Fötin og sálin urðu óhrein 8. nóvember 2011 06:00 Lítil stúlka gengur í skólann með nýju skólatöskuna sína og í nýju úlpunni. Hún er svo glöð. Pabbi hennar hafði keypt þetta í útlöndum. Pabbi var svo góður og mamma líka. En gleðin hverfur á augabragði. Úr skúmaskotum þeytast einhverjir, hrinda henni, henda töskunni hennar undir bíl, hún verður óhrein, bæði fötin og sálin. Þetta er í minningu hennar fyrsta atvikið af mörgum í eineltissögunni. Árum saman mátti hún þola aðför, augngotur, útilokun og vinaleysi. Fleiri og fleiri tóku þátt í eineltinu. Hún vissi eiginlega aldrei af hverju. Smátt og smátt brotnaði sál hennar og sjálfstraustið hvarf. Hún varð smátt og smátt viss um að hún væri minna virði og ómerkilegri en aðrir. Fullorðinsár hennar hafa farið í að reyna að byggja upp sjálfstraustið og öðlast trú og traust á annað fólk. Sú leið var stundum þyrnum stráð. Stundum hittir hún einhvern sem tók þátt í eineltinu og hún á enn erfitt með að fyrirgefa. Í bernsku litlu stúlkunnar var ekki til neitt sem hét einelti og enginn vissi hvernig átti að bregðast við. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á einelti, skólar eru með eineltisáætlanir og almenningur er meðvitaður um að einelti á aldrei að líðast, því einelti er ofbeldi. Samt sem áður er einelti enn til staðar í skólum, á vinnustöðum og víðar. Á Degi gegn einelti, 8. nóvember, skulum við taka höndum saman og strengja þess heit öll sem eitt að leggja ekki aðra í einelti, að skipta okkur af og stöðva einelti, að hjálpa þeim sem hafa verið lagðir í einelti og síðast en ekki síst að stuðla að jákvæðum samskiptum og kærleika manna á meðal. Leyfum fjölbreytni mannslífsins að njóta sín. Barnaheill – Save the Children á Íslandi berjast fyrir rétti barna til verndar gegn hverskyns ofbeldi, þ.m.t. einelti. Á vefsíðunum, verndumborn.is og heyrumst.is, geta börn fengið fræðslu og upplýsingar um einelti og það hvert þau eigi að snúa sér. Það er að segja af litlu stúlkunni að hún hefur spjarað sig vel. Það er ekki síst að þakka þeim góða grunni sem hún hafði úr foreldrahúsum og þeim góðu vinum sem hún eignaðist síðar á ævinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Lítil stúlka gengur í skólann með nýju skólatöskuna sína og í nýju úlpunni. Hún er svo glöð. Pabbi hennar hafði keypt þetta í útlöndum. Pabbi var svo góður og mamma líka. En gleðin hverfur á augabragði. Úr skúmaskotum þeytast einhverjir, hrinda henni, henda töskunni hennar undir bíl, hún verður óhrein, bæði fötin og sálin. Þetta er í minningu hennar fyrsta atvikið af mörgum í eineltissögunni. Árum saman mátti hún þola aðför, augngotur, útilokun og vinaleysi. Fleiri og fleiri tóku þátt í eineltinu. Hún vissi eiginlega aldrei af hverju. Smátt og smátt brotnaði sál hennar og sjálfstraustið hvarf. Hún varð smátt og smátt viss um að hún væri minna virði og ómerkilegri en aðrir. Fullorðinsár hennar hafa farið í að reyna að byggja upp sjálfstraustið og öðlast trú og traust á annað fólk. Sú leið var stundum þyrnum stráð. Stundum hittir hún einhvern sem tók þátt í eineltinu og hún á enn erfitt með að fyrirgefa. Í bernsku litlu stúlkunnar var ekki til neitt sem hét einelti og enginn vissi hvernig átti að bregðast við. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á einelti, skólar eru með eineltisáætlanir og almenningur er meðvitaður um að einelti á aldrei að líðast, því einelti er ofbeldi. Samt sem áður er einelti enn til staðar í skólum, á vinnustöðum og víðar. Á Degi gegn einelti, 8. nóvember, skulum við taka höndum saman og strengja þess heit öll sem eitt að leggja ekki aðra í einelti, að skipta okkur af og stöðva einelti, að hjálpa þeim sem hafa verið lagðir í einelti og síðast en ekki síst að stuðla að jákvæðum samskiptum og kærleika manna á meðal. Leyfum fjölbreytni mannslífsins að njóta sín. Barnaheill – Save the Children á Íslandi berjast fyrir rétti barna til verndar gegn hverskyns ofbeldi, þ.m.t. einelti. Á vefsíðunum, verndumborn.is og heyrumst.is, geta börn fengið fræðslu og upplýsingar um einelti og það hvert þau eigi að snúa sér. Það er að segja af litlu stúlkunni að hún hefur spjarað sig vel. Það er ekki síst að þakka þeim góða grunni sem hún hafði úr foreldrahúsum og þeim góðu vinum sem hún eignaðist síðar á ævinni.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun