Noregur og Ísland vinna saman á norðurslóðum 29. september 2011 06:00 Ísland og Noregur eru sannar vinaþjóðir, norðurskautsríki með sameiginlega sögu og menningu. Löng hefð er fyrir samstarfi ríkjanna tveggja, á vettvangi norrænnar og evrópskrar samvinnu og meðal Atlantshafsríkja. Við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta þegar kemur að þróun mála á norðurslóðum – okkar heimaslóð. Það verður meginefnið á fundi okkar á Akureyri í dag. Áhugi heimsins á norðurslóðum hefur stóraukist á síðustu árum. Í lok kalda stríðsins dró mjög úr hernaðarlegu mikilvægi svæðisins fyrir stórveldin og norðurslóðum var ýtt til hliðar í heimsumræðunni. Síðustu ár hafa orðið róttækar breytingar á því og ástæðurnar eru margar og ólíkar. Loftslagsbreytingar eru ein þeirra. Á norðurslóðum eru þær augljósar og afleiðingarnar gætu orðið miklar. Þess vegna er þekking á norðurheimskautinu lykill að því að skilja þessar breytingar. Á sama tíma skapa loftslagsbreytingarnar ný tækifæri: svo sem bætt aðgengi að auðlindum og nýjar siglingaleiðir. Sterkara NorðurskautsráðSamstarfið á norðurslóðum fer fram innan fjölda stofnana sem saman mynda öflugt net: Norðurskautsráðsins, þar sem norðurskautsríkin átta vinna saman, Barentsráðsins, Eystrasaltsráðsins, innan norðlægu víddar Evrópusambandsins sem Noregur, Ísland og Rússland taka þátt í, og í norrænni samvinnu. Starf Norðurskautsráðsins hefur eflst mikið á síðustu árum. Noregur og Ísland hafa unnið sameiginlega að því þróa og styrkja ráðið enn frekar sem aðalvettvang fyrir samstarf á norðurslóðum. Á ráðherrafundinum í Nuuk í maí voru teknar stefnumarkandi ákvarðanir sem munu styrkja ráðið: við undirrituðum lagalega bindandi samkomulag um leit og björgun í norðurhöfum, sammæltumst um að vinna að samkomulagi um viðbrögð við olíuvá. Þetta skiptir sköpum um að auka öryggi þeirra sem fara um norðurslóðir, mæta þeirri umhverfisvá sem aukin efnahagsumsvif kunna að hafa í för með sér. Þá náðist samkomulag um stofnun fastaskrifstofu Norðurskautráðsins í Tromsö. Um árabil stóð það Norðurskautsráðinu fyrir þrifum hversu fáir þekktu til starfsins. Nú má segja að þessu sé öfugt farið og að ráðið þurfi nú að mæta stórauknum áhuga utan frá s.s. frá Kína, Japan, S-Kóreu, Ítalíu og Evrópusambandinu. Það sem gerist á norðurslóðum vekur áhuga víða. Þessi utanaðkomandi áhugi á norðurheimskautssvæðinu er eðlilegur og jákvæður. Allnokkur lönd utan norðurslóða hafa óskað eftir áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu. Nokkur aðildarríkjanna hafa haft ákveðnar efasemdir um slíkt en nú hafa þau náð samkomulagi um viðmiðunarreglur fyrir nýja umsækjendur, sem er ánægjulegt. Við teljum að aukinn áhugi á ráðinu sé af hinu góða og til marks um aukið vægi þess. Mörg viðfangefni á norðurslóðum eiga sér rætur eða krefjast lausna sem ná út fyrir mörk svæðisins. Við viljum að Norðurskautsráðið verði áfram leiðandi vettvangur umræðu um norðurslóðir en mengun á svæðinu á sér oft rætur í öðrum heimshlutum og þess vegna verðum við að vinna með fleiri ríkjum til að leysa vandann. Prófessorsstaða á AkureyriGott samstarf er á milli Noregs og Íslands um fjölmörg mál er snerta sameiginlega hagsmuni okkar á norðurslóðum. Tengslin liggja víða og á margvíslegum sviðum – á milli fagstofnana og innan fræðasamfélagsins. Í framhaldi af þeim mikilvægu ákvörðunum sem teknar voru í Nuuk höfum við einnig rætt möguleikana á því að styrkja samstarf landanna tveggja. Við viljum efla rannsóknir á sviði norðurslóðafræða enn frekar. Í dag munum við undirrita samkomulag til þriggja ára sem stuðlar að því að íslenskir og norskir vísindamenn og nemendur geti í enn meiri mæli deilt þekkingu á sameiginlegum hugðarefnum sem skipta máli fyrir framtíðarþróun á norðurslóðum. Einn þáttur samkomulagsins felur í sér að komið verður á fót sameiginlegri gistiprófessorsstöðu í norðurslóðafræðum við Háskólann á Akureyri, sem nefnd verður eftir Friðþjófi Nansen – einum mesta heimskautakönnuði Norðmanna, fræðimanni og mannvini en í ár eru 150 ár liðin frá fæðingu hans. Með því að standa saman að því að auka skilning á þeim breytingum sem nú eiga sér stað og afleiðingum erum við betur í stakk búin til að mæta áskorunum og nýjum tækifærum á okkar heimaslóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Össur Skarphéðinsson Mest lesið Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Sjá meira
Ísland og Noregur eru sannar vinaþjóðir, norðurskautsríki með sameiginlega sögu og menningu. Löng hefð er fyrir samstarfi ríkjanna tveggja, á vettvangi norrænnar og evrópskrar samvinnu og meðal Atlantshafsríkja. Við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta þegar kemur að þróun mála á norðurslóðum – okkar heimaslóð. Það verður meginefnið á fundi okkar á Akureyri í dag. Áhugi heimsins á norðurslóðum hefur stóraukist á síðustu árum. Í lok kalda stríðsins dró mjög úr hernaðarlegu mikilvægi svæðisins fyrir stórveldin og norðurslóðum var ýtt til hliðar í heimsumræðunni. Síðustu ár hafa orðið róttækar breytingar á því og ástæðurnar eru margar og ólíkar. Loftslagsbreytingar eru ein þeirra. Á norðurslóðum eru þær augljósar og afleiðingarnar gætu orðið miklar. Þess vegna er þekking á norðurheimskautinu lykill að því að skilja þessar breytingar. Á sama tíma skapa loftslagsbreytingarnar ný tækifæri: svo sem bætt aðgengi að auðlindum og nýjar siglingaleiðir. Sterkara NorðurskautsráðSamstarfið á norðurslóðum fer fram innan fjölda stofnana sem saman mynda öflugt net: Norðurskautsráðsins, þar sem norðurskautsríkin átta vinna saman, Barentsráðsins, Eystrasaltsráðsins, innan norðlægu víddar Evrópusambandsins sem Noregur, Ísland og Rússland taka þátt í, og í norrænni samvinnu. Starf Norðurskautsráðsins hefur eflst mikið á síðustu árum. Noregur og Ísland hafa unnið sameiginlega að því þróa og styrkja ráðið enn frekar sem aðalvettvang fyrir samstarf á norðurslóðum. Á ráðherrafundinum í Nuuk í maí voru teknar stefnumarkandi ákvarðanir sem munu styrkja ráðið: við undirrituðum lagalega bindandi samkomulag um leit og björgun í norðurhöfum, sammæltumst um að vinna að samkomulagi um viðbrögð við olíuvá. Þetta skiptir sköpum um að auka öryggi þeirra sem fara um norðurslóðir, mæta þeirri umhverfisvá sem aukin efnahagsumsvif kunna að hafa í för með sér. Þá náðist samkomulag um stofnun fastaskrifstofu Norðurskautráðsins í Tromsö. Um árabil stóð það Norðurskautsráðinu fyrir þrifum hversu fáir þekktu til starfsins. Nú má segja að þessu sé öfugt farið og að ráðið þurfi nú að mæta stórauknum áhuga utan frá s.s. frá Kína, Japan, S-Kóreu, Ítalíu og Evrópusambandinu. Það sem gerist á norðurslóðum vekur áhuga víða. Þessi utanaðkomandi áhugi á norðurheimskautssvæðinu er eðlilegur og jákvæður. Allnokkur lönd utan norðurslóða hafa óskað eftir áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu. Nokkur aðildarríkjanna hafa haft ákveðnar efasemdir um slíkt en nú hafa þau náð samkomulagi um viðmiðunarreglur fyrir nýja umsækjendur, sem er ánægjulegt. Við teljum að aukinn áhugi á ráðinu sé af hinu góða og til marks um aukið vægi þess. Mörg viðfangefni á norðurslóðum eiga sér rætur eða krefjast lausna sem ná út fyrir mörk svæðisins. Við viljum að Norðurskautsráðið verði áfram leiðandi vettvangur umræðu um norðurslóðir en mengun á svæðinu á sér oft rætur í öðrum heimshlutum og þess vegna verðum við að vinna með fleiri ríkjum til að leysa vandann. Prófessorsstaða á AkureyriGott samstarf er á milli Noregs og Íslands um fjölmörg mál er snerta sameiginlega hagsmuni okkar á norðurslóðum. Tengslin liggja víða og á margvíslegum sviðum – á milli fagstofnana og innan fræðasamfélagsins. Í framhaldi af þeim mikilvægu ákvörðunum sem teknar voru í Nuuk höfum við einnig rætt möguleikana á því að styrkja samstarf landanna tveggja. Við viljum efla rannsóknir á sviði norðurslóðafræða enn frekar. Í dag munum við undirrita samkomulag til þriggja ára sem stuðlar að því að íslenskir og norskir vísindamenn og nemendur geti í enn meiri mæli deilt þekkingu á sameiginlegum hugðarefnum sem skipta máli fyrir framtíðarþróun á norðurslóðum. Einn þáttur samkomulagsins felur í sér að komið verður á fót sameiginlegri gistiprófessorsstöðu í norðurslóðafræðum við Háskólann á Akureyri, sem nefnd verður eftir Friðþjófi Nansen – einum mesta heimskautakönnuði Norðmanna, fræðimanni og mannvini en í ár eru 150 ár liðin frá fæðingu hans. Með því að standa saman að því að auka skilning á þeim breytingum sem nú eiga sér stað og afleiðingum erum við betur í stakk búin til að mæta áskorunum og nýjum tækifærum á okkar heimaslóð.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun