Sjálfsblekkingin um 2007 Kristinn H. Gunnarsson skrifar 11. október 2011 06:00 Sú sjálfsblekking er áberandi í þjóðfélaginu að hægt sé að strika út efnahagsleg áhrif hrunsins og hverfa aftur til lífskjara árins 2007. Til marks um það eru kröfur um lækkun skulda, hækkun launa og bætur fyrir lækkun íbúðaverðs. Staðreyndin er sú að lífskjörin á hátindi góðærisins fyrir hrun voru blekkingin ein, velmegun sem byggð var áralangri og ofsafenginni skuldasöfnun einstaklinga og fyrirtækja. Það eru ekki til nein verðmæti í þjóðfélaginu til þess að standa undir fölsku lífskjörunum frá 2007. Lífskjör á lánum verða aldrei varanleg. Viðskiptahallinn 2005 og 2006 var um 500 milljarðar króna. Það eru um 6 milljónir króna á hverja fjölskyldu. Vorið 2008 lýsir Seðlabankinn stöðunni þannig að kaupmáttur virtist umtalsvert meiri en staðist gæti til lengdar og „aldrei hafa heimili og fyrirtæki verið svo skuldsett, viðskiptahallinn aldrei verið meiri, útlánavöxtur aldrei jafn hraður að raungildi og eignaverð aldrei hærra“. Gengi krónunnar var falskt um árabil, landsmenn lifðu af fölskum kaupmætti og fengu meira fyrir krónuna en nokkur innistæða var fyrir. Raunverðið kom fram þegar gengið féll. Þessi sjálfsblekking stendur allri framþróun fyrir þrifum. Pólitísk umræða er föst í 2007 og öll orkan fer í kröfur til stjórnvalda um að færa skuldurum aftur gærdaginn. Hagsmunasamtök heimilanna stjórna umræðunni og ístöðulitlir stjórnmálamenn keppast um að lofa því að strika út hrunið og færa kjósendum aftur 2007-lífið. En það er alltaf einhver sem borgar. Meðan markmiðin eru fullkomlega óraunhæf er umræðan föst í kviksyndi. Þegar horfst verður í augu við staðreyndir kemst þjóðin af stað til þess að vinna sig út úr vandanum. Það þarf hugarfarsbreytingu. Það verða lakari lífskjör um skeið og það þarf að borga skuldir. En engu að síður verða hér góð lífskjör á alþjóðlegan mælikvarða. Það þarf að minnka ríkisútgjöld og auka verðmætasköpun. Það þarf að veiða meiri fisk, vinna hann meira, virkja orku, meiri stóriðju, fleiri ferðamenn og nýta tónlistarhúsið sem aðdráttarafl og þannig má áfram telja. Það þarf að skapa verðmæti í stað þess að eyða í dag tekjum framtíðarinnar. Það er leiðin áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Skoðanir Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sú sjálfsblekking er áberandi í þjóðfélaginu að hægt sé að strika út efnahagsleg áhrif hrunsins og hverfa aftur til lífskjara árins 2007. Til marks um það eru kröfur um lækkun skulda, hækkun launa og bætur fyrir lækkun íbúðaverðs. Staðreyndin er sú að lífskjörin á hátindi góðærisins fyrir hrun voru blekkingin ein, velmegun sem byggð var áralangri og ofsafenginni skuldasöfnun einstaklinga og fyrirtækja. Það eru ekki til nein verðmæti í þjóðfélaginu til þess að standa undir fölsku lífskjörunum frá 2007. Lífskjör á lánum verða aldrei varanleg. Viðskiptahallinn 2005 og 2006 var um 500 milljarðar króna. Það eru um 6 milljónir króna á hverja fjölskyldu. Vorið 2008 lýsir Seðlabankinn stöðunni þannig að kaupmáttur virtist umtalsvert meiri en staðist gæti til lengdar og „aldrei hafa heimili og fyrirtæki verið svo skuldsett, viðskiptahallinn aldrei verið meiri, útlánavöxtur aldrei jafn hraður að raungildi og eignaverð aldrei hærra“. Gengi krónunnar var falskt um árabil, landsmenn lifðu af fölskum kaupmætti og fengu meira fyrir krónuna en nokkur innistæða var fyrir. Raunverðið kom fram þegar gengið féll. Þessi sjálfsblekking stendur allri framþróun fyrir þrifum. Pólitísk umræða er föst í 2007 og öll orkan fer í kröfur til stjórnvalda um að færa skuldurum aftur gærdaginn. Hagsmunasamtök heimilanna stjórna umræðunni og ístöðulitlir stjórnmálamenn keppast um að lofa því að strika út hrunið og færa kjósendum aftur 2007-lífið. En það er alltaf einhver sem borgar. Meðan markmiðin eru fullkomlega óraunhæf er umræðan föst í kviksyndi. Þegar horfst verður í augu við staðreyndir kemst þjóðin af stað til þess að vinna sig út úr vandanum. Það þarf hugarfarsbreytingu. Það verða lakari lífskjör um skeið og það þarf að borga skuldir. En engu að síður verða hér góð lífskjör á alþjóðlegan mælikvarða. Það þarf að minnka ríkisútgjöld og auka verðmætasköpun. Það þarf að veiða meiri fisk, vinna hann meira, virkja orku, meiri stóriðju, fleiri ferðamenn og nýta tónlistarhúsið sem aðdráttarafl og þannig má áfram telja. Það þarf að skapa verðmæti í stað þess að eyða í dag tekjum framtíðarinnar. Það er leiðin áfram.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun