Söngkonan Sigríður Thorlacius kemur fram á tónleikum í Kaldalóni í Hörpu á fimmtudagskvöld í næstu viku, hinn 17. nóvember, klukkan 20. Tónleikarnir marka enda á 100. afmælisári Alliance Française.
Sigríður mun syngja nokkrar fallegustu og þekktustu dægurlagaperlur Frakka frá árunum 1920-2011. Miðasala á tónleikana fer fram í Hörpu og á Miði.is.
