Fjarar undan litlum gjaldmiðlum 8. nóvember 2011 06:00 Mikið hefur verið ritað og rætt um gjaldeyrismál að undanförnu. Ástæðan er sú að það hriktir í undirstöðum efnahagskerfis heimsins og menn eru ekki sammála hvert stefnir. Undirritaður skrifaði stutta grein í Fréttablaðið fyrir skömmu þar sem ég benti á þá staðreynd að jafnvel öflugir gjaldmiðlar eins og svissneski frankinn eiga undir högg að sækja. Skúli Sveinsson lögfræðingur sá ástæðu til að svara þessari grein minni og taldi mig vera að lofsyngja evruna. Ekki veit ég hvernig hann les það út úr grein minni því ég bendi einungis á þá staðreynd að svissnesk yfirvöld telja sig ekki geta lengur haldið úti sjálfstæðum gjaldmiðli. Því hafi þeir ákveðið að tengja gjaldmiðil sinn við evruna til að tryggja samkeppnishæfni landsins. Hins vegar dreg ég engan dul á það að ég tel að hag okkar Íslendinga væri betur borgið með evru en með núverandi fyrirkomulagi. Ég er líka þess fullviss að evran mun lifa þessar hremmingar af og verða sterkari gjaldmiðill fyrir vikið. Sparsemi og fyrirhyggja Svisslendinga er á margan hátt til fyrirmyndar enda þekki ég það af eigin raun eftir að hafa búið þar í landi. Nú hafa svissnesk yfirvöld hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að breyta þurfi um stefnu því gamlar aðferðir dugi ekki í samþættu alþjóðlegu hagkerfi. Þess vegna er það dálítið skondið að Skúli vilji að við tökum upp gamlar aðferðir Svisslendinga að safna gríðarmiklum innlendum sparnaði til að standa við bakið á innlendum gjaldmiðli. Ekki þannig að ég hafi neitt á móti innlendum sparnaði en það er gríðarlega dýrt að halda úti stórum gjaldeyrisvarasjóði. Þar með værum við að binda mikla fjármuni sem væri betur varið til að byggja upp innlent atvinnulíf. Hin leiðin er að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru í kjölfarið. Þar með kæmumst við í skjól evrópska seðlabankans og nytum góðs af gjaldeyrisvarasjóði hans. Ýmsir hagfræðingar hafa spáð því að innan ekki margra áratuga verði einungis nokkrir gjaldmiðlar í gangi í heiminum. Þegar eru þreifingar í gangi varðandi aukið samstarf ríkja í S-Ameríku í efnahagsmálum og einnig ríkja í SA-Asíu. Of snemmt er spá um hve náið þetta samstarf verður en mér finnst ekki líklegt að íslensk króna verði ein af þeim myntum sem verði ofan á þegar gjaldmiðlar framtíðarinnar munu þróast á næstu áratugum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið ritað og rætt um gjaldeyrismál að undanförnu. Ástæðan er sú að það hriktir í undirstöðum efnahagskerfis heimsins og menn eru ekki sammála hvert stefnir. Undirritaður skrifaði stutta grein í Fréttablaðið fyrir skömmu þar sem ég benti á þá staðreynd að jafnvel öflugir gjaldmiðlar eins og svissneski frankinn eiga undir högg að sækja. Skúli Sveinsson lögfræðingur sá ástæðu til að svara þessari grein minni og taldi mig vera að lofsyngja evruna. Ekki veit ég hvernig hann les það út úr grein minni því ég bendi einungis á þá staðreynd að svissnesk yfirvöld telja sig ekki geta lengur haldið úti sjálfstæðum gjaldmiðli. Því hafi þeir ákveðið að tengja gjaldmiðil sinn við evruna til að tryggja samkeppnishæfni landsins. Hins vegar dreg ég engan dul á það að ég tel að hag okkar Íslendinga væri betur borgið með evru en með núverandi fyrirkomulagi. Ég er líka þess fullviss að evran mun lifa þessar hremmingar af og verða sterkari gjaldmiðill fyrir vikið. Sparsemi og fyrirhyggja Svisslendinga er á margan hátt til fyrirmyndar enda þekki ég það af eigin raun eftir að hafa búið þar í landi. Nú hafa svissnesk yfirvöld hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að breyta þurfi um stefnu því gamlar aðferðir dugi ekki í samþættu alþjóðlegu hagkerfi. Þess vegna er það dálítið skondið að Skúli vilji að við tökum upp gamlar aðferðir Svisslendinga að safna gríðarmiklum innlendum sparnaði til að standa við bakið á innlendum gjaldmiðli. Ekki þannig að ég hafi neitt á móti innlendum sparnaði en það er gríðarlega dýrt að halda úti stórum gjaldeyrisvarasjóði. Þar með værum við að binda mikla fjármuni sem væri betur varið til að byggja upp innlent atvinnulíf. Hin leiðin er að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru í kjölfarið. Þar með kæmumst við í skjól evrópska seðlabankans og nytum góðs af gjaldeyrisvarasjóði hans. Ýmsir hagfræðingar hafa spáð því að innan ekki margra áratuga verði einungis nokkrir gjaldmiðlar í gangi í heiminum. Þegar eru þreifingar í gangi varðandi aukið samstarf ríkja í S-Ameríku í efnahagsmálum og einnig ríkja í SA-Asíu. Of snemmt er spá um hve náið þetta samstarf verður en mér finnst ekki líklegt að íslensk króna verði ein af þeim myntum sem verði ofan á þegar gjaldmiðlar framtíðarinnar munu þróast á næstu áratugum.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar