
Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu

Vantar enn aukið fjármagn til að sinna matvælaeftirliti
Ýmis dæmi um að matvælaeftirliti sé ábótavant hafa ekki leitt til aukinna fjárveitinga til Matvælastofnunar. Starfsmönnum sem sinna eftirliti hefur ekki fjölgað.

Þagnarmúrinn rofinn
Í nýliðinni viku samþykkti samþykkti Alþingi mikilvæga lagabreytingu sem tekur af vafa um skyldu stjórnvalda til þess að upplýsa almenning þegar lífi og heilsu fólks stafar hætta af losun mengandi efna.

Eftirlit – eftirlit!
Undanfarna daga hefur umræða um kadmíum í áburði, díoxín í matvælum, iðnaðarsalt og brjóstapúða snúist að mestu um ábyrgð yfirvalda og eftirlitsstofnana þeirra sem eiga að gæta hagsmuna neytenda. Minna hefur verið rætt um ábyrgð framleiðanda vöru eða þjónustu gagnvart neytendum.

Fyrirtæki upplýsi hvert þeirra notaði iðnaðarsalt
Upplýsingar um það hvaða fyrirtæki notuðu iðnaðarsalt og í hvaða vörum verða aðgengilegar á vef talsmanns neytenda á næstu dögum. Þegar hafa einhver fyrirtæki sett sig í samband við embættið.

Falskur söngur heykvíslakórsins
Hver stal kökunni úr krúsinni í gær? Geir stal kökunni úr krúsinni í gær. "Ha, ég? Ekki satt.“ Hver þá? "Björgólfur stal kökunni úr krúsinni í gær.“

Steingrímur: Mistök áttu sér stað í salt-málinu
Það er ævintýri líkast að notkun iðnaðarsalts í mætvæli skuli hafa átt sér stað fyrir allra augum í á annan áratug.

Iðnaðarsalt átti ekki að nota í matvæli
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur var mótfallið því að MAST heimilaði Ölgerðinni að selja afgangsbirgðir af iðnaðarsalti til matvælafyrirtækja. Þótt saltið sé ekki heilsuspillandi í sjálfu sér getur það innihaldið ýmiss konar aðskotahluti.

Salt, sílíkon og kadmíum
Stóra saltmálið kemur upp í beinu framhaldi af sílíkonpúðamálinu sem aftur kom upp í framhaldi af kadmíum-málinu.

Ölgerðin harmar að fyrirtæki séu dregin að ósekju inn í saltmálið
Ölgerðin harmar að fyrirtæki sem keypt hafi óvottað salt til annarra nota en í matvæli frá fyrirtækinu séu dregin inn í umræðuna um iðnaðarsalt en um helgina gerði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur opinberan lista yfir þau fyrirtæki sem keypt hefðu saltið.

Eðalfiskur saltaði útiplön með iðnaðarsaltinu
Eðalfiskur ehf. notaði ekki iðnaðarsalt í vörur sínar, samkvæmt upplýsingum frá lögmanni fyrirtækisins.

Saltmálið: MS innkallar fimm vörutegundir
Mjólkursamsalan hefur innkallað fimm vörutegundir sökum þess að fyrirtækið fékk afgreitt iðnaðarsalt frá Ölgerðinni þrátt fyrir að hafa pantað matvælasalt.

Saltmálið: SS breytir verklagi sínu
Sláturfélag Suðurlands hefur breytt verklagi sínu og ætlar ekki lengur að láta upplýsingar frá seljendum rekstrarvara nægja heldur mun það í framtíðinni krefjast staðfestingar frá framleiðendum á að viðkomandi vörur séu hæfar til matvælaframleiðslu.

Heilbrigðiseftirlit óánægt með Matvælastofnun
Það er framleiðsla, dreifing og geymsla á svonefndu iðnaðarsalti sem veldur því að það er ekki notað til manneldis, en ekki efnasamsettning saltsins, sem veldur því að það er ekki notað til manneldis, segir í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Fúsk & Fyrirlitning hf.
Maður sér appelsín-flösku og fer ósjálfrátt að brosa vegna þess að fyrirfram tengir maður ljúfar kenndir við Ölgerð Egils Skallagrímssonar.

Segir eftirlitið hafa brugðist í saltmálinu
Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir matvælaeftirlit hafa brugðist vegna sölu Ölgerðarinnar á iðnaðarsalti til matvælaframleiðslu.

Gagnrýna MAST harðlega - áttu ekki að heimila frekari dreifingu
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vill ítreka í tilkynningu sem þeir sendu fjölmiðlum, að það er ekki sammála stjórnsýsluákvörðunum Matvælastofnunar eftir að það uppgötvast að Ölgerðin dreifi iðnaðarsalti í stað salts til manneldis.

Þessir keyptu og notuðu iðnaðarsaltið
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur birt lista yfir dreifingu iðnaðarsalts annars vegar frá Matvælastofnun og hins vegar frá Ölgerðinni og RÚV birtir á vef sínum.

Falskt eftirlit verra en ekkert - brimsalt bjúga í skólamötuneytinu
"Neytendur hljóta að eiga skýlausan rétt á að vita hvaða fyrirtæki það eru sem hafa notað saltið í matvælaframleiðslu,“ segir Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar í samtali við fréttastofu.

Matvælastofnun harmar gagnrýni vegna iðnaðarsalts
Matvælastofnun (MAST) harmar harða gagnrýni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á störf Matvælastofnunarinnar eftir að í ljós kom að Ölgerðin seldi iðnaðarsalt til fyrirtækja sem notuðu það svo í matvælaframleiðslu.

Ölgerðin upplýsti heilbrigðiseftirlitið um kaupendur
Ölgerðin hefur upplýst Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um kaupendur að iðnaðarsalti, sem fyrirtækið seldi til matvælaframleiðslu, þrjá mánuði aftur í tímann samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Ekki er vitað hvort neytendur verði upplýstir um það hverjir keyptu saltið.

Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg
"Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu.