Skálholt – Nýr biskup 17. september 2011 06:00 Úr húmi aldanna rís hugsunin um Skálholt eins og myndin af frelsaranum á altarisveggnum þar, óræð, margsaga en engu að síður með áskorun fyrir ókominn tíma. Hver sem kemur þangað finnur til sín kallað: Hver ert þú förumaður og hvert ætlar þú? Hver er ákvörðunarstaður þinn? Vel væri svarað ef sagt væri: Himinn Guðs, Guðs eilífa borg. Skálholt hefur vaxið í samtíð okkar, er eitt af því sem kallað hefur verið til leiks okkar samtíðarmanna úr örófi alda. Þar hefur risið helgidómur sem á sér tilkall í huga okkar og vonum. Er ágengur við hugsun hvers okkar sem þar höfum komið. Segir eitthvað við okkur, spyr spurninga um vegferð okkar. Margt er það orðið sem þaðan hefur borist út yfir land og lýð, enda staðurinn í miðjum straumi Íslandssögunnar. Ísleifur settist þar að fyrstur biskupa; Gissur var þar þrennt í senn: Hirðir, konungur og víkingur; Þorlákur gaf fordæmi um sið og helgi; Marteinn kom á nýjum sið og Jón Arason stóð í móti; Vídalín talaði inn á hvert heimili gegnum postillu sína og Hannes Finnsson skrifaði hina fyrstu hagfræðiritgerð um það að landið bætti sig á aldarfjórðungi hvað sem á hefði dunið; Sigurbjörn, ég tel hann hér, talaði einnig inn á hvert heimili Íslands og minnti á hann sem var og er og kemur. Biskupsþjónusta er fyrirferðarmikil í íslenskri sögu eins og Skálholt. Hlutverk biskupa er að halda kirkjunni saman í samtíð og sögu. Minna á það sem hefur ævarandi gildi. Það er erfitt hlutverk í samtímanum sem hefur gert allt að álitamálum og varpað öllu í efa. En eitt var það, sem stöðugt stóð og stendur alla tíð, það virki, er styrka höndin hlóð, þín hjálpin, Drottinn, blíð, kvað sr. Sigurjón í Saurbæ. Skálholt minnir á það virki, rís upp úr sögunni og náttúruhamförunum og flytur nýjum tíma nýjan boðskap. Á sunnudaginn bætist sr. Kristján Valur Ingólfsson í röð þeirra sem hafa veitt Skálholti forstöðu. Af honum er góðs að vænta svo reyndur sem hann er í lífi og starfi kirkjunnar. Prestur við hið ysta haf, lærdómsmaður við einn virðulegasta menntabrunn álfunnar, fræðari presta og prestsefna, áður kunnur Skálholti sem rektor lýðskólans þar og sannur ármaður kirkjunnar alla tíð. Við öll sem unnum kirkju og kristni á Íslandi skulum fagna honum. Hvernig sem okkur finnst hlutunum megi vera varið í kirkju okkar skiptir það mestu að þau sem veljast til þjónustunnar þar séu heil í áhuga sínum, að þau séu rótfest í fagnaðarerindinu um Krist og viti hvert hlutverk kirkjunnar er í samtíð sem í fortíð. Enginn getur girnst það hlutverk í dag sem leiðtogar kirkju okkar gegna nema þau hafi ást á kirkjunni, ástríðufulla ást sem sprettur af dagskipan hennar sem felst í þeirri skipan að gera allar þjóðir að lærisveinum, kenna þeim og helga nafni guðs, föður, sonar og heilags anda. Í því ljósi verður lífi mannanna lyft upp mót hugsjónum um frið og sátt í veröld okkar mannanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Úr húmi aldanna rís hugsunin um Skálholt eins og myndin af frelsaranum á altarisveggnum þar, óræð, margsaga en engu að síður með áskorun fyrir ókominn tíma. Hver sem kemur þangað finnur til sín kallað: Hver ert þú förumaður og hvert ætlar þú? Hver er ákvörðunarstaður þinn? Vel væri svarað ef sagt væri: Himinn Guðs, Guðs eilífa borg. Skálholt hefur vaxið í samtíð okkar, er eitt af því sem kallað hefur verið til leiks okkar samtíðarmanna úr örófi alda. Þar hefur risið helgidómur sem á sér tilkall í huga okkar og vonum. Er ágengur við hugsun hvers okkar sem þar höfum komið. Segir eitthvað við okkur, spyr spurninga um vegferð okkar. Margt er það orðið sem þaðan hefur borist út yfir land og lýð, enda staðurinn í miðjum straumi Íslandssögunnar. Ísleifur settist þar að fyrstur biskupa; Gissur var þar þrennt í senn: Hirðir, konungur og víkingur; Þorlákur gaf fordæmi um sið og helgi; Marteinn kom á nýjum sið og Jón Arason stóð í móti; Vídalín talaði inn á hvert heimili gegnum postillu sína og Hannes Finnsson skrifaði hina fyrstu hagfræðiritgerð um það að landið bætti sig á aldarfjórðungi hvað sem á hefði dunið; Sigurbjörn, ég tel hann hér, talaði einnig inn á hvert heimili Íslands og minnti á hann sem var og er og kemur. Biskupsþjónusta er fyrirferðarmikil í íslenskri sögu eins og Skálholt. Hlutverk biskupa er að halda kirkjunni saman í samtíð og sögu. Minna á það sem hefur ævarandi gildi. Það er erfitt hlutverk í samtímanum sem hefur gert allt að álitamálum og varpað öllu í efa. En eitt var það, sem stöðugt stóð og stendur alla tíð, það virki, er styrka höndin hlóð, þín hjálpin, Drottinn, blíð, kvað sr. Sigurjón í Saurbæ. Skálholt minnir á það virki, rís upp úr sögunni og náttúruhamförunum og flytur nýjum tíma nýjan boðskap. Á sunnudaginn bætist sr. Kristján Valur Ingólfsson í röð þeirra sem hafa veitt Skálholti forstöðu. Af honum er góðs að vænta svo reyndur sem hann er í lífi og starfi kirkjunnar. Prestur við hið ysta haf, lærdómsmaður við einn virðulegasta menntabrunn álfunnar, fræðari presta og prestsefna, áður kunnur Skálholti sem rektor lýðskólans þar og sannur ármaður kirkjunnar alla tíð. Við öll sem unnum kirkju og kristni á Íslandi skulum fagna honum. Hvernig sem okkur finnst hlutunum megi vera varið í kirkju okkar skiptir það mestu að þau sem veljast til þjónustunnar þar séu heil í áhuga sínum, að þau séu rótfest í fagnaðarerindinu um Krist og viti hvert hlutverk kirkjunnar er í samtíð sem í fortíð. Enginn getur girnst það hlutverk í dag sem leiðtogar kirkju okkar gegna nema þau hafi ást á kirkjunni, ástríðufulla ást sem sprettur af dagskipan hennar sem felst í þeirri skipan að gera allar þjóðir að lærisveinum, kenna þeim og helga nafni guðs, föður, sonar og heilags anda. Í því ljósi verður lífi mannanna lyft upp mót hugsjónum um frið og sátt í veröld okkar mannanna.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun