„Vesæla land“ Sverrir Hermannsson skrifar 12. október 2011 06:00 Enn er fyrirsögnin höfð eftir séra Matthíasi. Í áður tilvitnaðri grein í Fréttablaðinu 18.06.’06 eftir Illuga Gunnarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, segir svo: „Vandi Framsóknarflokksins er ekki sá að flokkurinn geti ekki verið stoltur af verkum sínum eða stefnu, þvert á móti.“ Og enn kvað Illugi um kynni manna af höfðingjanum Halldóri Ásgrímssyni: „Þau kynni hefðu átt að duga því fólki til að vita að Halldór Ásgrímsson myndi einungis vinna eftir bestu sannfæringu.“ Þau dæmi eru auðvitað svo mýmörg að enginn kostur er til þeirra allra að vitna í örstuttum pistli. Svo eitt sé tekið: Sem utanríkisráðherra var Halldór yfirmaður Keflavíkurflugvallar og þess sem þar fór fram. Hann stóð því fyrir sölu á Íslenskum aðalverktökum. Fyrirtækið var boðið út og tilboð bárust. Þar á meðal frá eðalbornum Framsóknarmanni og félögum hans, sem raunar reyndist vera formaður Einkavæðingarnefndar, Jón lögmaður Sveinsson. Hans tilboð reyndist þó ekki vera það bezta sem barst. Þar sem tilboðsgjafar sátu á fundi og ræddu málið kvaddi sér skyndilega hljóðs sérlegur fulltrúi utanríkisráðherra, Helgi hinn horski Guðmundsson svo segjandi: „Það er tilgangslaust að ræða þetta frekar. Halldór hefur ákveðið hver fær pakkann.“ Sem reyndist vera formaður Einkavæðingarnefndar, áðurnefndur Jón Sveinsson. Allt auðvitað gert eftir beztu sannfæringu. Og söluverðið rúmir 3 – þrír –milljarðar króna. Nú veit greinarhöfundur auðvitað ekkert um raunvirði fyrirtækisins. Hitt vakti athygli að rétt fyrir hrun birtust fréttir um sölu lóða í landi Blikastaða, en allmikið land hafði þar fylgt með í sölu Aðalverktaka, og var nú boðið til kaups. Þáverandi málgagn Halldórs og Davíðs, Morgunblaðið, skýrði svo frá, að söluverð fengist ekki uppgefið, en það væri af vísum mönnum talið 16-18 milljarðar króna. Sem er álitlegt verð enda „bezta sannfæring“ sjálfs utanríkisráðherrans með í kaupunum. Svo enn sé vitnað í þingmanninn núverandi í grein hans 18. júní 2006: „En framhjá því verður ekki horft að þegar stjórnmálasaga síðasta aldarfjórðungs verður skrifuð mun nafn Halldórs Ásgrímssonar verða fyrirferðarmikið. Samstarf hans og Davíðs Oddsonar í ríkisstjórn var þjóðinni einkar gæfuríkt og vandfundinn annar eins uppgangstími í sögu þjóðarinnar.“ Ekki er saga hins „gæfuríka“ stjórnartímabils á enda kljáð. Ýmsir hafa þó drepið niður penna, t.d. Rannsóknarnefnd Alþingis í 9 – níu – binda verki sínu. Aftur á móti munu enn vera áhöld um hvort „sérstakur“ saksóknari í Hrunmálum sé skrifandi. En vísa séra Matthíasar er öll á þessa leið: Vesæla land! Setið er nú meðan sætt er, senn er nú étið hvað ætt er, vesæla land! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Enn er fyrirsögnin höfð eftir séra Matthíasi. Í áður tilvitnaðri grein í Fréttablaðinu 18.06.’06 eftir Illuga Gunnarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, segir svo: „Vandi Framsóknarflokksins er ekki sá að flokkurinn geti ekki verið stoltur af verkum sínum eða stefnu, þvert á móti.“ Og enn kvað Illugi um kynni manna af höfðingjanum Halldóri Ásgrímssyni: „Þau kynni hefðu átt að duga því fólki til að vita að Halldór Ásgrímsson myndi einungis vinna eftir bestu sannfæringu.“ Þau dæmi eru auðvitað svo mýmörg að enginn kostur er til þeirra allra að vitna í örstuttum pistli. Svo eitt sé tekið: Sem utanríkisráðherra var Halldór yfirmaður Keflavíkurflugvallar og þess sem þar fór fram. Hann stóð því fyrir sölu á Íslenskum aðalverktökum. Fyrirtækið var boðið út og tilboð bárust. Þar á meðal frá eðalbornum Framsóknarmanni og félögum hans, sem raunar reyndist vera formaður Einkavæðingarnefndar, Jón lögmaður Sveinsson. Hans tilboð reyndist þó ekki vera það bezta sem barst. Þar sem tilboðsgjafar sátu á fundi og ræddu málið kvaddi sér skyndilega hljóðs sérlegur fulltrúi utanríkisráðherra, Helgi hinn horski Guðmundsson svo segjandi: „Það er tilgangslaust að ræða þetta frekar. Halldór hefur ákveðið hver fær pakkann.“ Sem reyndist vera formaður Einkavæðingarnefndar, áðurnefndur Jón Sveinsson. Allt auðvitað gert eftir beztu sannfæringu. Og söluverðið rúmir 3 – þrír –milljarðar króna. Nú veit greinarhöfundur auðvitað ekkert um raunvirði fyrirtækisins. Hitt vakti athygli að rétt fyrir hrun birtust fréttir um sölu lóða í landi Blikastaða, en allmikið land hafði þar fylgt með í sölu Aðalverktaka, og var nú boðið til kaups. Þáverandi málgagn Halldórs og Davíðs, Morgunblaðið, skýrði svo frá, að söluverð fengist ekki uppgefið, en það væri af vísum mönnum talið 16-18 milljarðar króna. Sem er álitlegt verð enda „bezta sannfæring“ sjálfs utanríkisráðherrans með í kaupunum. Svo enn sé vitnað í þingmanninn núverandi í grein hans 18. júní 2006: „En framhjá því verður ekki horft að þegar stjórnmálasaga síðasta aldarfjórðungs verður skrifuð mun nafn Halldórs Ásgrímssonar verða fyrirferðarmikið. Samstarf hans og Davíðs Oddsonar í ríkisstjórn var þjóðinni einkar gæfuríkt og vandfundinn annar eins uppgangstími í sögu þjóðarinnar.“ Ekki er saga hins „gæfuríka“ stjórnartímabils á enda kljáð. Ýmsir hafa þó drepið niður penna, t.d. Rannsóknarnefnd Alþingis í 9 – níu – binda verki sínu. Aftur á móti munu enn vera áhöld um hvort „sérstakur“ saksóknari í Hrunmálum sé skrifandi. En vísa séra Matthíasar er öll á þessa leið: Vesæla land! Setið er nú meðan sætt er, senn er nú étið hvað ætt er, vesæla land!
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun