Hefur aldrei hitt Íslending 11. nóvember 2011 18:00 Dj Neil Armstrong Þekkir ekkert til Íslands né íslenskrar tónlistar en ætlar að skemmta Íslendingum á Vegamótum í kvöld. Plötusnúðurinn Neil Armstrong kemur fram á Vegamótum í kvöld. Hann spilaði á tónleikaferðalagi Jay-Z um allan heim og hefur unnið með listamönnum á borð við Puff Daddy, Timbaland og Coldplay. Dj Neil Armstrong lendir á Íslandi í dag og treður upp á Vegamótum í kvöld ásamt Jay-O og Benna B-Ruff. Veislan byrjar klukkan 23 og það er ókeypis inn. Fréttablaðið heyrði stuttlega í Armstrong, sem er spenntur fyrir kvöldinu í kvöld. Jæja, Neil. Ertu eitthvað skyldur geimfaranum? „Nei, en ég var skírður eftir honum.“ Þú hefur ferðast um allan heim og troðið upp á mörgum flottum stöðum. Er þessi ferð til Íslands bara eins og hver annar dagur í vinnunni? „Ég hef fengið tækifæri til að koma fram sem plötusnúður í öllum heimsálfum nema á Suðurskautslandinu þannig að ferðalög eru næstum því daglegt brauð. En þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til Íslands svo ég er mjög spenntur að sjá hvernig það er.“ Hverju mega gestir á Vegamótum búast við frá þér í kvöld? „Ég er klárlega hipphopp/urban-plötusnúður út í gegn enda hef ég unnið með Jay-Z og túrað fyrir Adidas en það eru ýmsir stílar í gangi innan þeirrar stefnu. Þar má nefna „Old School“-sándið, sálarhlutann og nýlega dótið sem jaðrar við dans og teknó. Sem plötusnúður er maður að tala við áhorfendaskarann –fólkiðákveður í raun hvað er spilað en plötusnúðurinn þarf að reiða það fram með eigin persónulegu bragði. Fólkið getur klárlega búist við flottri tónlist og góðri skemmtun frá mér í kvöld.“ Þekkirðu eitthvað til íslenskrar tónlistar? „Þó að ég hafi ferðast víða hef ég aldrei hitt nokkurn mann frá Íslandi! Tónlist er þó alþjóðlegt tungumál og ég er spenntur að heyra hvað íslenska menningin býður upp á,“ segir Armstrong, sem kveðst ætla að skoða sig um sem ferðamaður í Reykjavík. Hann vonast jafnfram til þess að geta slappað af í heitri laug. Eitthvað að lokum? „Mér skilst að Íslendingar elski að skemmta sér þannig að ég vil hvetja þá til að koma í kvöld og fá að kynnast alvöru New York-menningu.“ hdm@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fleiri fréttir Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Sjá meira
Plötusnúðurinn Neil Armstrong kemur fram á Vegamótum í kvöld. Hann spilaði á tónleikaferðalagi Jay-Z um allan heim og hefur unnið með listamönnum á borð við Puff Daddy, Timbaland og Coldplay. Dj Neil Armstrong lendir á Íslandi í dag og treður upp á Vegamótum í kvöld ásamt Jay-O og Benna B-Ruff. Veislan byrjar klukkan 23 og það er ókeypis inn. Fréttablaðið heyrði stuttlega í Armstrong, sem er spenntur fyrir kvöldinu í kvöld. Jæja, Neil. Ertu eitthvað skyldur geimfaranum? „Nei, en ég var skírður eftir honum.“ Þú hefur ferðast um allan heim og troðið upp á mörgum flottum stöðum. Er þessi ferð til Íslands bara eins og hver annar dagur í vinnunni? „Ég hef fengið tækifæri til að koma fram sem plötusnúður í öllum heimsálfum nema á Suðurskautslandinu þannig að ferðalög eru næstum því daglegt brauð. En þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til Íslands svo ég er mjög spenntur að sjá hvernig það er.“ Hverju mega gestir á Vegamótum búast við frá þér í kvöld? „Ég er klárlega hipphopp/urban-plötusnúður út í gegn enda hef ég unnið með Jay-Z og túrað fyrir Adidas en það eru ýmsir stílar í gangi innan þeirrar stefnu. Þar má nefna „Old School“-sándið, sálarhlutann og nýlega dótið sem jaðrar við dans og teknó. Sem plötusnúður er maður að tala við áhorfendaskarann –fólkiðákveður í raun hvað er spilað en plötusnúðurinn þarf að reiða það fram með eigin persónulegu bragði. Fólkið getur klárlega búist við flottri tónlist og góðri skemmtun frá mér í kvöld.“ Þekkirðu eitthvað til íslenskrar tónlistar? „Þó að ég hafi ferðast víða hef ég aldrei hitt nokkurn mann frá Íslandi! Tónlist er þó alþjóðlegt tungumál og ég er spenntur að heyra hvað íslenska menningin býður upp á,“ segir Armstrong, sem kveðst ætla að skoða sig um sem ferðamaður í Reykjavík. Hann vonast jafnfram til þess að geta slappað af í heitri laug. Eitthvað að lokum? „Mér skilst að Íslendingar elski að skemmta sér þannig að ég vil hvetja þá til að koma í kvöld og fá að kynnast alvöru New York-menningu.“ hdm@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fleiri fréttir Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Sjá meira