Smokkurinn lengi lifi! 29. október 2011 06:00 Eins og margir hafa eflaust tekið eftir þá hanga smokkaplaköt víða um land, í skólum, félagsmiðstöðvum, á heilsugæslustöðvum, apótekum, bensínstöðvum og víðar. Á plakötunum er fræga fólkið í dag að handleika smokka. Gerð þessara plakata er virðingarvert framtak þriggja aðila sem langaði til að endurvekja gömlu smokkaplakötin með fræga fólkinu hérna áður fyrr. Eiga þeir þakkir skildar fyrir sitt frumkvæði. Einnig er frábært hve margir studdu við framtakið með fjárframlögum eða með öðrum hætti. Mörgum er greinilega annt um kynheilsu landans enda því miður ekki vanþörf á. Sé barnið ekki dottið...Ákjósanlegast væri að byrgja brunninn og nota alltaf smokkinn sé maður ekki kominn í langvarandi samband. Þá dregur verulega úr líkum á kynsjúkdómasmiti. Samanburðarrannsókn (HBSC) á getnaðarvarnanotkun 10. bekkinga sýndi að hún er talsvert minni hér á landi en meðal jafnaldra þeirra í öðrum Evrópulöndum. Það voru 2/3 sem notuðu smokk við síðustu samfarir, 15% pilluna, 4% aðrar getnaðarvarnir. Það sem var alvarlegast var að 15% notuðu engar getnaðarvarnir og 5% rofnar samfarir, sem telst ekki örugg getnaðarvörn. Við þurfum því svo sannarlega að taka okkur á í þessum efnum og fara að sýna gúmmíinu meiri virðingu. Hver vill í raun smitast af kynsjúkdómi? Pillan er góð til að koma í veg fyrir getnað, en smokkurinn er eina getnaðarvörnin gegn kynsjúkdómum. Val á getnaðarvörn skiptir því miklu. Sé barnið dottið...Sem dæmi um kynheilsu landans smitast sex einstaklingar á dag af klamydíu, flestir á aldrinum 15-25 ára. Hæsta tíðni smitunar er hér á landi á Norðurlöndunum. Klamydían er lúmsk, því hún er oftast einkennalaus en getur valdið ófrjósemi taki maður ekki lyf. Margir kynsjúkdómar eru eins og hún auðsmitanlegir og einkennalausir. Flestir vita því ekki um eigið smit og eru í góðri trú um að allt sé í lagi. Í raun er það bara eigin hegðun í kynlífi sem getur sagt til um hvort leita beri hjálpar eða ekki. Hafi maður tekið séns eða er í vafa um smit er því eina ráðið að leita til læknis og fá úr því skorið. Óöryggið er yfirleitt erfiðast. Ábyrgð í eigin lífi og tillitssemi dregur úr líkum á því að smita aðra. Oftast er hægt að fá lækningu við kynsjúkdómum með lyfjagjöf eða hjálp við að draga úr einkennum þeirra. Margir leita sér aðstoðar á Húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans, A-1, á göngudeild smitsjúkdóma, A-3, hvort tveggja í Fossvoginum, eða fara til læknis á heilsugæslustöð. Panta þarf tíma og er greining og meðferð alvarlegustu kynsjúkdómanna að kostnaðarlausu. Ekki þarf að panta tíma á síðdegisvöktum heilsugæslustöðva og á læknavaktinni í Kópavoginum. Hvað skiptir mestu? Sumir nota sjaldan smokka því þeir segja að smokkurinn sé dýr og/eða að hann dragi úr næmni í kynlífi. Það getur vafalaust verið rétt. En er rétt að láta slíka þætti ráða mestu og taka áhættuna á því að fá kynsjúkdóma? Getur neysla af einhverju tagi og/eða feimni við að setja mörk gert mann kærulausari en ella? Er ekki vel þess virði að velta fyrir sér hvað í raun hindri mann í að nota smokkinn? Eru ástæður til að nota hann ekki? Tannburstun fyrirbyggir tannskemmdir og smokkar kynsjúkdóma. Við getum auðvitað sleppt hvoru tveggja, en viljum við sitja uppi með afleiðingarnar? Ég hvet skóla, foreldra og ekki síst unga fólkið til að nýta sér plakötin til umræðu um gildi smokksins, um það hvað sé í raun gott kynlíf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eins og margir hafa eflaust tekið eftir þá hanga smokkaplaköt víða um land, í skólum, félagsmiðstöðvum, á heilsugæslustöðvum, apótekum, bensínstöðvum og víðar. Á plakötunum er fræga fólkið í dag að handleika smokka. Gerð þessara plakata er virðingarvert framtak þriggja aðila sem langaði til að endurvekja gömlu smokkaplakötin með fræga fólkinu hérna áður fyrr. Eiga þeir þakkir skildar fyrir sitt frumkvæði. Einnig er frábært hve margir studdu við framtakið með fjárframlögum eða með öðrum hætti. Mörgum er greinilega annt um kynheilsu landans enda því miður ekki vanþörf á. Sé barnið ekki dottið...Ákjósanlegast væri að byrgja brunninn og nota alltaf smokkinn sé maður ekki kominn í langvarandi samband. Þá dregur verulega úr líkum á kynsjúkdómasmiti. Samanburðarrannsókn (HBSC) á getnaðarvarnanotkun 10. bekkinga sýndi að hún er talsvert minni hér á landi en meðal jafnaldra þeirra í öðrum Evrópulöndum. Það voru 2/3 sem notuðu smokk við síðustu samfarir, 15% pilluna, 4% aðrar getnaðarvarnir. Það sem var alvarlegast var að 15% notuðu engar getnaðarvarnir og 5% rofnar samfarir, sem telst ekki örugg getnaðarvörn. Við þurfum því svo sannarlega að taka okkur á í þessum efnum og fara að sýna gúmmíinu meiri virðingu. Hver vill í raun smitast af kynsjúkdómi? Pillan er góð til að koma í veg fyrir getnað, en smokkurinn er eina getnaðarvörnin gegn kynsjúkdómum. Val á getnaðarvörn skiptir því miklu. Sé barnið dottið...Sem dæmi um kynheilsu landans smitast sex einstaklingar á dag af klamydíu, flestir á aldrinum 15-25 ára. Hæsta tíðni smitunar er hér á landi á Norðurlöndunum. Klamydían er lúmsk, því hún er oftast einkennalaus en getur valdið ófrjósemi taki maður ekki lyf. Margir kynsjúkdómar eru eins og hún auðsmitanlegir og einkennalausir. Flestir vita því ekki um eigið smit og eru í góðri trú um að allt sé í lagi. Í raun er það bara eigin hegðun í kynlífi sem getur sagt til um hvort leita beri hjálpar eða ekki. Hafi maður tekið séns eða er í vafa um smit er því eina ráðið að leita til læknis og fá úr því skorið. Óöryggið er yfirleitt erfiðast. Ábyrgð í eigin lífi og tillitssemi dregur úr líkum á því að smita aðra. Oftast er hægt að fá lækningu við kynsjúkdómum með lyfjagjöf eða hjálp við að draga úr einkennum þeirra. Margir leita sér aðstoðar á Húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans, A-1, á göngudeild smitsjúkdóma, A-3, hvort tveggja í Fossvoginum, eða fara til læknis á heilsugæslustöð. Panta þarf tíma og er greining og meðferð alvarlegustu kynsjúkdómanna að kostnaðarlausu. Ekki þarf að panta tíma á síðdegisvöktum heilsugæslustöðva og á læknavaktinni í Kópavoginum. Hvað skiptir mestu? Sumir nota sjaldan smokka því þeir segja að smokkurinn sé dýr og/eða að hann dragi úr næmni í kynlífi. Það getur vafalaust verið rétt. En er rétt að láta slíka þætti ráða mestu og taka áhættuna á því að fá kynsjúkdóma? Getur neysla af einhverju tagi og/eða feimni við að setja mörk gert mann kærulausari en ella? Er ekki vel þess virði að velta fyrir sér hvað í raun hindri mann í að nota smokkinn? Eru ástæður til að nota hann ekki? Tannburstun fyrirbyggir tannskemmdir og smokkar kynsjúkdóma. Við getum auðvitað sleppt hvoru tveggja, en viljum við sitja uppi með afleiðingarnar? Ég hvet skóla, foreldra og ekki síst unga fólkið til að nýta sér plakötin til umræðu um gildi smokksins, um það hvað sé í raun gott kynlíf.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun