Á að kasta Perlu fyrir svín? Friðrik Haraldsson skrifar 13. október 2011 06:00 Nýlega hrökk ég upp við vondan draum um að selja ætti Perluna í Reykjavík. Þangað hef ég um árabil farið sem leiðsögumaður með erlenda ferðamenn til að þeir geti á einum stað kynnst borginni, fengið sér í gogginn, keypt minjagripi, séð Sögusýningu og heillast af fögru útsýni ásamt því að fá upplýsingar um allt sem fyrir augu ber á fimm tungumálum. Mér skilst að 600.000 gestir komi í Perluna á ári. Mætti ætla að það væri nokkurs virði. Perlan er kennileiti í Reykjavík, fögur bygging í sjálfu sér, völundarsmíð sem nú verður niðurskurði nýrra herra að bráð sem hafa sett á hana verðmiða, rúma 2 milljarða króna. Hvað ætli Sigurboginn myndi kosta? Eða dettur einhverjum í hug að Parísarbúar leggist svo lágt að selja hann? Þyki tilfinningasemi ótæk rök skulum við athuga fjármálahliðina. Perlan er nauðsynlegur þáttur í ört vaxandi og gjaldeyrisskapandi ferðaþjónustu og framlag borgarinnar til móttöku á erlendum ferðamönnum. Hvaða ábatasömu starfsemi aðra sjá menn fyrir sér í Perlunni? Varla neina sem stenst lög að óbreyttu. Nema það sé satt sem maður heyrir að húsinu verði breytt í geymslu til að spara fasteignagjöld? Þá væri perlum kastað fyrir svín. Sömu aðilar hafa leigt og annast reksturinn með miklum sóma frá því að Perlan var tekin í notkun 1991. Á sama tímabili hafa verið níu borgarstjórar í Reykjavík. Veitingamennirnir segja mér að látið sé eins og salan á húsinu komi þeim ekki við. Þó eiga þeir tvö ár eftir af leigutíma sínum og hafa borgað leiguna skilvíslega í 20 ár. Mætti ætla að slíkt viðskiptasamband væri einhvers virði. Ég er kannski mest undrandi á því að ferðaþjónustan andmæli ekki þeim hugmyndum hástöfum að selja Perluna hæstbjóðanda. Sjálfur má ég ekki til þess hugsa að eitthvert bílaumboð eða banki kaupi hana undir starfsemi sína því að ég óttast að aðgangi almennings að henni verði lokað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega hrökk ég upp við vondan draum um að selja ætti Perluna í Reykjavík. Þangað hef ég um árabil farið sem leiðsögumaður með erlenda ferðamenn til að þeir geti á einum stað kynnst borginni, fengið sér í gogginn, keypt minjagripi, séð Sögusýningu og heillast af fögru útsýni ásamt því að fá upplýsingar um allt sem fyrir augu ber á fimm tungumálum. Mér skilst að 600.000 gestir komi í Perluna á ári. Mætti ætla að það væri nokkurs virði. Perlan er kennileiti í Reykjavík, fögur bygging í sjálfu sér, völundarsmíð sem nú verður niðurskurði nýrra herra að bráð sem hafa sett á hana verðmiða, rúma 2 milljarða króna. Hvað ætli Sigurboginn myndi kosta? Eða dettur einhverjum í hug að Parísarbúar leggist svo lágt að selja hann? Þyki tilfinningasemi ótæk rök skulum við athuga fjármálahliðina. Perlan er nauðsynlegur þáttur í ört vaxandi og gjaldeyrisskapandi ferðaþjónustu og framlag borgarinnar til móttöku á erlendum ferðamönnum. Hvaða ábatasömu starfsemi aðra sjá menn fyrir sér í Perlunni? Varla neina sem stenst lög að óbreyttu. Nema það sé satt sem maður heyrir að húsinu verði breytt í geymslu til að spara fasteignagjöld? Þá væri perlum kastað fyrir svín. Sömu aðilar hafa leigt og annast reksturinn með miklum sóma frá því að Perlan var tekin í notkun 1991. Á sama tímabili hafa verið níu borgarstjórar í Reykjavík. Veitingamennirnir segja mér að látið sé eins og salan á húsinu komi þeim ekki við. Þó eiga þeir tvö ár eftir af leigutíma sínum og hafa borgað leiguna skilvíslega í 20 ár. Mætti ætla að slíkt viðskiptasamband væri einhvers virði. Ég er kannski mest undrandi á því að ferðaþjónustan andmæli ekki þeim hugmyndum hástöfum að selja Perluna hæstbjóðanda. Sjálfur má ég ekki til þess hugsa að eitthvert bílaumboð eða banki kaupi hana undir starfsemi sína því að ég óttast að aðgangi almennings að henni verði lokað.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun