Fjölmiðlar hvetja til eineltis 29. september 2011 06:00 Það er ekki laust við að það örli á smá holhljóði í fjölmiðlum þessa dagana vegna hörmulegs sjálfsvígs ungs drengs í Sandgerði á dögunum og umræðu um einelti vegna þessa atviks. Sumir íslenskir fjölmiðlar, þar sem DV trónir á toppnum og Eyjan og tengdir miðlar koma fast á hæla þess, hafa nefnilega ástundað það að leggja einstaklinga í einelti með háði og spotti og eru litlu skárri en illkvittnir krakkar á skólalóð en viðkomandi blaðamenn eiga þó að heita þroskað og fullorðið fólk. Þessir miðlar opna síðan skítaflórinn sinn fyrir smásálum með geðræna kvilla sem hafa lítið annað fyrir stafni í lífinu en ausa yfir þetta sama fólk óhróðri og svívirðingum í svokölluðum athugasemdareitum. Því miður lesa menn þetta og smátt og smátt síast það inn hjá fólki, unglingum og börnum að það sé bara allt í lagi að fara um í hópum og draga einstaklinga sundur og saman í háði og rógi á opinberum vettvangi. Börnin fara í skólann og ástunda sama eineltið og stríðnina og Reynir Traustason á DV og Karl Th. Birgisson á eyjan.is. Það læra jú börnin sem fyrir þeim er haft. Íslenskir blaðamenn og ritstjórar ættu að líta sér nær um leið og þeir fjalla um þá miklu sorg sem hélt innreið sína í Sandgerði eða reyna með vitrænum hætti að fjalla um einelti, því þeir eru með hinni nýju blaðamennsku, beint og óbeint, að stuðla að einelti meðal barna og unglinga. Vissulega er einelti vandamál í skólum sem ber að stemma stigu við en ekki síður er þörf á Olveusaráætlun hjá íslenskum fjölmiðlum þar sem innleidd yrði vönduð og og heiðarleg blaðamennska þar sem ritstjórarnir hætta að haga sér eins og forsprakkarnir á skólalóðinni sem velja það skólasystkini sem næst skal leggja fæð á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki laust við að það örli á smá holhljóði í fjölmiðlum þessa dagana vegna hörmulegs sjálfsvígs ungs drengs í Sandgerði á dögunum og umræðu um einelti vegna þessa atviks. Sumir íslenskir fjölmiðlar, þar sem DV trónir á toppnum og Eyjan og tengdir miðlar koma fast á hæla þess, hafa nefnilega ástundað það að leggja einstaklinga í einelti með háði og spotti og eru litlu skárri en illkvittnir krakkar á skólalóð en viðkomandi blaðamenn eiga þó að heita þroskað og fullorðið fólk. Þessir miðlar opna síðan skítaflórinn sinn fyrir smásálum með geðræna kvilla sem hafa lítið annað fyrir stafni í lífinu en ausa yfir þetta sama fólk óhróðri og svívirðingum í svokölluðum athugasemdareitum. Því miður lesa menn þetta og smátt og smátt síast það inn hjá fólki, unglingum og börnum að það sé bara allt í lagi að fara um í hópum og draga einstaklinga sundur og saman í háði og rógi á opinberum vettvangi. Börnin fara í skólann og ástunda sama eineltið og stríðnina og Reynir Traustason á DV og Karl Th. Birgisson á eyjan.is. Það læra jú börnin sem fyrir þeim er haft. Íslenskir blaðamenn og ritstjórar ættu að líta sér nær um leið og þeir fjalla um þá miklu sorg sem hélt innreið sína í Sandgerði eða reyna með vitrænum hætti að fjalla um einelti, því þeir eru með hinni nýju blaðamennsku, beint og óbeint, að stuðla að einelti meðal barna og unglinga. Vissulega er einelti vandamál í skólum sem ber að stemma stigu við en ekki síður er þörf á Olveusaráætlun hjá íslenskum fjölmiðlum þar sem innleidd yrði vönduð og og heiðarleg blaðamennska þar sem ritstjórarnir hætta að haga sér eins og forsprakkarnir á skólalóðinni sem velja það skólasystkini sem næst skal leggja fæð á.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun