Dýrafjarðargöng eru lífsnauðsyn fyrir samfélagið 15. desember 2011 06:00 Dýrafjarðargöng eru mikilvægasta samgöngubót á Vestfjörðum til að tengja saman þéttbýlisstaði og byggðir Ísafjarðarsýslu og Barðastrandarsýslu. Dýrafjarðargöng munu leysa af veginn um Hrafnseyrarheiði, einn hæsta og erfiðasta fjallveg á landinu, og stytta leiðina á milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar um 27 kílómetra. Hrafnseyrarheiði er sú heiði sem yfirleitt verður fyrst ófær, af öllum heiðum Vestfjarða, og sú heiði sem síðast er opnuð á vorin. Hrafnseyrarheiði er versta hindrun í frekari samvinnu og samtengingu byggða á Vestfjörðum. Vestfirðingar vilja Dýrafjarðargöng. Við endurskoðun vegaáætlunar eftir hrunið, árið 2010, var ákveðið að á árinu 2012 yrði veitt fjármunum bæði í Dýrafjarðargöng og Norðfjarðargöng, með fyrirheiti um áframhald á fjárveitingum næstu ár. Samgöngunefnd Alþingis sagði þá í nefndaráliti sínu: „Fyrir nefndinni kom fram það sjónarmið að samtenging byggða á Vestfjörðum væri að mörgu leyti sérstök og að taka yrði tillit til þess við gerð samgönguáætlunar. Nefndin telur að gerð jarðganga á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar efli samgöngur á milli byggða er nú tengjast saman með malarvegum og verða fyrir verulegum samgöngutruflunum yfir vetrartímann.“ Þingsályktun um samgönguáætlun áranna 2009-2012 var samþykkt á Alþingi 15. júní 2010. Röksemdir nefndarinnar eru enn í fullu gildi. Rifja má upp að í eldri samgönguáætlun var gert ráð fyrir að Dýrafjarðargöng yrðu byggð á árunum 2011-2014. Eftir harkalegan niðurskurð í þorski árið 2007 (og í samræmi við bjartsýnisæði þess tíma) var boðað að flýta ætti framkvæmdinni þannig að göngin gætu orðið tilbúin árið 2012. En þeir tímar eru liðnir og koma ekki aftur. Árið 2009 vann Náttúrustofa Vestfjarða frummatsskýrslu fyrir Vegagerðina vegna jarðganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Niðurstaða skýrslunnar er sú að umhverfisáhrif af völdum jarðganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar séu að mestu óveruleg. Hins vegar séu áhrif á samgöngur og samfélög verulega jákvæð. Það má því segja að allt sé tilbúið til að setja göngin í útboð. Nú berast þær fréttir að leggja skuli fyrir Alþingi nýja samgönguáætlun, langtímaáætlun áranna 2011-2022 þar sem ekki er fyrirhugað að grafa nein göng næstu fjögur árin og að Dýrafjarðargöng verði aftur sett aftast í langtímaáætlun. Framkvæmdin frestist því til ársins 2022, eða jafnvel lengur. Þetta er algerlega ófært fyrir okkur Vestfirðinga. Enn ein frestunin á framkvæmdum við Dýrafjarðargöng er hættuleg fyrir framtíð byggðar á Vestfjörðum og hindrar frekari þróun í atvinnuháttum og byggðaþróun. Þróun sem Vestfirðingar gera sér vonir um að geti hafist nú, með nýrri sjávarútvegsstefnu og uppbyggingu í fiskeldi og fleiri greinum. Seinkun Dýrafjarðarganga mun draga enn úr nýrri sókn byggðanna. Það eru ekki þau skilaboð sem Vestfirðingar þurfa, eftir hrakfarir síðustu áratuga undir ofríki rangláts kvótakerfis, einkavinavæðingar og öfgafrjálshyggju. Nú verða Vestfirðingar að standa saman um kröfuna um Dýrafjarðargöng á næstu fimm árum. Allir sem einn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Dýrafjarðargöng eru mikilvægasta samgöngubót á Vestfjörðum til að tengja saman þéttbýlisstaði og byggðir Ísafjarðarsýslu og Barðastrandarsýslu. Dýrafjarðargöng munu leysa af veginn um Hrafnseyrarheiði, einn hæsta og erfiðasta fjallveg á landinu, og stytta leiðina á milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar um 27 kílómetra. Hrafnseyrarheiði er sú heiði sem yfirleitt verður fyrst ófær, af öllum heiðum Vestfjarða, og sú heiði sem síðast er opnuð á vorin. Hrafnseyrarheiði er versta hindrun í frekari samvinnu og samtengingu byggða á Vestfjörðum. Vestfirðingar vilja Dýrafjarðargöng. Við endurskoðun vegaáætlunar eftir hrunið, árið 2010, var ákveðið að á árinu 2012 yrði veitt fjármunum bæði í Dýrafjarðargöng og Norðfjarðargöng, með fyrirheiti um áframhald á fjárveitingum næstu ár. Samgöngunefnd Alþingis sagði þá í nefndaráliti sínu: „Fyrir nefndinni kom fram það sjónarmið að samtenging byggða á Vestfjörðum væri að mörgu leyti sérstök og að taka yrði tillit til þess við gerð samgönguáætlunar. Nefndin telur að gerð jarðganga á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar efli samgöngur á milli byggða er nú tengjast saman með malarvegum og verða fyrir verulegum samgöngutruflunum yfir vetrartímann.“ Þingsályktun um samgönguáætlun áranna 2009-2012 var samþykkt á Alþingi 15. júní 2010. Röksemdir nefndarinnar eru enn í fullu gildi. Rifja má upp að í eldri samgönguáætlun var gert ráð fyrir að Dýrafjarðargöng yrðu byggð á árunum 2011-2014. Eftir harkalegan niðurskurð í þorski árið 2007 (og í samræmi við bjartsýnisæði þess tíma) var boðað að flýta ætti framkvæmdinni þannig að göngin gætu orðið tilbúin árið 2012. En þeir tímar eru liðnir og koma ekki aftur. Árið 2009 vann Náttúrustofa Vestfjarða frummatsskýrslu fyrir Vegagerðina vegna jarðganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Niðurstaða skýrslunnar er sú að umhverfisáhrif af völdum jarðganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar séu að mestu óveruleg. Hins vegar séu áhrif á samgöngur og samfélög verulega jákvæð. Það má því segja að allt sé tilbúið til að setja göngin í útboð. Nú berast þær fréttir að leggja skuli fyrir Alþingi nýja samgönguáætlun, langtímaáætlun áranna 2011-2022 þar sem ekki er fyrirhugað að grafa nein göng næstu fjögur árin og að Dýrafjarðargöng verði aftur sett aftast í langtímaáætlun. Framkvæmdin frestist því til ársins 2022, eða jafnvel lengur. Þetta er algerlega ófært fyrir okkur Vestfirðinga. Enn ein frestunin á framkvæmdum við Dýrafjarðargöng er hættuleg fyrir framtíð byggðar á Vestfjörðum og hindrar frekari þróun í atvinnuháttum og byggðaþróun. Þróun sem Vestfirðingar gera sér vonir um að geti hafist nú, með nýrri sjávarútvegsstefnu og uppbyggingu í fiskeldi og fleiri greinum. Seinkun Dýrafjarðarganga mun draga enn úr nýrri sókn byggðanna. Það eru ekki þau skilaboð sem Vestfirðingar þurfa, eftir hrakfarir síðustu áratuga undir ofríki rangláts kvótakerfis, einkavinavæðingar og öfgafrjálshyggju. Nú verða Vestfirðingar að standa saman um kröfuna um Dýrafjarðargöng á næstu fimm árum. Allir sem einn.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar