ekki átt að heimila Ölgerðinni að halda áfram að selja birgðir sínar af iðnaðarsalti til notkunar við matvælaframleiðslu. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur telur rétt að gera grein fyrir aðkomu sinni að málinu. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fékk upplýsingar frá Matvælastofnun 14. nóvember 2011 um að í ljós hefði komið við eftirlit stofnunarinnar að Ölgerðin væri að dreifa iðnaðarsalti til matvælaframleiðslu. Í þessum upplýsingum kom fram að Matvælastofnun hefði tekið þá ákvörðun að heimila Ölgerðinni að selja þær saltbirgðir sem eftir voru og matvælafyrirtækjum að nota saltið gegn þeim skilyrðum að Ölgerðin myndi upplýsa þau um málið og fá samþykki þeirra fyrir áframhaldandi notkun. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur er ekki sammála þessari ákvörðun. Ölgerðin er með starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og er Ölgerðin því ekki undir eftirliti Matvælastofnunar. Í kjölfar þess að Heilbrigðiseftirlitið fékk framangreindar upplýsingar og að Matvælastofnun fer með yfirstjórn matvælaeftirlits óskaði Heilbrigðiseftirlitið eftir frekari upplýsingum um málið og rökstuðningi stofnunarinnar fyrir þessum ákvörðunum. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fundaði tvívegis með Matvælastofnun til að hvetja þá til að upplýsa um málið og gera frekari grein fyrir ákvörðunum sínum. Þá hóf Heilbrigðiseftirlit Reykjavík þegar rannsókn málsins til að kanna hverjir hefðu saltið undir höndum í Reykjavík. Í ljós kom að engar birgðir voru til af saltinu hjá matvælaframleiðendum í borginni. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fundaði um málið með fulltrúum Ölgerðarinnar sem upplýsti að ákvörðun hefði verið tekin um að hætta dreifingu á saltinu og farga því. Farið var fram á það að það yrði gert í samráði við heilbrigðiseftirlitið. Í ljós kom að Ölgerðin hafði einungis upplýst stærstu kaupendur saltsins um málið. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fór fram á að öllum kaupendum yrðu sendar upplýsingar þar sem fram kæmi að um væri að ræða að iðnaðarsalt en ekki salt sem ætlað er í matvælaframleiðslu. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur einnig óskað eftir upplýsingum um geymslu og framleiðslu saltsins. Ölgerðin upplýsti um það að hún hefði hafið dreifingu manneldissalts þegar í nóvember. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur fengið senda lista yfir dreifingu iðnaðarsaltsins annars vegar frá Matvælastofnun og hins vegar frá Ölgerðinni og er sjálfsagt mál að láta þá fylgja með þessari fréttatilkynningu. Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Tengdar fréttir Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg "Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 14:07 Ölgerðin upplýsti heilbrigðiseftirlitið um kaupendur Ölgerðin hefur upplýst Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um kaupendur að iðnaðarsalti, sem fyrirtækið seldi til matvælaframleiðslu, þrjá mánuði aftur í tímann samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Ekki er vitað hvort neytendur verði upplýstir um það hverjir keyptu saltið. 14. janúar 2012 17:29 Matvælastofnun harmar gagnrýni vegna iðnaðarsalts Matvælastofnun (MAST) harmar harða gagnrýni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á störf Matvælastofnunarinnar eftir að í ljós kom að Ölgerðin seldi iðnaðarsalt til fyrirtækja sem notuðu það svo í matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 18:12 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vill ítreka í tilkynningu sem þeir sendu fjölmiðlum, að það er ekki sammála stjórnsýsluákvörðunum Matvælastofnunar eftir að það uppgötvast að Ölgerðin dreifi iðnaðarsalti í stað salts til manneldis. „Í fyrsta lagi hefði Matvælastofnun átt að vísa málinu til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þar sem Ölgerðin er með starfsleyfi hjá því og í öðru lagi er það mat Heilbrigðiseftirlitsins, að Matvælastofnun hefði ekki átt að heimila Ölgerðinni að halda áfram að selja birgðir sínar af iðnaðarsalti til notkunar við matvælaframleiðslu," segir í tilkynningunni. Ennfremur segir í tilkynningunni að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur telur rétt að gera grein fyrir aðkomu sinni að málinu. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fékk upplýsingar frá Matvælastofnun 14. nóvember 2011 um að í ljós hefði komið við eftirlit stofnunarinnar að Ölgerðin væri að dreifa iðnaðarsalti til matvælaframleiðslu. Í þessum upplýsingum kom fram að Matvælastofnun hefði tekið þá ákvörðun að heimila Ölgerðinni að selja þær saltbirgðir sem eftir voru og matvælafyrirtækjum að nota saltið gegn þeim skilyrðum að Ölgerðin myndi upplýsa þau um málið og fá samþykki þeirra fyrir áframhaldandi notkun. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur er ekki sammála þessari ákvörðun. Hægt er að lesa tilkynninguna hér fyrir neðan: Fréttatilkynning Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur Í tilefni af fréttum um notkun iðnaðarsalts í matvæli, vill Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur benda á að efnasamsetning saltsins réttlætir ekki dreifingu þess til matvælaframleiðslu eins og Ölgerðin og Matvælastofnun vilja láta í veðri vaka heldur er það framleiðsla, dreifing og geymsla saltsins sem veldur því að það er ekki notað til manneldis. Heilbrigðiseftirlitið vill einnig leiðrétta það, sem fram hefur komið í fréttum, að Heilbrigðiseftirlitið hafi neitað að gefa upp lista yfir til hverja Ölgerðin hefur dreift umræddu salti. Það er ekki rétt.Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vill ítreka, að það er ekki sammála stjórnsýsluákvörðunum Matvælastofnunar eftir að það uppgötvast að Ölgerðin dreifi iðnaðarsalti í stað salts til manneldis. Í fyrsta lagi hefði Matvælastofnun átt að vísa málinu til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þar sem Ölgerðin er með starfsleyfi hjá því og í öðru lagi er það mat Heilbrigðiseftirlitsins, að Matvælastofnun hefði ekki átt að heimila Ölgerðinni að halda áfram að selja birgðir sínar af iðnaðarsalti til notkunar við matvælaframleiðslu. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur telur rétt að gera grein fyrir aðkomu sinni að málinu. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fékk upplýsingar frá Matvælastofnun 14. nóvember 2011 um að í ljós hefði komið við eftirlit stofnunarinnar að Ölgerðin væri að dreifa iðnaðarsalti til matvælaframleiðslu. Í þessum upplýsingum kom fram að Matvælastofnun hefði tekið þá ákvörðun að heimila Ölgerðinni að selja þær saltbirgðir sem eftir voru og matvælafyrirtækjum að nota saltið gegn þeim skilyrðum að Ölgerðin myndi upplýsa þau um málið og fá samþykki þeirra fyrir áframhaldandi notkun. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur er ekki sammála þessari ákvörðun. Ölgerðin er með starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og er Ölgerðin því ekki undir eftirliti Matvælastofnunar. Í kjölfar þess að Heilbrigðiseftirlitið fékk framangreindar upplýsingar og að Matvælastofnun fer með yfirstjórn matvælaeftirlits óskaði Heilbrigðiseftirlitið eftir frekari upplýsingum um málið og rökstuðningi stofnunarinnar fyrir þessum ákvörðunum. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fundaði tvívegis með Matvælastofnun til að hvetja þá til að upplýsa um málið og gera frekari grein fyrir ákvörðunum sínum. Þá hóf Heilbrigðiseftirlit Reykjavík þegar rannsókn málsins til að kanna hverjir hefðu saltið undir höndum í Reykjavík. Í ljós kom að engar birgðir voru til af saltinu hjá matvælaframleiðendum í borginni. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fundaði um málið með fulltrúum Ölgerðarinnar sem upplýsti að ákvörðun hefði verið tekin um að hætta dreifingu á saltinu og farga því. Farið var fram á það að það yrði gert í samráði við heilbrigðiseftirlitið. Í ljós kom að Ölgerðin hafði einungis upplýst stærstu kaupendur saltsins um málið. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fór fram á að öllum kaupendum yrðu sendar upplýsingar þar sem fram kæmi að um væri að ræða að iðnaðarsalt en ekki salt sem ætlað er í matvælaframleiðslu. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur einnig óskað eftir upplýsingum um geymslu og framleiðslu saltsins. Ölgerðin upplýsti um það að hún hefði hafið dreifingu manneldissalts þegar í nóvember. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur fengið senda lista yfir dreifingu iðnaðarsaltsins annars vegar frá Matvælastofnun og hins vegar frá Ölgerðinni og er sjálfsagt mál að láta þá fylgja með þessari fréttatilkynningu.
Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Tengdar fréttir Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg "Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 14:07 Ölgerðin upplýsti heilbrigðiseftirlitið um kaupendur Ölgerðin hefur upplýst Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um kaupendur að iðnaðarsalti, sem fyrirtækið seldi til matvælaframleiðslu, þrjá mánuði aftur í tímann samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Ekki er vitað hvort neytendur verði upplýstir um það hverjir keyptu saltið. 14. janúar 2012 17:29 Matvælastofnun harmar gagnrýni vegna iðnaðarsalts Matvælastofnun (MAST) harmar harða gagnrýni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á störf Matvælastofnunarinnar eftir að í ljós kom að Ölgerðin seldi iðnaðarsalt til fyrirtækja sem notuðu það svo í matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 18:12 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg "Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 14:07
Ölgerðin upplýsti heilbrigðiseftirlitið um kaupendur Ölgerðin hefur upplýst Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um kaupendur að iðnaðarsalti, sem fyrirtækið seldi til matvælaframleiðslu, þrjá mánuði aftur í tímann samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Ekki er vitað hvort neytendur verði upplýstir um það hverjir keyptu saltið. 14. janúar 2012 17:29
Matvælastofnun harmar gagnrýni vegna iðnaðarsalts Matvælastofnun (MAST) harmar harða gagnrýni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á störf Matvælastofnunarinnar eftir að í ljós kom að Ölgerðin seldi iðnaðarsalt til fyrirtækja sem notuðu það svo í matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 18:12