Framtíð mannkyns veltur á menntun kvenna Valdimar Tr. Hafstein skrifar 15. desember 2011 06:00 Ein af hverjum fjórum stúlkum á aldrinum 11-15 ára á ekki völ á skólagöngu. Í Afríku fær ekki nema ein af hverjum þremur stúlkum gagnfræðamenntun. Af 796 milljónum fullorðinna jarðarbúa sem eru ólæsir eru 2/3 konur. Aðeins í þriðjungi ríkja heimsins hafa drengir og stúlkur jafna möguleika á að ganga í gagnfræðaskóla. Ýmsar hindranir eru í vegi fyrir því að stúlkur njóti skólagöngu til jafns við drengi. Sums staðar stendur snemmbúið hjónaband og barneignir í vegi fyrir því að stúlkur fái að ganga í skóla á unglingsárum. Þá skortir þær og foreldrana víða fyrirmyndir annarra menntaðra kvenna og oft á áhugaleysi foreldranna stóran hlut að máli í að stúlkurnar njóta ekki skólagöngu til jafns við bræður sína. Ekki má heldur gleyma því að kynbundið ofbeldi gegn skólastúlkum og kennurum þeirra fær sums staðar að líðast og fælir stúlkur frá því að sækja skóla og foreldra þeirra frá því að senda þær þangað. Börn læsra kvenna 50% líklegri til að lifaÞað er hins vegar til mikils að vinna að gera stúlkum kleift að ganga í skóla til jafns við drengi. Jafnrétti á þessu sviði er lífsspursmál fyrir mannkynið allt. Talið er að það gæti bjargað allt að 1,8 milljónum mannslífa á ári ef stúlkur í Afríku sunnan Sahara gengju almennt í gagnfræðaskóla. Konur með gagnfræðapróf eru fimm sinnum líklegri en kynsystur þeirra til að hafa fræðst um alnæmi og varnir gegn því. Hvert ár sem bætist við skólagöngu stúlkna lækkar fæðingartíðni um 10%. Þannig eiga gagnfræðaskólagengnar konur í Malí að meðaltali þrjú börn en ómenntaðar konur eiga að meðaltali sjö börn. Börn sem læsar konur ala upp eru 50% líklegri til að ná fimm ára aldri en börn ólæsra kvenna. Fyrr á þessu ári hrinti UNESCO (mennta-, vísinda-, fjölmiðla- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna) úr vör samstarfsverkefni um menntun stúlkna og kvenna, með þátttöku fjölda stofnana, félagasamtaka og fyrirtækja um heim allan. Samstarfsverkefnið leggur höfuðáherslu á gagnfræðamenntun stúlkna og fullorðinsfræðslu kvenna. Það kemur í framhaldi af áherslunum í starfi undanfarinna ára, en fyrir hönd alþjóðasamfélagsins og í samstarfi við marga aðila hefur UNESCO róið öllum árum að því marki að öll börn alls staðar í heiminum eigi kost á barnaskólamenntun. Þetta er eitt af þúsaldarmarkmiðunum í þróunarmálum og er á meðal þeirra markmiða sem alþjóðasamfélaginu hefur orðið hvað mest ágengt með að nálgast. „Sættu þig aldrei við minni menntun en bróðir þinn fær“Á aðalráðstefnu UNESCO í liðnum mánuði sló Irena Bokova, framkvæmdastjóri UNESCO, því föstu að menntun kvenna geymdi lykilinn að bættri framtíð mannkyns. Þetta hafa ótal rannsóknir sýnt og það eru núorðið viðtekin sannindi að ef takast á að uppræta fátækt, vernda umhverfið og tryggja frið er nauðsynlegt að konur fái menntun. „Ungar stúlkur og konur eru að breyta heiminum,“ bætti Bokova við. „Við verðum að gefa þeim verkfærin sem þær þurfa til að móta heiminn eftir sínu höfði. Það eru engar hindranir sem ekki er hægt að yfirstíga í vegi fyrir því að kynjajöfnuður verði staðreynd og allir fái menntun,“ sagði framkvæmdastjóri UNESCO. Vigdís Finnbogadóttir, velgjörðarsendiherra UNESCO og náinn ráðgjafi framkvæmdastjórans, flutti ávarp við sama tækifæri og undirstrikaði mikilvægi þessa verkefnis: „Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að bjarga mannkyninu. Það geta konur gert.“ Skilaboðin sem Vigdís færði stúlkum um heim allan voru þessi: „Sæktu þér menntun og sættu þig aldrei við skemmri menntun en bróðir þinn fær.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Ein af hverjum fjórum stúlkum á aldrinum 11-15 ára á ekki völ á skólagöngu. Í Afríku fær ekki nema ein af hverjum þremur stúlkum gagnfræðamenntun. Af 796 milljónum fullorðinna jarðarbúa sem eru ólæsir eru 2/3 konur. Aðeins í þriðjungi ríkja heimsins hafa drengir og stúlkur jafna möguleika á að ganga í gagnfræðaskóla. Ýmsar hindranir eru í vegi fyrir því að stúlkur njóti skólagöngu til jafns við drengi. Sums staðar stendur snemmbúið hjónaband og barneignir í vegi fyrir því að stúlkur fái að ganga í skóla á unglingsárum. Þá skortir þær og foreldrana víða fyrirmyndir annarra menntaðra kvenna og oft á áhugaleysi foreldranna stóran hlut að máli í að stúlkurnar njóta ekki skólagöngu til jafns við bræður sína. Ekki má heldur gleyma því að kynbundið ofbeldi gegn skólastúlkum og kennurum þeirra fær sums staðar að líðast og fælir stúlkur frá því að sækja skóla og foreldra þeirra frá því að senda þær þangað. Börn læsra kvenna 50% líklegri til að lifaÞað er hins vegar til mikils að vinna að gera stúlkum kleift að ganga í skóla til jafns við drengi. Jafnrétti á þessu sviði er lífsspursmál fyrir mannkynið allt. Talið er að það gæti bjargað allt að 1,8 milljónum mannslífa á ári ef stúlkur í Afríku sunnan Sahara gengju almennt í gagnfræðaskóla. Konur með gagnfræðapróf eru fimm sinnum líklegri en kynsystur þeirra til að hafa fræðst um alnæmi og varnir gegn því. Hvert ár sem bætist við skólagöngu stúlkna lækkar fæðingartíðni um 10%. Þannig eiga gagnfræðaskólagengnar konur í Malí að meðaltali þrjú börn en ómenntaðar konur eiga að meðaltali sjö börn. Börn sem læsar konur ala upp eru 50% líklegri til að ná fimm ára aldri en börn ólæsra kvenna. Fyrr á þessu ári hrinti UNESCO (mennta-, vísinda-, fjölmiðla- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna) úr vör samstarfsverkefni um menntun stúlkna og kvenna, með þátttöku fjölda stofnana, félagasamtaka og fyrirtækja um heim allan. Samstarfsverkefnið leggur höfuðáherslu á gagnfræðamenntun stúlkna og fullorðinsfræðslu kvenna. Það kemur í framhaldi af áherslunum í starfi undanfarinna ára, en fyrir hönd alþjóðasamfélagsins og í samstarfi við marga aðila hefur UNESCO róið öllum árum að því marki að öll börn alls staðar í heiminum eigi kost á barnaskólamenntun. Þetta er eitt af þúsaldarmarkmiðunum í þróunarmálum og er á meðal þeirra markmiða sem alþjóðasamfélaginu hefur orðið hvað mest ágengt með að nálgast. „Sættu þig aldrei við minni menntun en bróðir þinn fær“Á aðalráðstefnu UNESCO í liðnum mánuði sló Irena Bokova, framkvæmdastjóri UNESCO, því föstu að menntun kvenna geymdi lykilinn að bættri framtíð mannkyns. Þetta hafa ótal rannsóknir sýnt og það eru núorðið viðtekin sannindi að ef takast á að uppræta fátækt, vernda umhverfið og tryggja frið er nauðsynlegt að konur fái menntun. „Ungar stúlkur og konur eru að breyta heiminum,“ bætti Bokova við. „Við verðum að gefa þeim verkfærin sem þær þurfa til að móta heiminn eftir sínu höfði. Það eru engar hindranir sem ekki er hægt að yfirstíga í vegi fyrir því að kynjajöfnuður verði staðreynd og allir fái menntun,“ sagði framkvæmdastjóri UNESCO. Vigdís Finnbogadóttir, velgjörðarsendiherra UNESCO og náinn ráðgjafi framkvæmdastjórans, flutti ávarp við sama tækifæri og undirstrikaði mikilvægi þessa verkefnis: „Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að bjarga mannkyninu. Það geta konur gert.“ Skilaboðin sem Vigdís færði stúlkum um heim allan voru þessi: „Sæktu þér menntun og sættu þig aldrei við skemmri menntun en bróðir þinn fær.“
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun