Erfðabreytt matvæli og afneitun áhættunnar 13. desember 2011 06:00 Í grein sinni í Fbl. 1. des. sl. heldur Jón Hallsson áfram umræðu okkar um erfðabreytt matvæli og reynir að kasta rýrð á rannsókn franska vísindamannsins G.E. Seralini o.fl. frá 2009 sem ég vísaði til í grein 23. nóv. Niðurstaða Seralini var að gögn sem líftæknirisinn Monsanto afhenti ESB í því skyni að afla ræktunarleyfis á erfðabreyttum Bt-maís væru ótraust. Engan þarf að undra þótt Monsanto og EFSA (Matvælaöryggisstofnun Evrópu sem annast áhættumat fyrir framkvæmdanefnd ESB) hafi hafnað niðurstöðum Seralini. EFSA er nefnilega ekki eins „óháð“ og Jón heldur fram. Stofnunin hefur sætt vaxandi gagnrýni fyrir gallaðar aðferðir og skort á sjálfstæði. Samkvæmt athugun Corporate Europe Observatory, sem notar viðmið OECD, höfðu meir en helmingur (12 af 21) fulltrúa í sérfræðiráði EFSA um erfðabreyttar lífverur hagsmunatengsl við líftækniiðnaðinn þegar ráðið tók hina umdeildu ákvörðun 2009 um að mæla með ræktun á erfðabreyttum kartöflum. Ungverjaland hefur nú stefnt ESB fyrir Evrópudómstólinn fyrir að leyfa ræktun erfðabreyttra kartaflna á grundvelli gallaðs áhættumats. Austurríki, Lúxembúrg, Pólland og Frakkland gerðust aðilar að kærunni. Jón kvartar undan því að Greenpeace hafi fjármagnað rannsóknir Seralini o.fl. sem ég vísaði til. Hér fatast Jóni því hann ruglar saman tveimur aðgreindum rannsóknarverkefnum. Sænska landbúnaðarstofnunin ásamt Greenpeace o.fl. fóru í mál fyrir þýskum rétti til að knýja Monsanto til þess að opinbera gögn sem fyrirtækið beitti til að fá ræktunarleyfi á Bt-maís í Evrópu. Eftir sigur í því máli bauðst Greenpeace til að styrkja vísindalega úttekt á þessum gögnum. Seralini var falið að stýra henni sakir sjálfstæðis hans, þekkingar og hæfni á sviði sameindalíffræði. Jón lætur ekki þar við sitja og spyr hvort stuðningur Greenpeace við rannsóknina „hafi haft áhrif á niðurstöður Seralini o.fl.“ Gættu þín Jón að herma nú ekki um of eftir hegðun líftækniiðnaðarins sem þú segist ekki vilja láta spyrða þig við. Franski líftækniiðnaðurinn undir forystu Marc Fellous, forseta franska plöntulíftæknisambandsins, hleypti af stokkunum herferð til ófrægingar á Seralini, sem brást við með því að höfða meiðyrðamál á hendur Fellous fyrir frönskum rétti. Seralini vann málið í janúar á þessu ári. Umkvörtun Jóns um endurtekin ósannindi ætti hann fremur að beina til líftækniiðnaðarins í stað þess að beina henni að mér. Ekki er rúm til umfjöllunar um allar staðhæfingar sem iðnaðurinn hamrar á um erfðabreyttar afurðir og reynst hafa ósannar. Ein slík síbylja er að erfðabreyttar plöntur dragi úr eiturefnanotkun. Svonefndar Ht-plöntur eru plöntur sem erfðabreytt var til að þola eiturefni svo unnt sé að eyða samkeppni frá illgresi og öðrum plöntum. Svonefndar Bt-plöntur eru þær sem erfðabreytt var til að framleiða Bt-eitur sem drepur skordýr sem sækja í viðkomandi plöntur. Eftir því sem illgresi myndar ónæmi fyrir illgresiseyði og skordýr verða ónæmari fyrir Bt-eitri þurfa bændur að grípa til meiri og öflugri eiturefna til að ráða niðurlögum ofurillgresis og ofurskordýra. Rannsóknir Dr. C. Benbrook staðfesta, á grundvelli opinberra talnagagna, að ræktun erfðabreyttra plantna hefur haft í för með sér gríðarlegra aukningu á eiturefnanotkun í bandarískum landbúnaði. Þannig er talið að eiturefnanotkun hafi verið 144.000 tonnum meiri á fyrstu 13 árum erfðabreyttrar ræktunar (1996-2008) en verið hefði, ef erfðabreyttar Ht- og Bt-plöntur hefðu ekki verið ræktaðar. Á þeim tíma var árleg aukning á notkun glyphosates (illgresiseiturs) 18% í bómullarrækt, 10% í sojaræktun og 4% í maísræktun. Ræktun erfðabreyttra lífvera hefur aukið eiturefnanotkun sem kann að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir lýðheilsu. Rannsókn sem gerð var á vegum Sherbrooke háskólasjúkrahússins í Kanada greindi þrjár tegundir eiturefna sem tengjast ræktun erfðabreyttra plantna í blóðsermi kvenna. Glyphosate og gluphosinate sem notuð eru til illgresiseyðingar í ræktun Ht-plantna og Bt-eitur úr Bt-plöntum fundust í blóðsermi óþungaðra kvenna. Þá fannst Bt-eitur í blóðsermi ófrískra kvenna og fóstra þeirra. Þetta varpar skugga á áhættumat EFSA sem jafnan hefur haldið því fram að Bt-eiturprótein brotni niður við meltingu erfðabreyttra matvæla. Kanadíska rannsóknin bendir til þess að próteinið í heild, ekki bara brot af DNA, komist í gegnum meltingarveginn og inn í blóðið. Nú er mikilvægt að EFSA endurskoði aðferðir sínar við áhættumat og að sjálfstæðir vísindamenn verði fengnir til að rannsaka heilsufarsáhrif þess að glyphosate, glufosinate og Bt-eitur berist í blóð neytenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Í grein sinni í Fbl. 1. des. sl. heldur Jón Hallsson áfram umræðu okkar um erfðabreytt matvæli og reynir að kasta rýrð á rannsókn franska vísindamannsins G.E. Seralini o.fl. frá 2009 sem ég vísaði til í grein 23. nóv. Niðurstaða Seralini var að gögn sem líftæknirisinn Monsanto afhenti ESB í því skyni að afla ræktunarleyfis á erfðabreyttum Bt-maís væru ótraust. Engan þarf að undra þótt Monsanto og EFSA (Matvælaöryggisstofnun Evrópu sem annast áhættumat fyrir framkvæmdanefnd ESB) hafi hafnað niðurstöðum Seralini. EFSA er nefnilega ekki eins „óháð“ og Jón heldur fram. Stofnunin hefur sætt vaxandi gagnrýni fyrir gallaðar aðferðir og skort á sjálfstæði. Samkvæmt athugun Corporate Europe Observatory, sem notar viðmið OECD, höfðu meir en helmingur (12 af 21) fulltrúa í sérfræðiráði EFSA um erfðabreyttar lífverur hagsmunatengsl við líftækniiðnaðinn þegar ráðið tók hina umdeildu ákvörðun 2009 um að mæla með ræktun á erfðabreyttum kartöflum. Ungverjaland hefur nú stefnt ESB fyrir Evrópudómstólinn fyrir að leyfa ræktun erfðabreyttra kartaflna á grundvelli gallaðs áhættumats. Austurríki, Lúxembúrg, Pólland og Frakkland gerðust aðilar að kærunni. Jón kvartar undan því að Greenpeace hafi fjármagnað rannsóknir Seralini o.fl. sem ég vísaði til. Hér fatast Jóni því hann ruglar saman tveimur aðgreindum rannsóknarverkefnum. Sænska landbúnaðarstofnunin ásamt Greenpeace o.fl. fóru í mál fyrir þýskum rétti til að knýja Monsanto til þess að opinbera gögn sem fyrirtækið beitti til að fá ræktunarleyfi á Bt-maís í Evrópu. Eftir sigur í því máli bauðst Greenpeace til að styrkja vísindalega úttekt á þessum gögnum. Seralini var falið að stýra henni sakir sjálfstæðis hans, þekkingar og hæfni á sviði sameindalíffræði. Jón lætur ekki þar við sitja og spyr hvort stuðningur Greenpeace við rannsóknina „hafi haft áhrif á niðurstöður Seralini o.fl.“ Gættu þín Jón að herma nú ekki um of eftir hegðun líftækniiðnaðarins sem þú segist ekki vilja láta spyrða þig við. Franski líftækniiðnaðurinn undir forystu Marc Fellous, forseta franska plöntulíftæknisambandsins, hleypti af stokkunum herferð til ófrægingar á Seralini, sem brást við með því að höfða meiðyrðamál á hendur Fellous fyrir frönskum rétti. Seralini vann málið í janúar á þessu ári. Umkvörtun Jóns um endurtekin ósannindi ætti hann fremur að beina til líftækniiðnaðarins í stað þess að beina henni að mér. Ekki er rúm til umfjöllunar um allar staðhæfingar sem iðnaðurinn hamrar á um erfðabreyttar afurðir og reynst hafa ósannar. Ein slík síbylja er að erfðabreyttar plöntur dragi úr eiturefnanotkun. Svonefndar Ht-plöntur eru plöntur sem erfðabreytt var til að þola eiturefni svo unnt sé að eyða samkeppni frá illgresi og öðrum plöntum. Svonefndar Bt-plöntur eru þær sem erfðabreytt var til að framleiða Bt-eitur sem drepur skordýr sem sækja í viðkomandi plöntur. Eftir því sem illgresi myndar ónæmi fyrir illgresiseyði og skordýr verða ónæmari fyrir Bt-eitri þurfa bændur að grípa til meiri og öflugri eiturefna til að ráða niðurlögum ofurillgresis og ofurskordýra. Rannsóknir Dr. C. Benbrook staðfesta, á grundvelli opinberra talnagagna, að ræktun erfðabreyttra plantna hefur haft í för með sér gríðarlegra aukningu á eiturefnanotkun í bandarískum landbúnaði. Þannig er talið að eiturefnanotkun hafi verið 144.000 tonnum meiri á fyrstu 13 árum erfðabreyttrar ræktunar (1996-2008) en verið hefði, ef erfðabreyttar Ht- og Bt-plöntur hefðu ekki verið ræktaðar. Á þeim tíma var árleg aukning á notkun glyphosates (illgresiseiturs) 18% í bómullarrækt, 10% í sojaræktun og 4% í maísræktun. Ræktun erfðabreyttra lífvera hefur aukið eiturefnanotkun sem kann að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir lýðheilsu. Rannsókn sem gerð var á vegum Sherbrooke háskólasjúkrahússins í Kanada greindi þrjár tegundir eiturefna sem tengjast ræktun erfðabreyttra plantna í blóðsermi kvenna. Glyphosate og gluphosinate sem notuð eru til illgresiseyðingar í ræktun Ht-plantna og Bt-eitur úr Bt-plöntum fundust í blóðsermi óþungaðra kvenna. Þá fannst Bt-eitur í blóðsermi ófrískra kvenna og fóstra þeirra. Þetta varpar skugga á áhættumat EFSA sem jafnan hefur haldið því fram að Bt-eiturprótein brotni niður við meltingu erfðabreyttra matvæla. Kanadíska rannsóknin bendir til þess að próteinið í heild, ekki bara brot af DNA, komist í gegnum meltingarveginn og inn í blóðið. Nú er mikilvægt að EFSA endurskoði aðferðir sínar við áhættumat og að sjálfstæðir vísindamenn verði fengnir til að rannsaka heilsufarsáhrif þess að glyphosate, glufosinate og Bt-eitur berist í blóð neytenda.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun