Vika 43 - Virðum rétt barna! 29. október 2011 06:00 Í Evrópusáttmála um áfengisneyslu segir að börn og unglingar eigi rétt á að alast upp vernduð fyrir neikvæðum afleiðingum áfengisneyslu og og markaðssetningu á áfengum drykkjum eins og mögulegt er. Þar er einnig tiltekið að ungt fólk eigi rétt á hlutlausum og áreiðanlegum upplýsingum og fræðslu strax í æsku um afleiðingar áfengisneyslu á heilsu, fjölskyldulíf og samfélag. Í ár er Vika 43 – vímuvarnarvikan, helguð þessari vernd undir yfirskriftinni „Virðum rétt barna til lífs án neikvæðra afleiðinga áfengis- og vímuefnaneyslu". Enginn efast lengur um að hægt sé að ná árangri með öflugu forvarnarstarfi og viðhorfsbreytingum þegar kemur að áfengis– og vímuefnaneyslu ungs fólks. Umhverfi unglinga hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum, unga fólkið er upplýstara og árangur hefur náðst í forvörnum gegn unglingadrykkju. Unglingar taka virkari þátt í skipulögðu tómstundastarfi og verja meiri tíma með foreldrum sínum en áður. Foreldrar eru nú virkari þátttakendur í lífi barna sinna og afstaða almennings til áfengis- og vímuefnaneyslu unglinga hefur sem betur fer breyst mikið. Í umræðunni undanfarna áratugi hefur margoft komið fram að samstaða foreldra skiptir máli og mikilvægi stuðnings foreldra við börnin þegar kemur að því að standast hópþrýsting. Foreldrar eru kallaðir til ábyrgðar og hvattir til að leyfa ekki eftirlitslaus partí og að kaupa ekki áfengi fyrir ungt fólk eða veita ungu fólki undir lögaldri (20 ára) áfenga drykki. Aukið eftirlit er á skólaböllum og foreldrar taka virkan þátt í forvörnum með þeim aðilum sem starfa með börnum og unglingum hvort heldur er í frístundastarfi eða skólum. Með samstilltu átaki vinnur fólk þannig saman að því að vernda börn fyrir neikvæðum afleiðingum áfengis- og vímuefnaneyslu. Forvarnarstarfið hefur einkum beinst að nemendum í efstu bekkjum grunnskóla og þar hefur árangur náðst. Fjölmörg félagasamtök og stofnanir hafa látið málið sig varða. Stofnuð hafa verið samtök foreldra gegn áfengisauglýsingum og umhyggja, aðhald og eftirlit foreldra skilað sér í heilbrigðari æsku. Foreldrar eru hvattir til að sleppa ekki hendinni of fljótt af unglingnum og áréttuð hefur verið 18 ára ábyrgð foreldra. Þó er einn hængur á. Forvarnir á framhaldsskólastiginu og hvað varðar ungt fólk á aldrinum 16–20 ára hafa ekki verið eins afgerandi eins og á grunnskólastiginu og þarf þar að gera bragarbót á. Nú hafa framhaldsskólar látið málið til sín taka með þátttöku í forvarnardeginum en betur má ef duga skal og er mikilvægt að hugur fylgi þar verki. Stöðuhlutfall forvarnarfulltrúa í framhaldsskólum þarf að auka og jafningjafræðslan þarf meiri kynningu og stuðning. Foreldraráð í framhaldsskólum þurfa að bretta upp ermarnar. Láttu til þín taka í forvörnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Sjá meira
Í Evrópusáttmála um áfengisneyslu segir að börn og unglingar eigi rétt á að alast upp vernduð fyrir neikvæðum afleiðingum áfengisneyslu og og markaðssetningu á áfengum drykkjum eins og mögulegt er. Þar er einnig tiltekið að ungt fólk eigi rétt á hlutlausum og áreiðanlegum upplýsingum og fræðslu strax í æsku um afleiðingar áfengisneyslu á heilsu, fjölskyldulíf og samfélag. Í ár er Vika 43 – vímuvarnarvikan, helguð þessari vernd undir yfirskriftinni „Virðum rétt barna til lífs án neikvæðra afleiðinga áfengis- og vímuefnaneyslu". Enginn efast lengur um að hægt sé að ná árangri með öflugu forvarnarstarfi og viðhorfsbreytingum þegar kemur að áfengis– og vímuefnaneyslu ungs fólks. Umhverfi unglinga hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum, unga fólkið er upplýstara og árangur hefur náðst í forvörnum gegn unglingadrykkju. Unglingar taka virkari þátt í skipulögðu tómstundastarfi og verja meiri tíma með foreldrum sínum en áður. Foreldrar eru nú virkari þátttakendur í lífi barna sinna og afstaða almennings til áfengis- og vímuefnaneyslu unglinga hefur sem betur fer breyst mikið. Í umræðunni undanfarna áratugi hefur margoft komið fram að samstaða foreldra skiptir máli og mikilvægi stuðnings foreldra við börnin þegar kemur að því að standast hópþrýsting. Foreldrar eru kallaðir til ábyrgðar og hvattir til að leyfa ekki eftirlitslaus partí og að kaupa ekki áfengi fyrir ungt fólk eða veita ungu fólki undir lögaldri (20 ára) áfenga drykki. Aukið eftirlit er á skólaböllum og foreldrar taka virkan þátt í forvörnum með þeim aðilum sem starfa með börnum og unglingum hvort heldur er í frístundastarfi eða skólum. Með samstilltu átaki vinnur fólk þannig saman að því að vernda börn fyrir neikvæðum afleiðingum áfengis- og vímuefnaneyslu. Forvarnarstarfið hefur einkum beinst að nemendum í efstu bekkjum grunnskóla og þar hefur árangur náðst. Fjölmörg félagasamtök og stofnanir hafa látið málið sig varða. Stofnuð hafa verið samtök foreldra gegn áfengisauglýsingum og umhyggja, aðhald og eftirlit foreldra skilað sér í heilbrigðari æsku. Foreldrar eru hvattir til að sleppa ekki hendinni of fljótt af unglingnum og áréttuð hefur verið 18 ára ábyrgð foreldra. Þó er einn hængur á. Forvarnir á framhaldsskólastiginu og hvað varðar ungt fólk á aldrinum 16–20 ára hafa ekki verið eins afgerandi eins og á grunnskólastiginu og þarf þar að gera bragarbót á. Nú hafa framhaldsskólar látið málið til sín taka með þátttöku í forvarnardeginum en betur má ef duga skal og er mikilvægt að hugur fylgi þar verki. Stöðuhlutfall forvarnarfulltrúa í framhaldsskólum þarf að auka og jafningjafræðslan þarf meiri kynningu og stuðning. Foreldraráð í framhaldsskólum þurfa að bretta upp ermarnar. Láttu til þín taka í forvörnum.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar