LeBron James vill endilega fá að taka þátt í troðslukeppninni í Stjörnuleiknum í Los Angeles í næsta mánuði en hann er bara hræddur um að það sé ekki skynsamlegt. James er einn af bestu "troðurum" deildarinnar en hefur ekki verið með áður í troðslukeppni Stjörnuleiksins.
James talaði fyrst um það að taka þátt í troðslukeppninni í Dallas í fyrra en hætti svo við. „Ég segi við sjálfan mig að ég ætli að vera með en svo hugsa ég um hvað þetta reynir mikið á skrokkinn og þess vegna hætti ég alltaf við," sagði James.
James segir að það væri mjög krefjandi að keppa á móti Blake Griffin, leikmanni Los Angeles Clippers, á hans eigin heimavelli í Staples Center. „Hann nýtur náttúrulega góðs af því að vera á heimavelli," sagði James.
Troðslukeppnin fer fram 19. febrúar næstkomandi og það bíða örugglega margir spenntir eftir því hvort James láti loksins verða af því og taki þátt.
LeBron James að pæla í því að taka þátt í troðslukeppninni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana
Körfubolti


Steven Gerrard orðinn afi
Enski boltinn



Elvar Már til Póllands
Körfubolti
