Skuldafangelsi Íslandsbanka Kristinn H. Gunnarsson skrifar 30. september 2011 06:00 Viðskiptabankarnir beita öllu afli sínu og verja óbreytt kvótakerfi. Þeir hæla kerfinu á hvert reipi og Íslandsbanki lofar það í hástert. Bankastjórinn segir áróðursstríð vera í gangi og nú verði allir velunnarar þeirra sem eiga ótímabundinn einkarétt á hagnaðinum að verjast áformum stjórnvalda. Það er um mikla peninga að tefla, arðurinn er talinn verða 35-45 milljarðar króna á hverju ári. Reynslan kennir okkur að það má efast um dómgreind stjórnenda bankanna. Það eru aðeins tvö ár síðan þessir bankar fóru allir á hausinn vegna óábyrgra útlána. Aðeins var hugsað um skyndigróðann og fátt var byggt upp í íslensku atvinnulífi. Á árunum 2003-2008 keyrði um þverbak og fjármálastofnanir skuldsettu framtíðina í sjávarútveginum. Skuldirnar jukust um 400 milljarða króna, mest á ofangreindum árum. Bankarnir stjórna nú sem þá verðlagi á veiðiheimildunum í samráði við fáeina útgerðarmenn. Gerviverðlagning kvótans er spilaborgin sem fjárhættuspil Íslandsbanka og annarra banka hvílir á. Stór hluti skuldanna er byggður á skáldskap íslenskra bankastjóra um verðlag á kvóta sem hafði þann eina tilgang að eyða á stuttum tíma öllum hagnaði af sjávarútvegi næstu 15-20 árin og koma honum í hendur fárra aðila. Alþjóðaefnahagsráðið setur íslensku bankana á botninn meðal 143 þjóða á lista um heilbrigði banka. Þeir eiga það fyllilega skilið. Það er ekkert heilbrigt við skuldsetninguna í sjávarútveginum. Hún varð ekki til þess að endurnýja skipin, hún leiddi ekki til fjárfestingar í öðrum varanlegum rekstrarfjármunum, hún varð ekki til þess að auka framleiðni í útgerðinni og hún varð ekki til þess að innleiða samkeppni og auka hæfni stjórnenda. Skuldafangelsið sem viðskiptabankarnir settu sjávarútveginn í varð aðeins til þess að 500 fjölskyldur velta sér upp úr auðæfum, sem aldrei áður í Íslandssögunni hafa verið jafnmikil á höndum jafnfárra. Þetta er kerfið sem bankastjóri Íslandsbanka vill verja með kjafti og klóm. Kerfi sem mun viðhalda skuldafangelsi í sjávarútvegi. Þetta eru ráð þeirra sem eru lengst frá því að reka heilbrigt bankakerfi. Nóg er komið af þeim óráðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Viðskiptabankarnir beita öllu afli sínu og verja óbreytt kvótakerfi. Þeir hæla kerfinu á hvert reipi og Íslandsbanki lofar það í hástert. Bankastjórinn segir áróðursstríð vera í gangi og nú verði allir velunnarar þeirra sem eiga ótímabundinn einkarétt á hagnaðinum að verjast áformum stjórnvalda. Það er um mikla peninga að tefla, arðurinn er talinn verða 35-45 milljarðar króna á hverju ári. Reynslan kennir okkur að það má efast um dómgreind stjórnenda bankanna. Það eru aðeins tvö ár síðan þessir bankar fóru allir á hausinn vegna óábyrgra útlána. Aðeins var hugsað um skyndigróðann og fátt var byggt upp í íslensku atvinnulífi. Á árunum 2003-2008 keyrði um þverbak og fjármálastofnanir skuldsettu framtíðina í sjávarútveginum. Skuldirnar jukust um 400 milljarða króna, mest á ofangreindum árum. Bankarnir stjórna nú sem þá verðlagi á veiðiheimildunum í samráði við fáeina útgerðarmenn. Gerviverðlagning kvótans er spilaborgin sem fjárhættuspil Íslandsbanka og annarra banka hvílir á. Stór hluti skuldanna er byggður á skáldskap íslenskra bankastjóra um verðlag á kvóta sem hafði þann eina tilgang að eyða á stuttum tíma öllum hagnaði af sjávarútvegi næstu 15-20 árin og koma honum í hendur fárra aðila. Alþjóðaefnahagsráðið setur íslensku bankana á botninn meðal 143 þjóða á lista um heilbrigði banka. Þeir eiga það fyllilega skilið. Það er ekkert heilbrigt við skuldsetninguna í sjávarútveginum. Hún varð ekki til þess að endurnýja skipin, hún leiddi ekki til fjárfestingar í öðrum varanlegum rekstrarfjármunum, hún varð ekki til þess að auka framleiðni í útgerðinni og hún varð ekki til þess að innleiða samkeppni og auka hæfni stjórnenda. Skuldafangelsið sem viðskiptabankarnir settu sjávarútveginn í varð aðeins til þess að 500 fjölskyldur velta sér upp úr auðæfum, sem aldrei áður í Íslandssögunni hafa verið jafnmikil á höndum jafnfárra. Þetta er kerfið sem bankastjóri Íslandsbanka vill verja með kjafti og klóm. Kerfi sem mun viðhalda skuldafangelsi í sjávarútvegi. Þetta eru ráð þeirra sem eru lengst frá því að reka heilbrigt bankakerfi. Nóg er komið af þeim óráðum.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun