Palestína - verkin tala Össur Skarphéðinsson skrifar 29. nóvember 2011 06:00 Í dag verða greidd atkvæði á Alþingi um tillögu mína um að Ísland viðurkenni sjálfstæði og fullveldi Palestínu miðað við landamærin eins og þau voru fyrir 1967. Tillagan var lögð fram með einróma samþykki stjórnarflokkanna, Samfylkingar og Vinstri-Grænna. Eftir vinnslu hennar í utanríkismálanefnd undir styrkri forystu Árna Þórs Sigurðssonar formanns er hún einnig studd af Hreyfingunni og Framsóknarflokknum. Það er þeim flokkum til mikils sóma. Daglega eru brotin mannréttindi í Palestínu. Land þeirra er hersetið. Gaza er haldið í herkví í trássi við alþjóðleg mannúðarlög. Vesturbakkinn er sundurristur af háum múrveggjum sem tálma almenningi aðgengi að ökrum sínum. Skipulega ræna Ísraelsmenn þá landi, ekki síst til að sölsa undir sig lífsnauðsynleg vatnsból. Desmond Tutu, erkibiskupinn suður-afríski, hefur líkt stefnu Ísraela gagnvart Palestínumönnum sem aðskilnaðarstefnu. Ísland er fyrsta landið úr hópi gróinna lýðræðisríkja Vesturlanda sem viðurkennir fullveldi Palestínu. Við erum fyrst Norðurlandanna til að stíga þetta sögulega skref. Fyrir baráttu Palestínu, sem helst skortir stuðning ríkja á Vesturlöndum, skiptir það gríðarlega miklu máli að Ísland, sem er stofnþjóð að Atlantshafsbandalaginu, og umsóknarríki að Evrópusambandinu, viðurkenni fullveldi ríkisins. Ég hef sem utanríkisráðherra farið víða til að tala máli Palestínumanna. Mörgum sinnum með þungyrtum ræðum á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, á fundum norrænna utanríkisráðherra, hjá EFTA, og í EES-ráðinu. Ótaldir eru þá fjölmargir tvíhliða fundir þar sem ég hef tekið málstað þeirra upp. Þar er ógleymanlegastur fundur með tyrkneska utanríkisráðherranum, Achmed Davitoglu, sem reyndist ráðagóður. Ferð mín fyrr á árinu til Gaza, Vesturbakkans og Austur-Jerúsalem var farin eingöngu til að styrkja málstað Palestínu. Næsti áfangastaður í stuðningsför Íslands við Palestínu er á Alþingi í dag, þegar tillaga um viðurkenningu á fullveldi hennar verður lögð undir atkvæði. Orð eru vissulega til alls fyrst. Nú tala verkin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Össur Skarphéðinsson Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Í dag verða greidd atkvæði á Alþingi um tillögu mína um að Ísland viðurkenni sjálfstæði og fullveldi Palestínu miðað við landamærin eins og þau voru fyrir 1967. Tillagan var lögð fram með einróma samþykki stjórnarflokkanna, Samfylkingar og Vinstri-Grænna. Eftir vinnslu hennar í utanríkismálanefnd undir styrkri forystu Árna Þórs Sigurðssonar formanns er hún einnig studd af Hreyfingunni og Framsóknarflokknum. Það er þeim flokkum til mikils sóma. Daglega eru brotin mannréttindi í Palestínu. Land þeirra er hersetið. Gaza er haldið í herkví í trássi við alþjóðleg mannúðarlög. Vesturbakkinn er sundurristur af háum múrveggjum sem tálma almenningi aðgengi að ökrum sínum. Skipulega ræna Ísraelsmenn þá landi, ekki síst til að sölsa undir sig lífsnauðsynleg vatnsból. Desmond Tutu, erkibiskupinn suður-afríski, hefur líkt stefnu Ísraela gagnvart Palestínumönnum sem aðskilnaðarstefnu. Ísland er fyrsta landið úr hópi gróinna lýðræðisríkja Vesturlanda sem viðurkennir fullveldi Palestínu. Við erum fyrst Norðurlandanna til að stíga þetta sögulega skref. Fyrir baráttu Palestínu, sem helst skortir stuðning ríkja á Vesturlöndum, skiptir það gríðarlega miklu máli að Ísland, sem er stofnþjóð að Atlantshafsbandalaginu, og umsóknarríki að Evrópusambandinu, viðurkenni fullveldi ríkisins. Ég hef sem utanríkisráðherra farið víða til að tala máli Palestínumanna. Mörgum sinnum með þungyrtum ræðum á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, á fundum norrænna utanríkisráðherra, hjá EFTA, og í EES-ráðinu. Ótaldir eru þá fjölmargir tvíhliða fundir þar sem ég hef tekið málstað þeirra upp. Þar er ógleymanlegastur fundur með tyrkneska utanríkisráðherranum, Achmed Davitoglu, sem reyndist ráðagóður. Ferð mín fyrr á árinu til Gaza, Vesturbakkans og Austur-Jerúsalem var farin eingöngu til að styrkja málstað Palestínu. Næsti áfangastaður í stuðningsför Íslands við Palestínu er á Alþingi í dag, þegar tillaga um viðurkenningu á fullveldi hennar verður lögð undir atkvæði. Orð eru vissulega til alls fyrst. Nú tala verkin.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar