Um fjárveitingar til rannsókna á mataræði og heilsu á Íslandi 12. október 2011 06:00 Rannsóknastofa í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala rannsakar næringu og heilsu viðkvæmra hópa í íslensku samfélagi. Verkefni stofunnar eru tvenns konar. Í fyrsta lagi er um að ræða rannsóknir sem eru nauðsynlegar í öryggisskyni. Þær gera það mögulegt að meta bæði hættu á næringarefnaskorti og hættu á ofgnótt og eitrunum vegna efna í mat og áhrif þessa í líkamanum. Í öðru lagi eru vísindarannsóknir sem auka þekkingu á tengslum næringar og heilsu á alþjóðavísu og nýtast í stærra samhengi víðs vegar um heim, einnig meðal þeirra þjóða þar sem aðstæður eru allt aðrar en hér á landi og matarskortur viðvarandi. Oft fara þessar rannsóknir saman og það sparar ógrynni fjár og tryggir gæði að vísindarannsóknir, sem eru styrktar af erlendum og innlendum rannsóknarsjóðum, hafa gefið nauðsynlegar upplýsingar til íslensks samfélags um öryggi matvæla og heilsu þeirra sem viðkvæmastir eru. Til viðkvæmra hópa teljast börn, barnshafandi konur, aldraðir og sjúkir. Sambærilegar rannsóknir á samspili næringar og heilsu þessara hópa eru ekki gerðar annars staðar hér á landi en á Rannsóknastofu í næringarfræði. Ekki eru neinar fastar fjárveitingar til þessa mikilvæga málefnis og byggja þær því fjárhagslega á elju háskólakennara og nemenda við umsóknir um rannsóknastyrki sem og á framlögum sjóða og fyrirtækja. Fjáröflunin er auðvitað tímafrek og framlög hvorki örugg né nægileg. Við þetta verður ekki búið lengur. Það er geysimikilvægt fyrir íslenskan almenning að rannsóknir á því hvað fólk borðar og áhrif þess á heilsuna séu gerðar á faglegan hátt og tryggðar með eðlilegum fjárveitingum. Margs konar rannsóknir á atvinnustarfsemi og iðnaði njóta fastra fjárveitinga hér á landi. Stöðugar breytingar í umhverfinu og í matvælaiðnaði valda því að of áhættusamt og tímafrekt er að byggja eingöngu á samkeppnis- og styrktarfé þegar framkvæma þarf nauðsynlegar rannsóknir af þessu tagi. Málefnið krefst aðferðafræði næringarfræðinnar og mikillar sérfræðiþekkingar sem þróast hefur innan Rannsóknastofu í næringarfræði. Kennarar og nemendur á stofunni hafa skrifað fjölda greina og birt í alþjóðlegum vísindatímaritum, en það telst vera gæðastimpill á aðferðafræði og marktækni verkefnanna. Samfélagslegt mikilvægi þeirra felst í því að meta mataræði með tilliti til næringarefna, annarra innihaldsefna matvæla, hollefna og eitur- eða aðskotaefna. Sem dæmi má nefna að þegar greindur var járnskortur í um 40% ungra barna og tengsl við minni þroska barnanna við upphaf skólagöngu, leiddi það til endurbættra almennra ráðlegginga um næringu ungra barna. Önnur dæmi eru til dæmis tengsl offitu og fæðuvals, of lítil inntaka D-vítamíns, og rannsóknir á mengunarefnum úr mat. Allt þetta hvetur síðan til betri ráðlegginga um mataræði og eftirlits með matvælum sem miða að bættri heilsu Íslendinga. Verkefni stofunnar hafa einnig snúist um umhverfi, hegðun og fleiri þætti sem tengjast mataræði. Nauðsynlegt er einnig að nefna rannsóknir á áhrifum einstakra matvæla og tilraunir með mjólk, fisk, lýsi, mysu, grænmeti og ávexti sem gera það kleift að meta á nákvæman hátt áhrif á heilsufarsþætti. Höfundur þessarar greinar vill vekja lesendur til umhugsunar um mikilvægi þess að tryggja öryggi neytenda matvæla, sérstaklega þeirra yngstu og viðkvæmustu. Fjöldi íslenskra rannsóknar- og þjónustustofnana, utan háskóla með kennslu- og rannsóknarskyldu, er rekinn fyrir fjárframlög frá ríkinu. Við spyrjum okkur of sjaldan að því hvort þessi framlög skattborgaranna skili almenningi nauðsynlegum upplýsingum, öryggi og lífsgæðum. Hvort verkefnavalið sé gott og hvort það skili því sem við viljum fyrir féð. Skattfé fer meðal annars til stuðningsrannsókna atvinnulífs sem tengist matvælaframleiðslu, bæði frumframleiðslu og iðnaði. Þessar línur eru skrifaðar að áeggjan þeirra sem telja reglulega ríkistryggða vöktun á tengslum næringar og heilsu ungra barna og annarra viðkvæmra hópa bráðnauðsynlegar. Það vill svo til að hér á landi hafa slíkar rannsóknir þróast á Rannsóknastofu í næringarfræði í skjóli Háskóla Íslands og Landspítala sem veita kennurum laun og stofunni aðstöðu. Rannsóknirnar hafa þó þróast án fastra fjárveitinga. Löndin í kringum okkur tryggja ekki bara rannsóknir á framleiðslu matvæla með fjárframlögum, heldur ekki síður rannsóknir á neyslu þeirra og áhrifum á heilsu fólks. Hérlendis er breytinga þörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Rannsóknastofa í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala rannsakar næringu og heilsu viðkvæmra hópa í íslensku samfélagi. Verkefni stofunnar eru tvenns konar. Í fyrsta lagi er um að ræða rannsóknir sem eru nauðsynlegar í öryggisskyni. Þær gera það mögulegt að meta bæði hættu á næringarefnaskorti og hættu á ofgnótt og eitrunum vegna efna í mat og áhrif þessa í líkamanum. Í öðru lagi eru vísindarannsóknir sem auka þekkingu á tengslum næringar og heilsu á alþjóðavísu og nýtast í stærra samhengi víðs vegar um heim, einnig meðal þeirra þjóða þar sem aðstæður eru allt aðrar en hér á landi og matarskortur viðvarandi. Oft fara þessar rannsóknir saman og það sparar ógrynni fjár og tryggir gæði að vísindarannsóknir, sem eru styrktar af erlendum og innlendum rannsóknarsjóðum, hafa gefið nauðsynlegar upplýsingar til íslensks samfélags um öryggi matvæla og heilsu þeirra sem viðkvæmastir eru. Til viðkvæmra hópa teljast börn, barnshafandi konur, aldraðir og sjúkir. Sambærilegar rannsóknir á samspili næringar og heilsu þessara hópa eru ekki gerðar annars staðar hér á landi en á Rannsóknastofu í næringarfræði. Ekki eru neinar fastar fjárveitingar til þessa mikilvæga málefnis og byggja þær því fjárhagslega á elju háskólakennara og nemenda við umsóknir um rannsóknastyrki sem og á framlögum sjóða og fyrirtækja. Fjáröflunin er auðvitað tímafrek og framlög hvorki örugg né nægileg. Við þetta verður ekki búið lengur. Það er geysimikilvægt fyrir íslenskan almenning að rannsóknir á því hvað fólk borðar og áhrif þess á heilsuna séu gerðar á faglegan hátt og tryggðar með eðlilegum fjárveitingum. Margs konar rannsóknir á atvinnustarfsemi og iðnaði njóta fastra fjárveitinga hér á landi. Stöðugar breytingar í umhverfinu og í matvælaiðnaði valda því að of áhættusamt og tímafrekt er að byggja eingöngu á samkeppnis- og styrktarfé þegar framkvæma þarf nauðsynlegar rannsóknir af þessu tagi. Málefnið krefst aðferðafræði næringarfræðinnar og mikillar sérfræðiþekkingar sem þróast hefur innan Rannsóknastofu í næringarfræði. Kennarar og nemendur á stofunni hafa skrifað fjölda greina og birt í alþjóðlegum vísindatímaritum, en það telst vera gæðastimpill á aðferðafræði og marktækni verkefnanna. Samfélagslegt mikilvægi þeirra felst í því að meta mataræði með tilliti til næringarefna, annarra innihaldsefna matvæla, hollefna og eitur- eða aðskotaefna. Sem dæmi má nefna að þegar greindur var járnskortur í um 40% ungra barna og tengsl við minni þroska barnanna við upphaf skólagöngu, leiddi það til endurbættra almennra ráðlegginga um næringu ungra barna. Önnur dæmi eru til dæmis tengsl offitu og fæðuvals, of lítil inntaka D-vítamíns, og rannsóknir á mengunarefnum úr mat. Allt þetta hvetur síðan til betri ráðlegginga um mataræði og eftirlits með matvælum sem miða að bættri heilsu Íslendinga. Verkefni stofunnar hafa einnig snúist um umhverfi, hegðun og fleiri þætti sem tengjast mataræði. Nauðsynlegt er einnig að nefna rannsóknir á áhrifum einstakra matvæla og tilraunir með mjólk, fisk, lýsi, mysu, grænmeti og ávexti sem gera það kleift að meta á nákvæman hátt áhrif á heilsufarsþætti. Höfundur þessarar greinar vill vekja lesendur til umhugsunar um mikilvægi þess að tryggja öryggi neytenda matvæla, sérstaklega þeirra yngstu og viðkvæmustu. Fjöldi íslenskra rannsóknar- og þjónustustofnana, utan háskóla með kennslu- og rannsóknarskyldu, er rekinn fyrir fjárframlög frá ríkinu. Við spyrjum okkur of sjaldan að því hvort þessi framlög skattborgaranna skili almenningi nauðsynlegum upplýsingum, öryggi og lífsgæðum. Hvort verkefnavalið sé gott og hvort það skili því sem við viljum fyrir féð. Skattfé fer meðal annars til stuðningsrannsókna atvinnulífs sem tengist matvælaframleiðslu, bæði frumframleiðslu og iðnaði. Þessar línur eru skrifaðar að áeggjan þeirra sem telja reglulega ríkistryggða vöktun á tengslum næringar og heilsu ungra barna og annarra viðkvæmra hópa bráðnauðsynlegar. Það vill svo til að hér á landi hafa slíkar rannsóknir þróast á Rannsóknastofu í næringarfræði í skjóli Háskóla Íslands og Landspítala sem veita kennurum laun og stofunni aðstöðu. Rannsóknirnar hafa þó þróast án fastra fjárveitinga. Löndin í kringum okkur tryggja ekki bara rannsóknir á framleiðslu matvæla með fjárframlögum, heldur ekki síður rannsóknir á neyslu þeirra og áhrifum á heilsu fólks. Hérlendis er breytinga þörf.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun