Dagrenning 9. nóvember 2011 06:00 Lifandi skelfingar ósköp er niðdimm þoka búin að umlykja Sjálfstæðisflokkinn undanfarin misseri: Seðlabankinn hættur að gefa út hin arðvænu Ástarbréf; Hannes Hólmsteinn leystur frá störfum sem ráðsmaður um fjármál og efnahagsmál ríkisins; Kjartani gert ómögulegt að stunda arðsöm viðskipti við S-menn um banka og verðbréf þeirra; bankaráð Seðlabanka séð eftir Helga horska í 15 – fimmtán- heimsreisur eftir að hann hafði starfað að gullgreftri um árabil; einkavinurinn Halldór Ásgrímsson flúinn úr landi, maðurinn sem stjórnaði flokki „sem getur verið stoltur af verkum sínum“, vann ávallt „eftir bestu sannfæringu“ og „samstarf hans og Davíðs Oddssonar í ríkisstjórn var þjóðinni einkar gæfuríkt“ svo vitnað sé orðrétt í Sjálfstæðisflokksþingmanninn Illuga Gunnarsson; og Finnur Ingólfsson að bíða eftir fundarlaunum vegna sjóðs Samvinnutrygginga, sem hann og félagar hans fundu á förnum vegi. Má raunar segja að „ragnarökur“ hafi gengið í garð í Valhöll Sjálfstæðisflokksins, eða eins og Snorri segir: „Sól mun sortna, sökkur fold í mar, hverfa af himni heiðar stjörnur.“ En nú mun „ragnarökur“ um þann garð gengið, eða eins og Hárr segir í Gylfaginningu: „Upp skýtur jörðinni þá úr sænum og er þá græn og fögr. Vaxa þá akrar ósánir.“ Kögunarhólsmaður Fréttablaðsins telur nú færi á að mynda nýjan pólitískan öxul með Sjálfstæðisflokki, Kögunarerfingja Framsóknarflokksins og Steingrími Samherjafóstra. Þegar uppeldisdóttir Valhallarmanna er sezt í formannsstól Sjálfstæðisflokksins munu uppalendur hennar taka við völdum á nýjan leik: Kjartan mun þá strax skipaður formaður bankaráðs Landsbanka Íslands til að einkavæða bankann á nýjan leik; Hólmsteinn settur seðlabankastjóri og undireins hafin hátíðarútgáfa Ástarbréfa; Helgi horski skipaður varaformaður á báðum stöðum; Halldór kallaður til landsins að annast úthlutun veiðileyfa án keypis, og endurreisa „Mónu“ á Hornafirði í von um frekari afskriftir; mælar Orkuveitu Reykjavíkur keyptir af Finni fyrir 100 – eitt hundrað- milljarða króna til þess sérstaklega að hann hafi undan ef krónan skyldi taka upp á að rýrna rétt eina ferðina enn. „Og þá verður bylting í ríki útvaldra,“ eins og Þórbergur segir í lok bréfs til Láru. Og kátt í hárri Val-höll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Lifandi skelfingar ósköp er niðdimm þoka búin að umlykja Sjálfstæðisflokkinn undanfarin misseri: Seðlabankinn hættur að gefa út hin arðvænu Ástarbréf; Hannes Hólmsteinn leystur frá störfum sem ráðsmaður um fjármál og efnahagsmál ríkisins; Kjartani gert ómögulegt að stunda arðsöm viðskipti við S-menn um banka og verðbréf þeirra; bankaráð Seðlabanka séð eftir Helga horska í 15 – fimmtán- heimsreisur eftir að hann hafði starfað að gullgreftri um árabil; einkavinurinn Halldór Ásgrímsson flúinn úr landi, maðurinn sem stjórnaði flokki „sem getur verið stoltur af verkum sínum“, vann ávallt „eftir bestu sannfæringu“ og „samstarf hans og Davíðs Oddssonar í ríkisstjórn var þjóðinni einkar gæfuríkt“ svo vitnað sé orðrétt í Sjálfstæðisflokksþingmanninn Illuga Gunnarsson; og Finnur Ingólfsson að bíða eftir fundarlaunum vegna sjóðs Samvinnutrygginga, sem hann og félagar hans fundu á förnum vegi. Má raunar segja að „ragnarökur“ hafi gengið í garð í Valhöll Sjálfstæðisflokksins, eða eins og Snorri segir: „Sól mun sortna, sökkur fold í mar, hverfa af himni heiðar stjörnur.“ En nú mun „ragnarökur“ um þann garð gengið, eða eins og Hárr segir í Gylfaginningu: „Upp skýtur jörðinni þá úr sænum og er þá græn og fögr. Vaxa þá akrar ósánir.“ Kögunarhólsmaður Fréttablaðsins telur nú færi á að mynda nýjan pólitískan öxul með Sjálfstæðisflokki, Kögunarerfingja Framsóknarflokksins og Steingrími Samherjafóstra. Þegar uppeldisdóttir Valhallarmanna er sezt í formannsstól Sjálfstæðisflokksins munu uppalendur hennar taka við völdum á nýjan leik: Kjartan mun þá strax skipaður formaður bankaráðs Landsbanka Íslands til að einkavæða bankann á nýjan leik; Hólmsteinn settur seðlabankastjóri og undireins hafin hátíðarútgáfa Ástarbréfa; Helgi horski skipaður varaformaður á báðum stöðum; Halldór kallaður til landsins að annast úthlutun veiðileyfa án keypis, og endurreisa „Mónu“ á Hornafirði í von um frekari afskriftir; mælar Orkuveitu Reykjavíkur keyptir af Finni fyrir 100 – eitt hundrað- milljarða króna til þess sérstaklega að hann hafi undan ef krónan skyldi taka upp á að rýrna rétt eina ferðina enn. „Og þá verður bylting í ríki útvaldra,“ eins og Þórbergur segir í lok bréfs til Láru. Og kátt í hárri Val-höll.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun