Skráning stjórnmálaskoðana Haukur Arnþórsson skrifar 30. nóvember 2011 06:00 Fræðimenn hafa skrifað nokkuð um gagnsæi og hlutverk samþættra upplýsinga í samfélaginu og hvernig þessi hugtök hafa áhrif á persónuvernd og hafa slík fræði verið kennd við stjórnmáladeild HÍ. Þeir setja gjarnan fram að vega og meta þurfi persónuverndaráhættu í hverju og einu tilviki og hafa til hliðsjónar hlutverk og samfélagslegt gagn persónugreinanlegrar skráningar á upplýsingum. Það er að meta á málefnalegan hátt mikilvægi nýrrar skráningar á móti minni persónuvernd. Betri ReykjavíkNú liggur fyrir að skráning Íbúa á stjórnmálaskoðunum almennings á vefnum Betri Reykjavík, þjónar ekki þeim tilgangi sem upphaflega var kynntur. Í viðtali við forstjóra Íbúa í Speglinum á rás 1 í sl. viku ítrekaði hann að enda þótt Reykjavíkurborg tæki mál á dagskrá ráða á grundvelli þessarar kosninga geta allir íbúar komið málum eftir öðrum leiðum á dagskrá þeirra, t.d. með því að senda bréf til þeirra. Þetta staðfesti borgarlögmaður í símtali við greinarhöfund. Þetta er sennilega gert vegna þess að val með netkosningu lítur ekki vel út fyrir stjórnkerfi borgarinnar, sérstaklega er möguleikinn að kjósa á móti máli sérkennilegur og getur unnið gegn minnihlutahópum. Þá er netkosning ekki málefnaleg leið við val mála og málshefjenda. Úr því að forstjóri Íbúa og forsvarsmenn Reykjavíkurborgar leggja á það áherslu að íbúar borgarinnar geti farið aðrar leiðir við að koma málum á dagskrá í stjórnkerfi borgarinnar þá má spyrja sig: Af hverju er boðið upp á nákvæma kosningu á vefnum og þar með skráningu á stjórnmálaskoðunum almennings með tilheyrandi persónuverndaráhættu ef hún þjónar litlum eða engum tilgangi? Svo gæti virst að eina hlutverk skráningarinnar sé að kortleggja stjórnmálalegan vilja íbúanna nákvæmlega í gagnagrunnum félagsins. Betra ÍslandSkráning skoðana á vefnum Betra Ísland hefur ekki verið réttlætt með neinu móti. Minnt skal á að þar er hægt að kjósa um flest eða öll mál sem liggja fyrir Alþingi. Þau mál eru oft lögð fram eftir flokkslínum. Önnur mál eru einnig lögð fram á vefnum. Á grundvelli skráningar hans geta Íbúar því gert ennþá nákvæmari prófíl af notendum hans en á vefnum Betri Reykjavík. Þeir geta m.a. greint stuðning við einstaka stjórnmálaflokka, með því að skoða afstöðu fylgismanna þeirra til þingmála og hvernig þeir bregðast við öðrum landsmálum. Ef notendur eru á báðum vefjunum má samkeyra upplýsingar þeirra og fæst þá fram einstök mynd af stjórnmálavilja Reykvíkinga. Þannig getur Betra Ísland stóraukið persónuverndaráhættuna af rekstri Betri Reykjavíkur. Stuðningur eða andstaða á vefjunum við mál hefur lítið eða ekkert lýðræðislegt gildi og gefur ákvörðunum ekki aukið lögmæti, hefur ekki beinan tilgang og netkosningin virðist því hreinn samkvæmisleikur. Við mat á ávinningi af kosningum á vefjunum hlýtur að koma í ljós að afar dýrt sé að skrá stjórnmálaskoðanir almennings kerfisbundið sé miðað við persónuverndarsjónarmið og opna með því móti möguleika á gerð nákvæms prófíls af þeim, samanborið við það samfélagslega gagn sem skráningin gerir. Kosningunni á vefjunum þyrfti því að hætta sem fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Fræðimenn hafa skrifað nokkuð um gagnsæi og hlutverk samþættra upplýsinga í samfélaginu og hvernig þessi hugtök hafa áhrif á persónuvernd og hafa slík fræði verið kennd við stjórnmáladeild HÍ. Þeir setja gjarnan fram að vega og meta þurfi persónuverndaráhættu í hverju og einu tilviki og hafa til hliðsjónar hlutverk og samfélagslegt gagn persónugreinanlegrar skráningar á upplýsingum. Það er að meta á málefnalegan hátt mikilvægi nýrrar skráningar á móti minni persónuvernd. Betri ReykjavíkNú liggur fyrir að skráning Íbúa á stjórnmálaskoðunum almennings á vefnum Betri Reykjavík, þjónar ekki þeim tilgangi sem upphaflega var kynntur. Í viðtali við forstjóra Íbúa í Speglinum á rás 1 í sl. viku ítrekaði hann að enda þótt Reykjavíkurborg tæki mál á dagskrá ráða á grundvelli þessarar kosninga geta allir íbúar komið málum eftir öðrum leiðum á dagskrá þeirra, t.d. með því að senda bréf til þeirra. Þetta staðfesti borgarlögmaður í símtali við greinarhöfund. Þetta er sennilega gert vegna þess að val með netkosningu lítur ekki vel út fyrir stjórnkerfi borgarinnar, sérstaklega er möguleikinn að kjósa á móti máli sérkennilegur og getur unnið gegn minnihlutahópum. Þá er netkosning ekki málefnaleg leið við val mála og málshefjenda. Úr því að forstjóri Íbúa og forsvarsmenn Reykjavíkurborgar leggja á það áherslu að íbúar borgarinnar geti farið aðrar leiðir við að koma málum á dagskrá í stjórnkerfi borgarinnar þá má spyrja sig: Af hverju er boðið upp á nákvæma kosningu á vefnum og þar með skráningu á stjórnmálaskoðunum almennings með tilheyrandi persónuverndaráhættu ef hún þjónar litlum eða engum tilgangi? Svo gæti virst að eina hlutverk skráningarinnar sé að kortleggja stjórnmálalegan vilja íbúanna nákvæmlega í gagnagrunnum félagsins. Betra ÍslandSkráning skoðana á vefnum Betra Ísland hefur ekki verið réttlætt með neinu móti. Minnt skal á að þar er hægt að kjósa um flest eða öll mál sem liggja fyrir Alþingi. Þau mál eru oft lögð fram eftir flokkslínum. Önnur mál eru einnig lögð fram á vefnum. Á grundvelli skráningar hans geta Íbúar því gert ennþá nákvæmari prófíl af notendum hans en á vefnum Betri Reykjavík. Þeir geta m.a. greint stuðning við einstaka stjórnmálaflokka, með því að skoða afstöðu fylgismanna þeirra til þingmála og hvernig þeir bregðast við öðrum landsmálum. Ef notendur eru á báðum vefjunum má samkeyra upplýsingar þeirra og fæst þá fram einstök mynd af stjórnmálavilja Reykvíkinga. Þannig getur Betra Ísland stóraukið persónuverndaráhættuna af rekstri Betri Reykjavíkur. Stuðningur eða andstaða á vefjunum við mál hefur lítið eða ekkert lýðræðislegt gildi og gefur ákvörðunum ekki aukið lögmæti, hefur ekki beinan tilgang og netkosningin virðist því hreinn samkvæmisleikur. Við mat á ávinningi af kosningum á vefjunum hlýtur að koma í ljós að afar dýrt sé að skrá stjórnmálaskoðanir almennings kerfisbundið sé miðað við persónuverndarsjónarmið og opna með því móti möguleika á gerð nákvæms prófíls af þeim, samanborið við það samfélagslega gagn sem skráningin gerir. Kosningunni á vefjunum þyrfti því að hætta sem fyrst.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun