Ásættanlegur farvegur í samstarfi skóla og kirkju Bjarni Karlsson skrifar 6. október 2011 06:00 Nú hefur borgarráð ályktað í hinu langdregna og sérstaka máli er varðar samskipti reykvískra skóla við trú- og lífsskoðanafélög. Það góða er að niðurstaðan felur í sér samráðsferli sem skuli fara fram. Þar með er viðurkennt að það þurfi að ræða þessi mál betur á breiðum faglegum og félagslegum grundvelli. Eins ber að fagna því að nú eru reglurnar settar af borgarráði sjálfu en ekki af mannréttindaráði, og málefninu vísað til Skóla- og frístundasviðs þar sem það á betur heima, um leið og mannréttindaráð hefur sínu mikilvæga eftirlitshlutverki að gegna. Reglurnar sem nú hafa verið samþykktar bera ekki með sér þóttann og andúðina sem upphaflegur texti mannréttindaráðs fól í sér og margt hefur verið fært til betri vegar. Reiknað er með prestum sem fagmönnum í hópi annarra fagmanna í tengslum við sorgarúrvinnslu. Gert er ráð fyrir því að sóknarkirkjur standi áfram við hlið annarra félaga sem bjóða börnum hollar tómstundir í skólahverfinu er kemur að kynningarmálum. Ekki er lagt bann við ferðum fermingarbarna með kirkjum sínum og fleira gott mætti nefna. Auk þess er áfram í textanum sú klára afstaða sem enginn deilir um að skólinn sé ekki vettvangur trúboðs og að allir sem hann heimsækja geri það á forsendum skólans. Þrennt þarf að ræða í samráðsferlinu aðminni hyggju: Viljum við samnýta skólahúsnæði úti í hverfunum með íþróttafélögum, skátum og tónskólum en hafna samvinnu við sóknarkirkjur á því sviði eins og gert er ráð fyrir í nýju reglunum? Viljum við hafna þeirri menningargjöf sem Gídeonmenn hafa fært 10 ára börnum í meira en 60 ár með því að afhenda Nýja testamenntið eða eigum við að finna tilboði þeirra hæfilegan farveg á forsendum skólans? Viljum við banna börnum þátttöku í helgisiðum og athöfnum er þau heimsækja sóknarkirkjuna í hverfinu sínu? Hvernig líður okkur með það að banna barni að signa sig eða segja Faðirvorið sem því hefur verið kennt? Í þessu öllu þarf að gæta hófs og það er hlutverk okkar sem samfélags. Með afgreiðslu málsins hefur borgarráð sýnt ábyrgð sem lýðkjörið yfirvald og vísað þessu umdeilda máli í ásættanlegan farveg þar sem upplýst og vönduð umræða getur átt sér stað. Markmið okkar er að umfaðma fjölbreytileika mannlífsins í einingu. Lausnin mun finnast í röklegu samtali, faglegu samráði og gagnkvæmri háttvísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Nú hefur borgarráð ályktað í hinu langdregna og sérstaka máli er varðar samskipti reykvískra skóla við trú- og lífsskoðanafélög. Það góða er að niðurstaðan felur í sér samráðsferli sem skuli fara fram. Þar með er viðurkennt að það þurfi að ræða þessi mál betur á breiðum faglegum og félagslegum grundvelli. Eins ber að fagna því að nú eru reglurnar settar af borgarráði sjálfu en ekki af mannréttindaráði, og málefninu vísað til Skóla- og frístundasviðs þar sem það á betur heima, um leið og mannréttindaráð hefur sínu mikilvæga eftirlitshlutverki að gegna. Reglurnar sem nú hafa verið samþykktar bera ekki með sér þóttann og andúðina sem upphaflegur texti mannréttindaráðs fól í sér og margt hefur verið fært til betri vegar. Reiknað er með prestum sem fagmönnum í hópi annarra fagmanna í tengslum við sorgarúrvinnslu. Gert er ráð fyrir því að sóknarkirkjur standi áfram við hlið annarra félaga sem bjóða börnum hollar tómstundir í skólahverfinu er kemur að kynningarmálum. Ekki er lagt bann við ferðum fermingarbarna með kirkjum sínum og fleira gott mætti nefna. Auk þess er áfram í textanum sú klára afstaða sem enginn deilir um að skólinn sé ekki vettvangur trúboðs og að allir sem hann heimsækja geri það á forsendum skólans. Þrennt þarf að ræða í samráðsferlinu aðminni hyggju: Viljum við samnýta skólahúsnæði úti í hverfunum með íþróttafélögum, skátum og tónskólum en hafna samvinnu við sóknarkirkjur á því sviði eins og gert er ráð fyrir í nýju reglunum? Viljum við hafna þeirri menningargjöf sem Gídeonmenn hafa fært 10 ára börnum í meira en 60 ár með því að afhenda Nýja testamenntið eða eigum við að finna tilboði þeirra hæfilegan farveg á forsendum skólans? Viljum við banna börnum þátttöku í helgisiðum og athöfnum er þau heimsækja sóknarkirkjuna í hverfinu sínu? Hvernig líður okkur með það að banna barni að signa sig eða segja Faðirvorið sem því hefur verið kennt? Í þessu öllu þarf að gæta hófs og það er hlutverk okkar sem samfélags. Með afgreiðslu málsins hefur borgarráð sýnt ábyrgð sem lýðkjörið yfirvald og vísað þessu umdeilda máli í ásættanlegan farveg þar sem upplýst og vönduð umræða getur átt sér stað. Markmið okkar er að umfaðma fjölbreytileika mannlífsins í einingu. Lausnin mun finnast í röklegu samtali, faglegu samráði og gagnkvæmri háttvísi.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun