Út fyrir endimörk alheimsins 2. desember 2011 06:00 Á sama tíma og fjárfesting í íslensku hagkerfi er í sögulegu lágmarki, um 10% af VLF, hið opinbera berst í bökkum og atvinnuleysi er í hæstu hæðum, þá berast merkileg tíðindi úr Reykjavíkurhreppi (svo ég tileinki mér tungutak ritstjóra Skarps): Kínverji nokkur fær ekki að kaupa land, því jú hann er víst frá Kína. Af því að Íslendingar eru einmitt svo miklir snillingar, sérstaklega þeir sem hafa braskað með stórar fúlgur fjár (og lönd!), að þeir einir eru hæfir til að eiga land! Er einhver að kvarta?Þingeyingar eru ekki gjarnir á að kvarta, setja heldur hausinn undir sig og þumbast áfram í atgangi sínum við firrtan veruleikann í formi kontórista, SAS (sérfræðingum að sunnan) eða þeim allra erfiðustu: „vel meinandi“ stjórnmálamönnum. Nú er búið að stoppa það að reist verði álver við Bakka, sem hefði verið með öllu hátt í 200 milljarða innspýting í hagkerfið. Það á að stoppa orkunýtingu á svæðinu með friðlýsingum og umhverfismati eins og framast er unnt. Nefndarmenn berja í borð og heimta aftur og aftur arðsemismat á Vaðlaheiðargöngum, tala um „sjálfbærni“ án þess að virðast skilja orðið auk þess sem títtnefndir nefndarmenn hafa sjaldan eða aldrei fyrr haft áhuga á því hvað sé efnahagslega fýsilegt fyrir þjóðina, hvorki í nútíð né framtíð! Niðurskurður á uppskurðum!Í fjárlögum 2012 er gert ráð fyrir þvílíkum niðurskurði hjá HSÞ umfram aðrar heilbrigðisstofnanir að jaðrar við ofstæki (sjá skýrslu Capacent). Ég gæti haldið áfram: hver man eftir kísiliðjunni við Mývatn sem var markvisst herjað á uns hún lagði upp laupana? Nóg af upptalningu: allur fjandinn hefur verið reyndur og framkvæmdur í Þingeyjarsýslum. Þessi nýjustu tíðindi úr Reykjavíkurhreppi eru víst bara enn ein fjöður í vel skrýddan hatt ríkisstjórnar Steinhönnu. Einelti ?Hver er tilgangur þess að leggja sífellt stein í götu uppbyggingar í Þingeyjarsýslum. Hefur það tilgang? En verið alveg róleg, þetta er að takast: það hefur fækkað um 1.000 manns á svæðinu á síðustu 15 árum. Einungis um 5.500 hræður eru eftir í Þingeyjarsýslum! Ef fram heldur sem horfir verðum við hætt að ónáða tilvist ykkar um miðja öldina. Og ekki er ólíklegt að það takist því nú hefst leitin fyrir alvöru, leitin að einhverju öðru en öðru… Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Á sama tíma og fjárfesting í íslensku hagkerfi er í sögulegu lágmarki, um 10% af VLF, hið opinbera berst í bökkum og atvinnuleysi er í hæstu hæðum, þá berast merkileg tíðindi úr Reykjavíkurhreppi (svo ég tileinki mér tungutak ritstjóra Skarps): Kínverji nokkur fær ekki að kaupa land, því jú hann er víst frá Kína. Af því að Íslendingar eru einmitt svo miklir snillingar, sérstaklega þeir sem hafa braskað með stórar fúlgur fjár (og lönd!), að þeir einir eru hæfir til að eiga land! Er einhver að kvarta?Þingeyingar eru ekki gjarnir á að kvarta, setja heldur hausinn undir sig og þumbast áfram í atgangi sínum við firrtan veruleikann í formi kontórista, SAS (sérfræðingum að sunnan) eða þeim allra erfiðustu: „vel meinandi“ stjórnmálamönnum. Nú er búið að stoppa það að reist verði álver við Bakka, sem hefði verið með öllu hátt í 200 milljarða innspýting í hagkerfið. Það á að stoppa orkunýtingu á svæðinu með friðlýsingum og umhverfismati eins og framast er unnt. Nefndarmenn berja í borð og heimta aftur og aftur arðsemismat á Vaðlaheiðargöngum, tala um „sjálfbærni“ án þess að virðast skilja orðið auk þess sem títtnefndir nefndarmenn hafa sjaldan eða aldrei fyrr haft áhuga á því hvað sé efnahagslega fýsilegt fyrir þjóðina, hvorki í nútíð né framtíð! Niðurskurður á uppskurðum!Í fjárlögum 2012 er gert ráð fyrir þvílíkum niðurskurði hjá HSÞ umfram aðrar heilbrigðisstofnanir að jaðrar við ofstæki (sjá skýrslu Capacent). Ég gæti haldið áfram: hver man eftir kísiliðjunni við Mývatn sem var markvisst herjað á uns hún lagði upp laupana? Nóg af upptalningu: allur fjandinn hefur verið reyndur og framkvæmdur í Þingeyjarsýslum. Þessi nýjustu tíðindi úr Reykjavíkurhreppi eru víst bara enn ein fjöður í vel skrýddan hatt ríkisstjórnar Steinhönnu. Einelti ?Hver er tilgangur þess að leggja sífellt stein í götu uppbyggingar í Þingeyjarsýslum. Hefur það tilgang? En verið alveg róleg, þetta er að takast: það hefur fækkað um 1.000 manns á svæðinu á síðustu 15 árum. Einungis um 5.500 hræður eru eftir í Þingeyjarsýslum! Ef fram heldur sem horfir verðum við hætt að ónáða tilvist ykkar um miðja öldina. Og ekki er ólíklegt að það takist því nú hefst leitin fyrir alvöru, leitin að einhverju öðru en öðru…
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar