Þjófnaður og þrælahald Ingimar Sveinsson skrifar 15. september 2011 06:00 Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs hefur skýrt frá því að sjóðurinn muni eiga um eða yfir 2.000 íbúðir sem teknar hafa verið eignarnámi. Auk þessa eiga aðrar lánastofnanir nokkurn fjölda íbúða sem þær hafa fengið á sama hátt. Jafnframt var skýrt frá því að líkur væru á að álíka margar íbúðir yrðu teknar eignarnámi á tímabilinu fram að næstu áramótum. Ennfremur var sagt frá því að tugir þúsunda íbúðaeigenda (íbúðaeigenda? ef hægt er að kalla þá eigendur, sjá síðar) væru komnir í vanskil og jafnvel greiðsluþrot og við þeim blasir ekkert annað en eignarnám ef fram heldur sem horfir. Þetta er einkum fólk sem ginnt hefur verið til að kaupa íbúðir og taka lán fyrir stærstum hluta íbúðarverðsins. Við eignarnám eða nauðungarsölu leysa lánastofnanir eignirnar til sín á lágmarksverði sem gengur þá upp í áhvílandi lán til lækkunar á því en þær duga oftast ekki nema fyrir hluta af stökkbreyttri skuld íbúðalánsins en lánveitendur halda síðan áfram að krefja lánþolann um mismuninn á framreiknuðu láninu sem hvíldi á húsnæðinu og því sem fékkst upp í kröfuna á nauðungaruppboðinu. Fólk sem lendir í slíku á enga útkomuleið, það er komið í varanlegan skuldaþrældóm að óbreyttu. Lánastofnanirnar setja ef til vill eignirnar síðan á sölu eða í leigu á fullu verði. Þetta er þó ekki nema hálfur sannleikur því ef vel er að gáð þá kemur í ljós að einnig þeir sem fyrir um áratug keyptu sér íbúð og höfðu sparað fyrir helmingi kaupverðsins eða meiru og tekið lán fyrir því sem á vantaði og alltaf staðið í skilum, skulda nú helmingi meira en í upphafi. Þeir sem keyptu sér íbúð þá fyrir 20 milljónir og tóku lán fyrir 10 milljónum, skulda nú nálægt 20 milljónum og þar sem söluverð íbúðar hefur næstum staðið í stað eins og verið hefur að undanförnu þá flyst eigið fé fasteignaeigandans mánaðarlega úr eigninni til skuldareigandans þar til ekkert eigið fé er lengur til staðar. Því miður hafa margir ekki gert sér grein fyrir þessu. Með sama áframhaldi þá eignast Íbúðalánasjóður og/eða aðrar lánastofnanir svo til allar íbúðir einstaklinga í landinu á næsta áratug. Þetta vil eg meina að sé löggildur eða löglegur þjófnaður. Er það sanngjarnt að aðeins fjármagn lánastofnana sé verðtryggt en ekki sá hluti fjármagns sem eigendurnir leggja til íbúðakaupa? Er þetta leiðin til sparnaðar sem alltaf er verið að predika fyrir fólki? Á áttunda áratug síðustu aldar var mikil óðaverðbólga og órói á vinnumarkaði en veðskuldir stóðu í stað og urðu næstum að engu. Því var með svokölluðum Ólafslögum árið 1979 tekin upp verðtrygging fjárskuldbindinga og launa. Verðtrygging launa var afnumin 1983. Lagasetning getur verið nauðsynleg til að bregðast við vandamálum sem upp koma í þjóðfélaginu hverju sinni, en það er ekki þar með sagt að lögin eigi eða þurfi að vera óbreytt eða ævarandi. Þó að Ólafslögin hafi verið nauðsynleg á sínum tíma er kominn tími til breytinga. Málin hafa snúist við, nú er það fjárhagur heimilanna í landinu sem er að verða að engu en veðskuldahafarnir, bankar og fjármálastofnanir, fitna eins og púkinn á fjósbitanum. Vandinn verður ekki leystur með stanslausum 110 prósenta ráðstöfunum sem duga varla út árið. Er ekki kominn tími til að setja ný lög? Þau gætu heitið „Ögmundarlög“ þar sem hann virðist vera eini ráðherrann í núverandi ríkisstjórn sem hefur áttað sig á að það stefnir óðfluga í almennt gjaldþrot heimilanna í landinu. Við myndun núverandi ríkisstjórnar var mikið gumað af því að nú loksins væri komin til valda „norræn velferðarstjórn“. Eitt höfuðskilyrði velferðar hvers þjóðfélags er að þegnarnir hafi sem flestir efni á að eiga eða leigja sér þak yfir höfuðið. Á meðan ekkert er gert til að svo geti orðið er það aðeins öfugmæli eða gert í háði að tala um norræna velferðarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs hefur skýrt frá því að sjóðurinn muni eiga um eða yfir 2.000 íbúðir sem teknar hafa verið eignarnámi. Auk þessa eiga aðrar lánastofnanir nokkurn fjölda íbúða sem þær hafa fengið á sama hátt. Jafnframt var skýrt frá því að líkur væru á að álíka margar íbúðir yrðu teknar eignarnámi á tímabilinu fram að næstu áramótum. Ennfremur var sagt frá því að tugir þúsunda íbúðaeigenda (íbúðaeigenda? ef hægt er að kalla þá eigendur, sjá síðar) væru komnir í vanskil og jafnvel greiðsluþrot og við þeim blasir ekkert annað en eignarnám ef fram heldur sem horfir. Þetta er einkum fólk sem ginnt hefur verið til að kaupa íbúðir og taka lán fyrir stærstum hluta íbúðarverðsins. Við eignarnám eða nauðungarsölu leysa lánastofnanir eignirnar til sín á lágmarksverði sem gengur þá upp í áhvílandi lán til lækkunar á því en þær duga oftast ekki nema fyrir hluta af stökkbreyttri skuld íbúðalánsins en lánveitendur halda síðan áfram að krefja lánþolann um mismuninn á framreiknuðu láninu sem hvíldi á húsnæðinu og því sem fékkst upp í kröfuna á nauðungaruppboðinu. Fólk sem lendir í slíku á enga útkomuleið, það er komið í varanlegan skuldaþrældóm að óbreyttu. Lánastofnanirnar setja ef til vill eignirnar síðan á sölu eða í leigu á fullu verði. Þetta er þó ekki nema hálfur sannleikur því ef vel er að gáð þá kemur í ljós að einnig þeir sem fyrir um áratug keyptu sér íbúð og höfðu sparað fyrir helmingi kaupverðsins eða meiru og tekið lán fyrir því sem á vantaði og alltaf staðið í skilum, skulda nú helmingi meira en í upphafi. Þeir sem keyptu sér íbúð þá fyrir 20 milljónir og tóku lán fyrir 10 milljónum, skulda nú nálægt 20 milljónum og þar sem söluverð íbúðar hefur næstum staðið í stað eins og verið hefur að undanförnu þá flyst eigið fé fasteignaeigandans mánaðarlega úr eigninni til skuldareigandans þar til ekkert eigið fé er lengur til staðar. Því miður hafa margir ekki gert sér grein fyrir þessu. Með sama áframhaldi þá eignast Íbúðalánasjóður og/eða aðrar lánastofnanir svo til allar íbúðir einstaklinga í landinu á næsta áratug. Þetta vil eg meina að sé löggildur eða löglegur þjófnaður. Er það sanngjarnt að aðeins fjármagn lánastofnana sé verðtryggt en ekki sá hluti fjármagns sem eigendurnir leggja til íbúðakaupa? Er þetta leiðin til sparnaðar sem alltaf er verið að predika fyrir fólki? Á áttunda áratug síðustu aldar var mikil óðaverðbólga og órói á vinnumarkaði en veðskuldir stóðu í stað og urðu næstum að engu. Því var með svokölluðum Ólafslögum árið 1979 tekin upp verðtrygging fjárskuldbindinga og launa. Verðtrygging launa var afnumin 1983. Lagasetning getur verið nauðsynleg til að bregðast við vandamálum sem upp koma í þjóðfélaginu hverju sinni, en það er ekki þar með sagt að lögin eigi eða þurfi að vera óbreytt eða ævarandi. Þó að Ólafslögin hafi verið nauðsynleg á sínum tíma er kominn tími til breytinga. Málin hafa snúist við, nú er það fjárhagur heimilanna í landinu sem er að verða að engu en veðskuldahafarnir, bankar og fjármálastofnanir, fitna eins og púkinn á fjósbitanum. Vandinn verður ekki leystur með stanslausum 110 prósenta ráðstöfunum sem duga varla út árið. Er ekki kominn tími til að setja ný lög? Þau gætu heitið „Ögmundarlög“ þar sem hann virðist vera eini ráðherrann í núverandi ríkisstjórn sem hefur áttað sig á að það stefnir óðfluga í almennt gjaldþrot heimilanna í landinu. Við myndun núverandi ríkisstjórnar var mikið gumað af því að nú loksins væri komin til valda „norræn velferðarstjórn“. Eitt höfuðskilyrði velferðar hvers þjóðfélags er að þegnarnir hafi sem flestir efni á að eiga eða leigja sér þak yfir höfuðið. Á meðan ekkert er gert til að svo geti orðið er það aðeins öfugmæli eða gert í háði að tala um norræna velferðarstjórn.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar