Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, var í dag valin íþróttamaður Reykjavíkur árið 2011.
Valið var tilkynnt í dag en það er Íþróttabandalag Reykjavíkur sem stendur fyrir því. Ellefu íþróttamenn voru tilenefndir en þetta er í 33. sinn sem valið fer fram.
Hrafnhildur fær 150 þúsund krónur í styrk frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur.
