
Ríkið misskilur sig
Er hægt að bera persónu saman við ríkið? Við viljum helst að ríkisvaldið, Alþingi, embættismannakerfið og ráðuneytin séu samkvæm sjálfum sér og hvert öðru í orði og gerðum. Helst eiga þau ekki að vinna gegn yfirlýstum markmiðum sínum. En ríkið misskilur sjálft sig.
Ríkið misskilur hjólreiðar
Á sviði grænna og heilbrigðra samgangna er töluvert um að yfirvöld misskilji sig sjálf. Bæði ríki og sveitarfélög koma með flottar yfirlýsingar um auknar hjólreiðar og almenningssamgöngur, en nefna reyndar furðu sjaldan göngu sem samgöngumáta þó nærri 100% landsmanna gangi daglega styttri eða lengri leiðir. En hér skal sjónum samt beint að hjólreiðum. Á sviði hjólreiða misskilur ríkið sig og sama gildir um sveitarfélögin. Rétt eins og með einstaklinga má leiða líkum að því að skortur á vitneskju um eigin eiginleika, og ágæti eigin aðgerða, sé hluti af skýringunni. Þegar misskilningurinn á eðli hjólreiða er á nokkrum sviðum, eykst ósamræmið.
Hjólreiðar eru samgöngumáti sem er í miklum vexti víða um heim. New York, Sevilla, London, Dublin og stórborgir í Kína gera til dæmis mikið fyrir hjólreiðar þessa dagana. Íslensk yfirvöld virðast ekki hafa fylgst með þessari þróun. Fjálglega er talað um grænar samgöngur, að draga úr innflutningi á orkugjöfum, að bæta lýðheilsu, bæta borgarbraginn, vinna gegn umferðarteppum, mengun, umferðarslysum, draga úr sóun, hagræða í útgjöldum hins opinbera, fyrirtækja og heimila.
Auknar hjólreiðar eru hluti af lausninni en yfirvöld virðast nánast ekki fatta tenginguna. Yfirvöld draga lappirnar eða eru lygilega svifasein varðandi alvöru átak í að auka hjólreiðar. Yfirvöld virðast ekki trúa rökum og ábendingum um lausnir eða loka eyrunum fyrir þeim og sía út það sem snýr að mögulegum breytingum á ferðamáta.
Sveitarfélög, ráðuneyti og embættismenn eru jafnvel að setja og leggja til reglur sem draga úr aðgengi til hjólreiða. Þau misskilja sjálf sig og eigin stefnu og auka misrétti milli hjólreiða og annars samgöngumáta í stað þess að auka jafnræði. Í stað þess að fagna auknum hjólreiðum og styðja við þær með betri aðbúnaði eru Vegagerðin og sveitarfélögin enn að sniglast áfram með að nota fyrstu ríkisfjárveitingarnar til uppbyggingar fyrir hjólreiðar sem löggjafinn veitti loks fyrir um fjórum árum.
Innlendar og erlendar opinberar skýrslur sýna að fjárfestingar í hjólreiðum skili sér margfalt til baka og skili hagnaði nokkuð hratt, ólíkt orkuskiptum í samgöngum þar sem mörg óvissuatriði eru til staðar. Samt er eins og trúin á hjólreiðar sé ekki næg til að réttlæta einu sinni jafnræði til handa notendum reiðhjóla. Menn stefna að því að niðurgreiða „grænni“ bíla, veita áfram skattfrjálsa ökutækjastyrki og niðurgreiða bílastæði, en vilja á sama tíma ekki undanskilja reiðhjól, reiðhjólaviðgerðir eða samgöngustyrki, sem hvetja fólk til að nota annan fararmáta en einkabílinn, frá neinum sköttum. Ekki er heldur hvatt til aukinna hjólreiða í gegnum skattakerfið eins og tíðkast t.d. í Bretlandi.
Opnar hjólaráðstefna samskiptin upp á gátt?
Að sjálfsögðu eru líka mörg jákvæð teikn í loftinu, og nokkur skref stigin í rétta átt, líka hjá hinu opinbera. Í ár markast upphaf Samgönguviku 16. september af heilsdags ráðstefnu um samgönguhjólreiðar. Ráðstefnan verður haldin í Iðnó undir yfirskriftinni „Hjólum til framtíðar“. Innanríkisráðherra og borgarstjóri Reykjavíkurborgar hafa boðað komu sína í pontu ásamt fleira góðu fólki. Ráðstefnan er frekar hógvær í sniðum en samt meðal þeirra metnaðarfyllstu um hjólreiðar á Íslandi hingað til. Þrír erlendir fyrirlesarar mæta, þar af tveir sem eru tengdir hjólasendiráðum Hollands og Danmerkur.
Föstudaginn 16. september gefst tækifæri til að hefja vegferð til hugarfars þar sem hjólreiðar eru metnar að verðleikum sem mjög svo raunhæfur og hagkvæmur hluti af lausninni við mörgum af helstu vandamálunum sem samfélagið glímir við í dag. Lausn sem um leið veitir gleði og skapar nánd og manneskjulegra samfélag. Nánari upplýsingar og skráning á ráðstefnuna er á vef Landssamtaka hjólreiðamanna; LHM.is
Skoðun

Hvað er markaðsverð á fiski?
Sverrir Haraldsson skrifar

Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda
Anna Karen Svövudóttir skrifar

Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt
BIrgir Dýrfjörð skrifar

Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað?
Valentina Klaas skrifar

Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti
Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar

Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna
Berit Mueller skrifar

Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði
Eiríkur Rögnvaldsson skrifar

Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi?
Einar Jóhannes Guðnason skrifar

Þakkir til starfsfólk Janusar
Sigrún Ósk Bergmann skrifar

Mun gervigreindin senda konur heim?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Frá, frá, frá. Fúsa liggur á
Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Nokkur orð um stöðuna
Dögg Þrastardóttir skrifar

Kynbundinn munur í tekjum á efri árum
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

#blessmeta – þriðja grein
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins?
Berglind Halla Elíasdóttir skrifar

Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara!
Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar

Feluleikur Þorgerðar Katrínar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ráðalaus ráðherra
Högni Elfar Gylfason skrifar

Spólum til baka
Snævar Ingi Sveinsson skrifar

Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis
Erna Bjarnadóttir skrifar

Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna
Birna Ösp Traustadóttir skrifar

Sæluríkið Ísland
Einar Helgason skrifar

Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna
Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar

Stormurinn gegn stóðhryssunni
Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar

Kallið þið þetta fjölbreytni?
Hermann Borgar Jakobsson skrifar

Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu
Pétur Jónasson skrifar

Réttlætið sem refsar Jóni
Hjálmar Vilhjálmsson skrifar

Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum
Kristján Blöndal skrifar

Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár
Katrín Matthíasdóttir skrifar