Opna nýja verslun á Laugavegi 3. desember 2011 16:00 Verzlunarfjelagið Svava Halldórsdóttir og Kolbrún Amanda Hasan opna Verslunarfjelagið þar sem hönnuðum býðst að selja vörur sínar í miðbænum í desember.Fréttablaðið/gva „Það jafnast ekkert á við jólastemminguna í miðbænum í desember svo við erum að opna á besta tíma,“ segir Svava Halldórsdóttir fatahönnuður um búðina Verzlunarfjelagið sem opnar á næstu dögum á Laugaveginum. Svava stendur á bak við búðina ásamt vinkonu sinni, Kolbrúnu Amöndu Hasan, en báðar eru þær menntaðir fatahönnuðir frá Ítalíu og Listaháskóla Íslands og hanna barnafatnað saman. „Hugmyndin að búðinni kom vegna þess að okkur gekk illa að koma barnafatamerkinu okkar í sölu í búðum og fannst vanta fleiri hönnunarbúðir á markaðinn. Þetta er frekar þröngur heimur hérna á Íslandi og stundum erfitt að komast að,“ segir Svava en hugmyndin er að hönnuðir komi fyrir bás í verslunarplássinu og selji sínar vörur beint til viðskiptavina yfir þennan háannatíma. „Þetta er ekkert ósvipað pop-up mörkuðum þar sem hægt er að kaupa vöruna beint frá hönnuðinum nema verslunin verður opin á hverjum degi í lengri tíma.“ Verzlunarfjelagið verður opið í sex vikur og var Svava nýbúin að taka við lyklunum á 250 fm verslunarhúsnæði á Laugavegi 95 þegar Fréttablaðið náði af henni tali. „Við stefnum á að búa til notalega stemmingu hérna með kaffisölu og alls konar menningarlegum uppákomum eins og tónlistaratriðum og upplestrum frá rithöfundum,“ segir Svava. Þær taka ennþá við umsóknum frá hönnuðum sem vilja selja sínar vörur í miðbænum í desember og hægt er að senda þeim póst á takaskrefid@gmail.com. - áp Lífið Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
„Það jafnast ekkert á við jólastemminguna í miðbænum í desember svo við erum að opna á besta tíma,“ segir Svava Halldórsdóttir fatahönnuður um búðina Verzlunarfjelagið sem opnar á næstu dögum á Laugaveginum. Svava stendur á bak við búðina ásamt vinkonu sinni, Kolbrúnu Amöndu Hasan, en báðar eru þær menntaðir fatahönnuðir frá Ítalíu og Listaháskóla Íslands og hanna barnafatnað saman. „Hugmyndin að búðinni kom vegna þess að okkur gekk illa að koma barnafatamerkinu okkar í sölu í búðum og fannst vanta fleiri hönnunarbúðir á markaðinn. Þetta er frekar þröngur heimur hérna á Íslandi og stundum erfitt að komast að,“ segir Svava en hugmyndin er að hönnuðir komi fyrir bás í verslunarplássinu og selji sínar vörur beint til viðskiptavina yfir þennan háannatíma. „Þetta er ekkert ósvipað pop-up mörkuðum þar sem hægt er að kaupa vöruna beint frá hönnuðinum nema verslunin verður opin á hverjum degi í lengri tíma.“ Verzlunarfjelagið verður opið í sex vikur og var Svava nýbúin að taka við lyklunum á 250 fm verslunarhúsnæði á Laugavegi 95 þegar Fréttablaðið náði af henni tali. „Við stefnum á að búa til notalega stemmingu hérna með kaffisölu og alls konar menningarlegum uppákomum eins og tónlistaratriðum og upplestrum frá rithöfundum,“ segir Svava. Þær taka ennþá við umsóknum frá hönnuðum sem vilja selja sínar vörur í miðbænum í desember og hægt er að senda þeim póst á takaskrefid@gmail.com. - áp
Lífið Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira