Hrotið yfir HeimsljósiHátíðarandinn sveif yfir vötnum í Þjóðleikhúsinu á annan dag jóla þegar frumsýning var á Heimsljósi Halldórs Laxness. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var meðal gesta eins og jafnan þegar stærstu verk leikársins eru frumsýnd.
Forsetinn mun hafa orðið nokkuð kyndugur á svip þegar hrotur tóku að heyrast úr næsta sæti við hann í fyrsta leikþætti og sessunauturinn sveif aftur inn í draumalandið í þriðja þætti.
Þetta var ekki eina truflunin sem forsetinn og aðrir leikhúsgestir máttu þola á frumsýningunni því í þriðja þætti hringdi farsími í salnum á afar viðkvæmu augnabliki. - mþl, hdm
Hrotið yfir Heimsljósi
