Ábyrgð fyrirtækja 3. desember 2011 06:00 Mikið hefur verið rætt um ábyrgð hluthafa á fyrirtækjum sínum. Takmörkuð ábyrgð hefur oft verið talin af hagfræðingum vera besta uppfinning síðari ára en hún ýtir undir nýsköpun í samfélaginu. Þó er það barnaskapur að átta sig ekki á því að á henni eru vankantar, mýmörg dæmi eru um að eitt félag í eigu ákveðinna aðila fer í þrot og lætur eftir sig milljarða skuldir meðan annað félag er skilið eftir. Eða dæmi þar sem eignir eru færðar á milli og skuldir skildar eftir. Hér þarf greinilega að finna einhverja málamiðlun. Í 67. grein ársreikningalaga er móðurfélögum gert skylt að semja samstæðureikning fyrir öll dótturfélög sín, óháð því hvar þau eru skráð. Móðurfélag er svo skilgreint meðal annars sem félag sem á eignarhlut í öðru félagi og hefur ákvörðunarvald um rekstur og fjárhagslega stjórn þess. Skilgreining á móðurfélagi er frekar þröng og því ekki mikil hætta á að slíkt félag sé skikkað til að gera samstæðureikningsskil hafi það ekki raunverulega stjórn á öðrum félögum innan samstæðunnar. Ef eitthvað er, þá er það á hinn veginn. Nú vil ég kynna til sögunnar hugtak sem ég hef ekki heyrt nefnt áður, samstæðuábyrgð. Í því felst að ef félag í þinni samstæðu fer í þrot, mun hlutfall af skuld félagsins sem samsvarar eignarhluta þínum færast yfir á eignarhluti þína í samstæðunni. Það er, ef þú átt 100% í félagi A sem fer í þrot og skilur eftir sig 10 milljarða í skuldir, en þú átt 50% í félagi B, sem er metið á 50 milljarða, missirðu 40% af eignarhlut þínum í félagi B til kröfuhafa félags A. Önnur breyting á hluthafalögum varðar færslu eigna, óheimilt sé að flytja eignir úr félagi A í félag B og meta það aðeins á 2% af raunvirði. Erfitt er að útfæra þetta þar sem raunvirði er oft óþekkt og aðeins mat þeirra sem að viðskiptunum koma, ásamt því að ef það þyrfti að kalla til óháðan matsmann við öll viðskipti milli lögaðila kæmi þar til sögunnar óheyrilegur kostnaður á íslenskt athafnalíf. Tvær heimildir ættu að vera kynntar til sögunnar: 1. Að Fjármálaeftirlitið geti upp á sitt eindæmi og án frekari rökstuðnings krafist allra gagna frá hlutaðeigandi aðilum varðandi söluna og hvernig eignir voru verðmetnar og skipað óháðan matsmann til að verðmeta eignirnar. Ef verulegar aðfinnslur koma í ljós hefur Fjármálaeftirlitið heimild til að rifta kaupunum. 2. Að kröfuhafar þeirra fyrirtækja sem standa að viðskiptunum geta farið fram á við Fjármálaeftirlitið að það kalli til sín þau gögn sem teljast nauðsynleg og skipi matsmann til að verðmeta eignirnar líkt og í lið eitt. Báðar þessar heimildir þyrftu að hafa þröngan tímaramma enda geta lögaðilar ekki beðið mánuðum saman eftir að viðskipti eiga sér stað hvort FME eða kröfuhafar efist um lögmæti gjörningana. Ef viðskiptin eru af þeim mælikvarða að óvissa, jafnvel í stuttan tíma, sé fjárhagslega skaðleg fyrir þá aðila sem koma að sölunni geta þeir óskað eftir því að FME kalli til matsmann áður en salan á sér stað. Ef sá matsmaður kemst að því að eðlilega hafi verið staðið að öllu missa bæði FME og kröfuhafar þá rétti sem nefndir voru í grein eitt og tvö. Engin þessara hugmynda er gallalaus, enda er það svo þegar litið er til svo stórra málefna sem snerta svo marga að það er ómögulegt að koma með gallalausa útfærslu. Vel má vera að heimildir fyrir einhverju af þessu séu núna í gildandi lögum enda er höfundur ekki lögmenntaður, en ef svo er virðist vera skortur á framkvæmd. KVÓT : Enda er það svo þegar litið er til svo stórra málefna sem snerta svo marga að það er ómögulegt að koma með gallalausa útfærslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um ábyrgð hluthafa á fyrirtækjum sínum. Takmörkuð ábyrgð hefur oft verið talin af hagfræðingum vera besta uppfinning síðari ára en hún ýtir undir nýsköpun í samfélaginu. Þó er það barnaskapur að átta sig ekki á því að á henni eru vankantar, mýmörg dæmi eru um að eitt félag í eigu ákveðinna aðila fer í þrot og lætur eftir sig milljarða skuldir meðan annað félag er skilið eftir. Eða dæmi þar sem eignir eru færðar á milli og skuldir skildar eftir. Hér þarf greinilega að finna einhverja málamiðlun. Í 67. grein ársreikningalaga er móðurfélögum gert skylt að semja samstæðureikning fyrir öll dótturfélög sín, óháð því hvar þau eru skráð. Móðurfélag er svo skilgreint meðal annars sem félag sem á eignarhlut í öðru félagi og hefur ákvörðunarvald um rekstur og fjárhagslega stjórn þess. Skilgreining á móðurfélagi er frekar þröng og því ekki mikil hætta á að slíkt félag sé skikkað til að gera samstæðureikningsskil hafi það ekki raunverulega stjórn á öðrum félögum innan samstæðunnar. Ef eitthvað er, þá er það á hinn veginn. Nú vil ég kynna til sögunnar hugtak sem ég hef ekki heyrt nefnt áður, samstæðuábyrgð. Í því felst að ef félag í þinni samstæðu fer í þrot, mun hlutfall af skuld félagsins sem samsvarar eignarhluta þínum færast yfir á eignarhluti þína í samstæðunni. Það er, ef þú átt 100% í félagi A sem fer í þrot og skilur eftir sig 10 milljarða í skuldir, en þú átt 50% í félagi B, sem er metið á 50 milljarða, missirðu 40% af eignarhlut þínum í félagi B til kröfuhafa félags A. Önnur breyting á hluthafalögum varðar færslu eigna, óheimilt sé að flytja eignir úr félagi A í félag B og meta það aðeins á 2% af raunvirði. Erfitt er að útfæra þetta þar sem raunvirði er oft óþekkt og aðeins mat þeirra sem að viðskiptunum koma, ásamt því að ef það þyrfti að kalla til óháðan matsmann við öll viðskipti milli lögaðila kæmi þar til sögunnar óheyrilegur kostnaður á íslenskt athafnalíf. Tvær heimildir ættu að vera kynntar til sögunnar: 1. Að Fjármálaeftirlitið geti upp á sitt eindæmi og án frekari rökstuðnings krafist allra gagna frá hlutaðeigandi aðilum varðandi söluna og hvernig eignir voru verðmetnar og skipað óháðan matsmann til að verðmeta eignirnar. Ef verulegar aðfinnslur koma í ljós hefur Fjármálaeftirlitið heimild til að rifta kaupunum. 2. Að kröfuhafar þeirra fyrirtækja sem standa að viðskiptunum geta farið fram á við Fjármálaeftirlitið að það kalli til sín þau gögn sem teljast nauðsynleg og skipi matsmann til að verðmeta eignirnar líkt og í lið eitt. Báðar þessar heimildir þyrftu að hafa þröngan tímaramma enda geta lögaðilar ekki beðið mánuðum saman eftir að viðskipti eiga sér stað hvort FME eða kröfuhafar efist um lögmæti gjörningana. Ef viðskiptin eru af þeim mælikvarða að óvissa, jafnvel í stuttan tíma, sé fjárhagslega skaðleg fyrir þá aðila sem koma að sölunni geta þeir óskað eftir því að FME kalli til matsmann áður en salan á sér stað. Ef sá matsmaður kemst að því að eðlilega hafi verið staðið að öllu missa bæði FME og kröfuhafar þá rétti sem nefndir voru í grein eitt og tvö. Engin þessara hugmynda er gallalaus, enda er það svo þegar litið er til svo stórra málefna sem snerta svo marga að það er ómögulegt að koma með gallalausa útfærslu. Vel má vera að heimildir fyrir einhverju af þessu séu núna í gildandi lögum enda er höfundur ekki lögmenntaður, en ef svo er virðist vera skortur á framkvæmd. KVÓT : Enda er það svo þegar litið er til svo stórra málefna sem snerta svo marga að það er ómögulegt að koma með gallalausa útfærslu.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun