Vistvænni byggð! Sigríður Björk Jónsdóttir skrifar 25. október 2011 06:00 Undanfarin ár hefur skilningur á mikilvægi þess að lágmarka skaðleg áhrif á umhverfi okkar aukist til muna. Ástæður þess eru meðal annars áhrif alþjóðlegra samninga, viðmiða og reglugerða á markaðsumhverfið ásamt öflugu rannsóknarstarfi á vegum menntastofnana og ýmissa opinberra aðila á heimsvísu. Þessar áherslur endurspeglast nú í almennum stefnumiðum íslenskra stjórnvalda eins og nýjum mannvirkja- og skipulagslögum. Fyrirtæki á markaði hafa einnig áttað sig á mikilvægi þess að þau marki sér umhverfisstefnu sem samræmist alþjóðlegum viðmiðum. Til þess að ýta undir þessa þróun hérlendis tóku nokkrir aðilar sig saman vorið 2009 í þeim tilgangi að stofna vettvang til þess að vinna að eflingu vistvænna hátta í byggingariðnaði, en mannvirkjageirinn er talinn standa undir rúmlega 40% af kolefnismengun í Evrópu. Af hverju Vistbyggðarráð?Vistbyggðarráð var stofnað hérlendis í febrúar 2010 en það er samráðsvettvangur rúmlega 30 fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana í mannvirkjageiranum sem eiga það sameiginlegt að stefna að aukinni útbreiðslu á vistvænum byggingaraðferðum og skipulagi. Megintilgangur Vistbyggðarráðs er að vera leiðandi vettvangur á sviði sjálfbærrar þróunar við skipulag, hönnun, byggingu, rekstur og viðhald mannvirkja á Íslandi. Það er jafnframt hlutverk Vistbyggðarráðs að vera stefnumótandi og leiða umræðuna um vistvænar aðferðir og áherslur í samræmi við alþjóðleg viðmið um sjálfbæra þróun almennt. Þetta gerir Vistbyggðarráð m.a. með því að halda úti vefsíðu, starfrækja vinnuhópa um afmörkuð málefni, halda opna fundi og árlega ráðstefnu og taka þátt í ýmiss konar samstarfi. Í nágrannalöndum okkar hafa sambærileg vistbyggðarráð (Green Building Councils) verið stofnuð á síðastliðnum 2 árum. Vistbyggðarráð á Íslandi hefur frá stofnun verið í góðu sambandi við norrænu ráðin þar sem einkum er verið að horfa til samvinnu varðandi rannsóknir og þróun ýmissa vottunarkerfa og viðmiða fyrir byggingar og skipulag. Rannsóknir og staðbundnar aðstæðurÞað er afar mikilvægt að samnýta þá reynslu og þekkingu sem til staðar er víða í heiminum í dag, en um leið að laga aðferðir og erlend viðmið að þeim aðstæðum sem við búum við hér á landi. Til þess að það sé hægt er nauðsynlegt að styrkja frekari rannsóknir í mannvirkjagerð og hönnun með sérstakri áherslu á staðbundnar aðstæður. Það er vonandi að Vistbyggðarráð geti í samvinnu við ýmsa opinbera aðila unnið að slíkum grunnrannsóknum. Mikilvægt er til dæmis að skoða betur orkunýtni í rekstri mannvirkja hérlendis, en hingað til hefur hvati til slíkra rannsókna ekki verið til staðar sökum aðgengis að vistvænni og ódýrri orku. Rannsóknir byggðar á mælingum á orkunotkun bygginga í nágrannalöndunum hafa sýnt að með því að fylgja vistvænum viðmiðum við bæði hönnun og rekstur bygginga er hægt að ná kostnaði við húshitun niður um allt að 60-80% strax á hönnunarstigi. Staðan hér á landi er þó nokkuð önnur þar sem kostnaður við húshitun er enn talsvert lægri eins og staðan er í dag. Efnahagslegir hvatar eru því sannarlega ekki jafn sterkir, en engu að síður hlýtur þetta að geta skipt miklu máli fyrir rekstur opinberra bygginga jafnvel þótt orkunotkun lækki ekki nema um 10-12% með sértækum aðgerðum. Vistvæn sóknarfæriFyrir okkur Íslendinga felast mikil tækifæri á þessu sviði eins og fram kemur í nýrri skýrslu þingnefndar um eflingu græns hagkerfis á Íslandi sem kom út fyrir stuttu. Nú þegar hafa nokkrar byggingar hérlendis annað hvort hlotið umhverfisvottun eða eru í umhverfisvottunarferli, en þar má meðal annarra nefna hús Náttúrufræðistofnunar Íslands í Garðabæ og Snæfellsstofu í Vatnajökulsþjóðgarði. Við erum að horfa á jákvæða þróun í þessa átt bæði hjá opinberum framkvæmdaaðilum eins og Framkvæmdasýslu ríkisins en ekki síður í einkageiranum. En við þurfum að gera gott betur og gera ákveðnar og skilgreindar kröfur um vistvænni lausnir og innleiða þannig nýjan hugsunarhátt í tengslum við framkvæmdir og rekstur mannvirkja hér á landi. Sú staðreynd að við erum svo lánsöm að hafa vistvæna orkugjafa til húshitunar gefur okkur mikilvægt forskot sem við verðum að nýta vel, ekki einungis í þeim tilgangi að uppfylla alþjóðleg viðmið um vistvænar áherslur heldur ekki síður til þess að efla íslenskan iðnað og rannsóknarstarf á sviði byggingariðnaðar. Nú er tækifærið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur skilningur á mikilvægi þess að lágmarka skaðleg áhrif á umhverfi okkar aukist til muna. Ástæður þess eru meðal annars áhrif alþjóðlegra samninga, viðmiða og reglugerða á markaðsumhverfið ásamt öflugu rannsóknarstarfi á vegum menntastofnana og ýmissa opinberra aðila á heimsvísu. Þessar áherslur endurspeglast nú í almennum stefnumiðum íslenskra stjórnvalda eins og nýjum mannvirkja- og skipulagslögum. Fyrirtæki á markaði hafa einnig áttað sig á mikilvægi þess að þau marki sér umhverfisstefnu sem samræmist alþjóðlegum viðmiðum. Til þess að ýta undir þessa þróun hérlendis tóku nokkrir aðilar sig saman vorið 2009 í þeim tilgangi að stofna vettvang til þess að vinna að eflingu vistvænna hátta í byggingariðnaði, en mannvirkjageirinn er talinn standa undir rúmlega 40% af kolefnismengun í Evrópu. Af hverju Vistbyggðarráð?Vistbyggðarráð var stofnað hérlendis í febrúar 2010 en það er samráðsvettvangur rúmlega 30 fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana í mannvirkjageiranum sem eiga það sameiginlegt að stefna að aukinni útbreiðslu á vistvænum byggingaraðferðum og skipulagi. Megintilgangur Vistbyggðarráðs er að vera leiðandi vettvangur á sviði sjálfbærrar þróunar við skipulag, hönnun, byggingu, rekstur og viðhald mannvirkja á Íslandi. Það er jafnframt hlutverk Vistbyggðarráðs að vera stefnumótandi og leiða umræðuna um vistvænar aðferðir og áherslur í samræmi við alþjóðleg viðmið um sjálfbæra þróun almennt. Þetta gerir Vistbyggðarráð m.a. með því að halda úti vefsíðu, starfrækja vinnuhópa um afmörkuð málefni, halda opna fundi og árlega ráðstefnu og taka þátt í ýmiss konar samstarfi. Í nágrannalöndum okkar hafa sambærileg vistbyggðarráð (Green Building Councils) verið stofnuð á síðastliðnum 2 árum. Vistbyggðarráð á Íslandi hefur frá stofnun verið í góðu sambandi við norrænu ráðin þar sem einkum er verið að horfa til samvinnu varðandi rannsóknir og þróun ýmissa vottunarkerfa og viðmiða fyrir byggingar og skipulag. Rannsóknir og staðbundnar aðstæðurÞað er afar mikilvægt að samnýta þá reynslu og þekkingu sem til staðar er víða í heiminum í dag, en um leið að laga aðferðir og erlend viðmið að þeim aðstæðum sem við búum við hér á landi. Til þess að það sé hægt er nauðsynlegt að styrkja frekari rannsóknir í mannvirkjagerð og hönnun með sérstakri áherslu á staðbundnar aðstæður. Það er vonandi að Vistbyggðarráð geti í samvinnu við ýmsa opinbera aðila unnið að slíkum grunnrannsóknum. Mikilvægt er til dæmis að skoða betur orkunýtni í rekstri mannvirkja hérlendis, en hingað til hefur hvati til slíkra rannsókna ekki verið til staðar sökum aðgengis að vistvænni og ódýrri orku. Rannsóknir byggðar á mælingum á orkunotkun bygginga í nágrannalöndunum hafa sýnt að með því að fylgja vistvænum viðmiðum við bæði hönnun og rekstur bygginga er hægt að ná kostnaði við húshitun niður um allt að 60-80% strax á hönnunarstigi. Staðan hér á landi er þó nokkuð önnur þar sem kostnaður við húshitun er enn talsvert lægri eins og staðan er í dag. Efnahagslegir hvatar eru því sannarlega ekki jafn sterkir, en engu að síður hlýtur þetta að geta skipt miklu máli fyrir rekstur opinberra bygginga jafnvel þótt orkunotkun lækki ekki nema um 10-12% með sértækum aðgerðum. Vistvæn sóknarfæriFyrir okkur Íslendinga felast mikil tækifæri á þessu sviði eins og fram kemur í nýrri skýrslu þingnefndar um eflingu græns hagkerfis á Íslandi sem kom út fyrir stuttu. Nú þegar hafa nokkrar byggingar hérlendis annað hvort hlotið umhverfisvottun eða eru í umhverfisvottunarferli, en þar má meðal annarra nefna hús Náttúrufræðistofnunar Íslands í Garðabæ og Snæfellsstofu í Vatnajökulsþjóðgarði. Við erum að horfa á jákvæða þróun í þessa átt bæði hjá opinberum framkvæmdaaðilum eins og Framkvæmdasýslu ríkisins en ekki síður í einkageiranum. En við þurfum að gera gott betur og gera ákveðnar og skilgreindar kröfur um vistvænni lausnir og innleiða þannig nýjan hugsunarhátt í tengslum við framkvæmdir og rekstur mannvirkja hér á landi. Sú staðreynd að við erum svo lánsöm að hafa vistvæna orkugjafa til húshitunar gefur okkur mikilvægt forskot sem við verðum að nýta vel, ekki einungis í þeim tilgangi að uppfylla alþjóðleg viðmið um vistvænar áherslur heldur ekki síður til þess að efla íslenskan iðnað og rannsóknarstarf á sviði byggingariðnaðar. Nú er tækifærið.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun