Ágúst ætlar að nýta tímann vel út í Póllandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2011 07:00 Birna Berg Haraldsdóttir spilar sína fyrstu landsleiki í Póllandi. Mydn/Vilhelm Íslenska kvennalandsliðið er komið til Póllands, þar sem stelpurnar taka þátt í æfingamóti. Liðið mætir Hollandi í dag og spilar síðan einnig við Pólland og Tékkland um helgina. „Það er frábært að komast á svona mót og spila á móti svona sterkum þjóðum. Við erum búin að nýta tímann vel og ætlum að gera það enn betur á komandi dögum. Vonandi náum við fínum úrslitum en höfuðáherslan er að hreyfa aðeins liðið, skoða leikmenn og reyna að vinna með okkar leikskipulag," sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari íslenska liðsins. „Við höfum æft tvisvar á dag við mjög fínar aðstæður í Póllandi og erum síðan að fara að spila við sterka andstæðinga," segir Ágúst, en hann leggur áherslu á að horfa ekki of langt. Liðið er þar með að hefja undirbúning sinn fyrir undankeppni EM sem hefst í október, sem og heimsmeistaramótið í Brasilíu sem fer fram í desember. „Það er gríðarlega mikilvægt að við höldum okkur á jörðinni og einbeitum okkur að næsta verkefni, sem er mjög mikilvægir leikir í Evrópukeppninni. Við erum þar í riðli með Sviss, Úkraínu og Spáni og það fara tvö lið áfram. Við eigum fína möguleika á því að komast áfram en þurfum þá að halda rétt á spilunum. Það er gríðarlega mikilvægt að vera einbeitt og taka bara eitt skref í einu," segir Ágúst, sem er án lykilmanna í mótinu í Póllandi. „Anna Úrsúla (Guðmundsdóttir) kemur til móts við hópinn í kvöld (í gær) og við verðum að sjá til hversu mikið hún getur verið með því hún er búin að vera veik. Rakel (Dögg Bragadóttir, fyrirliði) er enn þá meidd og ég reikna ekki með henni í neinum leikjanna nema kannski hugsanlega í síðasta leiknum. Hún verður ekki með á morgun og á laugardaginn. Rut (Jónsdóttir) meiddist í leik með Tvis Holstebro tveimur dögum áður en við fórum út. Hún er heldur ekki hérna. Liðið er því breytt og það er um að gera að nýta þessa leiki í að gefa öðrum tækifæri og skoða fleiri leikmenn," segir Ágúst. Íslenski handboltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið er komið til Póllands, þar sem stelpurnar taka þátt í æfingamóti. Liðið mætir Hollandi í dag og spilar síðan einnig við Pólland og Tékkland um helgina. „Það er frábært að komast á svona mót og spila á móti svona sterkum þjóðum. Við erum búin að nýta tímann vel og ætlum að gera það enn betur á komandi dögum. Vonandi náum við fínum úrslitum en höfuðáherslan er að hreyfa aðeins liðið, skoða leikmenn og reyna að vinna með okkar leikskipulag," sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari íslenska liðsins. „Við höfum æft tvisvar á dag við mjög fínar aðstæður í Póllandi og erum síðan að fara að spila við sterka andstæðinga," segir Ágúst, en hann leggur áherslu á að horfa ekki of langt. Liðið er þar með að hefja undirbúning sinn fyrir undankeppni EM sem hefst í október, sem og heimsmeistaramótið í Brasilíu sem fer fram í desember. „Það er gríðarlega mikilvægt að við höldum okkur á jörðinni og einbeitum okkur að næsta verkefni, sem er mjög mikilvægir leikir í Evrópukeppninni. Við erum þar í riðli með Sviss, Úkraínu og Spáni og það fara tvö lið áfram. Við eigum fína möguleika á því að komast áfram en þurfum þá að halda rétt á spilunum. Það er gríðarlega mikilvægt að vera einbeitt og taka bara eitt skref í einu," segir Ágúst, sem er án lykilmanna í mótinu í Póllandi. „Anna Úrsúla (Guðmundsdóttir) kemur til móts við hópinn í kvöld (í gær) og við verðum að sjá til hversu mikið hún getur verið með því hún er búin að vera veik. Rakel (Dögg Bragadóttir, fyrirliði) er enn þá meidd og ég reikna ekki með henni í neinum leikjanna nema kannski hugsanlega í síðasta leiknum. Hún verður ekki með á morgun og á laugardaginn. Rut (Jónsdóttir) meiddist í leik með Tvis Holstebro tveimur dögum áður en við fórum út. Hún er heldur ekki hérna. Liðið er því breytt og það er um að gera að nýta þessa leiki í að gefa öðrum tækifæri og skoða fleiri leikmenn," segir Ágúst.
Íslenski handboltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Sjá meira