Af hverju varð náttúran útundan? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 25. nóvember 2011 06:00 Raunasaga Náttúrugripasafns Íslands, sem rakin var í fréttaskýringu í Fréttablaðinu í gær, er með miklum ólíkindum. Til safnsins var stofnað fyrir rúmum 120 árum, en það hefur aldrei fengið húsnæði við hæfi. Næst komst það því líklega að verða jafnsett öðrum höfuðsöfnum landsins þegar það fékk inni í nýbyggðu safnahúsi við Hverfisgötu árið 1908 ásamt Landsbókasafni, Þjóðskjalasafni og Forngripasafni, sem síðar varð Þjóðminjasafn. Hin söfnin hafa fyrir löngu fengið glæsilegt framtíðarhúsnæði. Vegur Náttúrugripasafnsins hefur hins vegar farið sífellt minnkandi eftir að Hið íslenzka náttúrufræðafélag afhenti það ríkinu til varðveizlu árið 1947. Eins og fram kom í blaðinu í gær hafa sautján nefndir fjallað um málefni safnsins; því hafa margoft verið ætlaðar lóðir, einkaleyfi Happdrættis Háskólans var einu sinni framlengt með því skilyrði að byggt yrði yfir Náttúrugripasafnið, því hefur með lögum verið fengið umfangsmikið og metnaðarfullt hlutverk – en það hefur aldrei fengið húsnæði við hæfi. Áratugum saman kúldraðist safnið í pínulitlum sal við Hlemm. Um svipað leyti og ómetanlegir gripir í eigu safnsins, þar á meðal hamir af sjaldgæfum fuglum, eyðilögðust í frystigeymslu úti í bæ af því að einhver tók af þeim rafmagnið, var safnkosturinn í tvígang hætt kominn vegna vatnsleka. Fyrir þremur árum var safninu pakkað niður og nú er það geymt í kjallara vestur í bæ. Þessi þróun mála er í rauninni óskiljanleg. Íslendingar eru stoltir af náttúru lands síns rétt eins og bókmenntunum, sögunni, myndlistinni og öllu hinu sem hefur fyrir löngu fengið gott safn. Öll möguleg söfn á vegum einkaaðila og sveitarfélaga hafa betri aðstöðu en Náttúrugripasafnið. Engin skynsamleg skýring er til á því af hverju náttúruminjarnar sitja á hakanum. Getur verið að það segi einhverja sögu um afstöðu stjórnvalda í allan þennan tíma til íslenzkrar náttúru? Öll vestræn ríki hafa byggt glæsileg náttúrugripasöfn, sem oft er stórkostleg upplifun að heimsækja. Að eiga slíkt safn er sama metnaðarmál fyrir sjálfstætt ríki og að eiga þjóðleikhús, þjóðminjasafn eða almennilega háskóla. Aðstæður í ríkisfjármálunum bjóða ekki upp á að ríkið byggi yfir Náttúrugripasafnið á næstu árum. Einhverjar af þeim bráðabirgðalausnum, sem nefndar voru í blaðinu í gær, þurfa að koma til. En næstu ár má nota til að móta stefnu til framtíðar um það hvar safninu skuli komið fyrir og hvernig, þannig að það fengi sómasamlegt húsnæði, til dæmis fyrir 150 ára afmælið! Í ljósi þess hvernig ríkisvaldinu hefur tekizt til að varðveita og sýna íslenzkar náttúruminjar mætti líka velta því fyrir sér hvort ástæða sé til að fá aftur almannasamtök og einkaaðila, ekki sízt í ferðaþjónustu, til að leggja safninu lið og taka þátt í að gera framtíðarsýnina að veruleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Raunasaga Náttúrugripasafns Íslands, sem rakin var í fréttaskýringu í Fréttablaðinu í gær, er með miklum ólíkindum. Til safnsins var stofnað fyrir rúmum 120 árum, en það hefur aldrei fengið húsnæði við hæfi. Næst komst það því líklega að verða jafnsett öðrum höfuðsöfnum landsins þegar það fékk inni í nýbyggðu safnahúsi við Hverfisgötu árið 1908 ásamt Landsbókasafni, Þjóðskjalasafni og Forngripasafni, sem síðar varð Þjóðminjasafn. Hin söfnin hafa fyrir löngu fengið glæsilegt framtíðarhúsnæði. Vegur Náttúrugripasafnsins hefur hins vegar farið sífellt minnkandi eftir að Hið íslenzka náttúrufræðafélag afhenti það ríkinu til varðveizlu árið 1947. Eins og fram kom í blaðinu í gær hafa sautján nefndir fjallað um málefni safnsins; því hafa margoft verið ætlaðar lóðir, einkaleyfi Happdrættis Háskólans var einu sinni framlengt með því skilyrði að byggt yrði yfir Náttúrugripasafnið, því hefur með lögum verið fengið umfangsmikið og metnaðarfullt hlutverk – en það hefur aldrei fengið húsnæði við hæfi. Áratugum saman kúldraðist safnið í pínulitlum sal við Hlemm. Um svipað leyti og ómetanlegir gripir í eigu safnsins, þar á meðal hamir af sjaldgæfum fuglum, eyðilögðust í frystigeymslu úti í bæ af því að einhver tók af þeim rafmagnið, var safnkosturinn í tvígang hætt kominn vegna vatnsleka. Fyrir þremur árum var safninu pakkað niður og nú er það geymt í kjallara vestur í bæ. Þessi þróun mála er í rauninni óskiljanleg. Íslendingar eru stoltir af náttúru lands síns rétt eins og bókmenntunum, sögunni, myndlistinni og öllu hinu sem hefur fyrir löngu fengið gott safn. Öll möguleg söfn á vegum einkaaðila og sveitarfélaga hafa betri aðstöðu en Náttúrugripasafnið. Engin skynsamleg skýring er til á því af hverju náttúruminjarnar sitja á hakanum. Getur verið að það segi einhverja sögu um afstöðu stjórnvalda í allan þennan tíma til íslenzkrar náttúru? Öll vestræn ríki hafa byggt glæsileg náttúrugripasöfn, sem oft er stórkostleg upplifun að heimsækja. Að eiga slíkt safn er sama metnaðarmál fyrir sjálfstætt ríki og að eiga þjóðleikhús, þjóðminjasafn eða almennilega háskóla. Aðstæður í ríkisfjármálunum bjóða ekki upp á að ríkið byggi yfir Náttúrugripasafnið á næstu árum. Einhverjar af þeim bráðabirgðalausnum, sem nefndar voru í blaðinu í gær, þurfa að koma til. En næstu ár má nota til að móta stefnu til framtíðar um það hvar safninu skuli komið fyrir og hvernig, þannig að það fengi sómasamlegt húsnæði, til dæmis fyrir 150 ára afmælið! Í ljósi þess hvernig ríkisvaldinu hefur tekizt til að varðveita og sýna íslenzkar náttúruminjar mætti líka velta því fyrir sér hvort ástæða sé til að fá aftur almannasamtök og einkaaðila, ekki sízt í ferðaþjónustu, til að leggja safninu lið og taka þátt í að gera framtíðarsýnina að veruleika.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun