Appelsínuhúð Teitur Guðmundsson skrifar 6. janúar 2012 06:00 Það er vel þekkt að konur hafa frekari tilhneigingu en karlar til að mynda appelsínuhúð. Fitufrumur og samsafn þeirra er haldið saman af kollagen þráðum sem eru bundnir við vöðvalög undir þeim. Þegar fitumagn eykst eða ef kollagen þræðirinir dragast saman, til dæmis við hrörnun og aukinn aldur, veldur það útbungun fituvefs með „holumyndun" á milli sem í daglegu tali nefnist appelsínuhúð. Þetta er ekki sjúkdómur heldur öllu fremur ástand sem flestar ef ekki allar konur glíma við á lífsleiðinni og karlar að hluta til líka. Ýmsar skýringar eru taldar vera á því hvers vegna sumir fá frekar appelsínuhúð en aðrir, nægir þar að nefna ættgenga þætti, ofþyngd, hormónabreytingar, slæmt mataræði og hreyfingarleysi sem og kynþáttur. Hvítar konur eru líklegri en asískar að mynda appelsínuhúð svo dæmi sé tekið, en þetta er þó fyrst og fremst einstaklingsbundið. Hégómi kvenna og markaðsleg misnotkun hans um langt skeið veldur því að sífellt fleiri vörur, meðferðir og aðferðir hafa litið dagsins ljós í því skyni að meðhöndla appelsínuhúð. Sumir lofa meira að segja 100% árangri sem auðvitað er hreint út sagt kjánalegt. Auðvitað er þetta ekki allt gagnslaust og ég efa ekki að margir munu halda fram ágæti vöru sinnar sem eðlilegt er. Það liggja fyrir rannsóknir um ágæti einstaka þátta, en þeim er öllum sammerkt að árangurinn er í besta falli tímabundinn eða minniháttar. Gildir þar einu hvort um er að ræða krem, dropa, nudd, bakstra, ljósameðferð, rafbylgjur, aðgerðir á hefbundinn máta eða með frost og lasertækni. Það ber þó að hafa í huga að helsta vörnin ef kalla má svo gegn appelsínuhúð er að vera reglubundið í góðu líkamlegu formi og þjálfun, drekka nægjanlega af vatni, passa mataræði sitt og þá sérstaklega fitu og kolvetnishlutann. Megrúnarkúrar og mikil hreyfing á vigtinni getur aukið líkur á appelsínuhúð og þá er auðvitað mikilvægt að drekka ekki of mikið af áfengi, kaffi né að reykja tóbak. Þegar öllu er á botninn hvolft er iðnaðurinn í kringum appelsínuhúð og hégóma kvenna mörg hundruð milljarða króna virði á ársgrundvelli um heiminn allann. Það eru því miklir hagsmunir í húfi og sannfæringarmáttur auglýsinga auk reynslusagna og óstaðfests meðferðarárangurs gríðarlega verðmætur, hvað þá heldur staðalímynd kvenna sem stillt er fyrir framan okkur á hverjum einasta degi. Þegar gefnar eru ráðleggingar varðandi skyndilausnir getur niðurstaðan aldrei orðið önnur en tímabundin samanber orð mín hér að ofan. Við læknar og fagfólk sem reynum að vinna með forvarnir og almenna heilsueflingu að leiðarljósi á hverjum degi gerum að mínu viti meira gagn gegn appelsínuhúð en við fáum lof fyrir, því heilbrigð sál í hraustum líkama er líklegri til að hafa síður minnimáttarkennd yfir líkama sínum og viðhalda líkamlegu atgervi. Hugsaðu málið, fjárfestu í sjálfri þér ! Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það er vel þekkt að konur hafa frekari tilhneigingu en karlar til að mynda appelsínuhúð. Fitufrumur og samsafn þeirra er haldið saman af kollagen þráðum sem eru bundnir við vöðvalög undir þeim. Þegar fitumagn eykst eða ef kollagen þræðirinir dragast saman, til dæmis við hrörnun og aukinn aldur, veldur það útbungun fituvefs með „holumyndun" á milli sem í daglegu tali nefnist appelsínuhúð. Þetta er ekki sjúkdómur heldur öllu fremur ástand sem flestar ef ekki allar konur glíma við á lífsleiðinni og karlar að hluta til líka. Ýmsar skýringar eru taldar vera á því hvers vegna sumir fá frekar appelsínuhúð en aðrir, nægir þar að nefna ættgenga þætti, ofþyngd, hormónabreytingar, slæmt mataræði og hreyfingarleysi sem og kynþáttur. Hvítar konur eru líklegri en asískar að mynda appelsínuhúð svo dæmi sé tekið, en þetta er þó fyrst og fremst einstaklingsbundið. Hégómi kvenna og markaðsleg misnotkun hans um langt skeið veldur því að sífellt fleiri vörur, meðferðir og aðferðir hafa litið dagsins ljós í því skyni að meðhöndla appelsínuhúð. Sumir lofa meira að segja 100% árangri sem auðvitað er hreint út sagt kjánalegt. Auðvitað er þetta ekki allt gagnslaust og ég efa ekki að margir munu halda fram ágæti vöru sinnar sem eðlilegt er. Það liggja fyrir rannsóknir um ágæti einstaka þátta, en þeim er öllum sammerkt að árangurinn er í besta falli tímabundinn eða minniháttar. Gildir þar einu hvort um er að ræða krem, dropa, nudd, bakstra, ljósameðferð, rafbylgjur, aðgerðir á hefbundinn máta eða með frost og lasertækni. Það ber þó að hafa í huga að helsta vörnin ef kalla má svo gegn appelsínuhúð er að vera reglubundið í góðu líkamlegu formi og þjálfun, drekka nægjanlega af vatni, passa mataræði sitt og þá sérstaklega fitu og kolvetnishlutann. Megrúnarkúrar og mikil hreyfing á vigtinni getur aukið líkur á appelsínuhúð og þá er auðvitað mikilvægt að drekka ekki of mikið af áfengi, kaffi né að reykja tóbak. Þegar öllu er á botninn hvolft er iðnaðurinn í kringum appelsínuhúð og hégóma kvenna mörg hundruð milljarða króna virði á ársgrundvelli um heiminn allann. Það eru því miklir hagsmunir í húfi og sannfæringarmáttur auglýsinga auk reynslusagna og óstaðfests meðferðarárangurs gríðarlega verðmætur, hvað þá heldur staðalímynd kvenna sem stillt er fyrir framan okkur á hverjum einasta degi. Þegar gefnar eru ráðleggingar varðandi skyndilausnir getur niðurstaðan aldrei orðið önnur en tímabundin samanber orð mín hér að ofan. Við læknar og fagfólk sem reynum að vinna með forvarnir og almenna heilsueflingu að leiðarljósi á hverjum degi gerum að mínu viti meira gagn gegn appelsínuhúð en við fáum lof fyrir, því heilbrigð sál í hraustum líkama er líklegri til að hafa síður minnimáttarkennd yfir líkama sínum og viðhalda líkamlegu atgervi. Hugsaðu málið, fjárfestu í sjálfri þér ! Höfundur er læknir.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun