Mikil arðsemi af raforkusölu til stóriðju Þorsteinn Víglundsson skrifar 19. desember 2011 07:00 Ekkert íslenskt fyrirtæki er með meira eigið fé en Landsvirkjun, samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar á 300 stærstu fyrirtækjum landsins miðað við árið 2010. Arðsemi Landsvirkjunar á liðnum áratug hefur enda verið með miklum ágætum. Eigið fé félagsins hefur liðlega fjórfaldast og nam nærri 190 milljörðum króna í árslok 2010. Engin hlutafjáraukning hefur átt sér stað hjá Landsvirkjun á liðnum áratug heldur hefur félagið byggt upp eigið fé sitt með góðum rekstri á tímabilinu. Arðsemi Landsvirkjunar er góð samanborið við önnur frambærileg íslensk fyrirtæki á borð við Marel, Össur, Alfesca og HB Granda. Öll eiga þessi félög það sammerkt að vera meðal eiginfjársterkustu félaga landsins, hafa öll notið umtalsverðs vaxtar á liðnum áratug og hafa ekki þurft að ganga í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Í öllum tilfellum er stuðst við uppgjörsmynt hvers félags. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er meðalarðsemi Landsvirkjunar nærri 19% á þessu tímabili, samanborið við um 11% hjá Össur og HB Granda, 6% hjá Alfesca og 1% hjá Marel. Við mat á meðalarðsemi er horft til breytinga eigin fjár að teknu tilliti til arðgreiðslna og hlutafjáraukninga hjá hverju félagi fyrir sig. Í nýlegri skýrslu Sjónarrandar, sem unnin var fyrir Fjármálaráðuneytið, kemur fram að arðsemi Landsvirkjunar af raforkusölu til stóriðju hefur verið liðlega tvöfalt hærri en arðsemi af raforkusölu til almennings. Skýrsluhöfundar hafa við mat á arðsemi ekki viljað líta til arðsemi eigin fjár, þar sem Landsvirkjun njóti ríkisábyrgðar á öll lán sín og því betri lánskjara en ella og geti skuldsett sig meira. Landsvirkjun greiðir hins vegar gjald til ríkissjóðs fyrir ríkisábyrgðina sem leiðir til lægri hagnaðar en ella. Mæling á arðsemi eigin fjár er því mjög eðlilegur mælikvarði á árangur Landsvirkjunar eins og annarra fyrirtækja. Það er hins vegar fyllilega eðlilegt að gera þá kröfu til Landsvirkjunar að fyrirtækið skili góðri arðsemi eigin fjár. Sú er líka raunin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ekkert íslenskt fyrirtæki er með meira eigið fé en Landsvirkjun, samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar á 300 stærstu fyrirtækjum landsins miðað við árið 2010. Arðsemi Landsvirkjunar á liðnum áratug hefur enda verið með miklum ágætum. Eigið fé félagsins hefur liðlega fjórfaldast og nam nærri 190 milljörðum króna í árslok 2010. Engin hlutafjáraukning hefur átt sér stað hjá Landsvirkjun á liðnum áratug heldur hefur félagið byggt upp eigið fé sitt með góðum rekstri á tímabilinu. Arðsemi Landsvirkjunar er góð samanborið við önnur frambærileg íslensk fyrirtæki á borð við Marel, Össur, Alfesca og HB Granda. Öll eiga þessi félög það sammerkt að vera meðal eiginfjársterkustu félaga landsins, hafa öll notið umtalsverðs vaxtar á liðnum áratug og hafa ekki þurft að ganga í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Í öllum tilfellum er stuðst við uppgjörsmynt hvers félags. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er meðalarðsemi Landsvirkjunar nærri 19% á þessu tímabili, samanborið við um 11% hjá Össur og HB Granda, 6% hjá Alfesca og 1% hjá Marel. Við mat á meðalarðsemi er horft til breytinga eigin fjár að teknu tilliti til arðgreiðslna og hlutafjáraukninga hjá hverju félagi fyrir sig. Í nýlegri skýrslu Sjónarrandar, sem unnin var fyrir Fjármálaráðuneytið, kemur fram að arðsemi Landsvirkjunar af raforkusölu til stóriðju hefur verið liðlega tvöfalt hærri en arðsemi af raforkusölu til almennings. Skýrsluhöfundar hafa við mat á arðsemi ekki viljað líta til arðsemi eigin fjár, þar sem Landsvirkjun njóti ríkisábyrgðar á öll lán sín og því betri lánskjara en ella og geti skuldsett sig meira. Landsvirkjun greiðir hins vegar gjald til ríkissjóðs fyrir ríkisábyrgðina sem leiðir til lægri hagnaðar en ella. Mæling á arðsemi eigin fjár er því mjög eðlilegur mælikvarði á árangur Landsvirkjunar eins og annarra fyrirtækja. Það er hins vegar fyllilega eðlilegt að gera þá kröfu til Landsvirkjunar að fyrirtækið skili góðri arðsemi eigin fjár. Sú er líka raunin.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun