Ekkert gert við atgervisflótta 8. september 2011 06:00 Daglega heyrast fréttir af því að Íslendingar ákveði að flytja utan í leit að atvinnu og betri lífskjörum. Opinber gögn sýna að á árunum 2009-2010 var fjöldi brottfluttra einstaklinga umfram aðfluttra 7.000 manns. Við erum því að upplifa mestu brottflutninga sem orðið hafa síðastliðin 120 ár eða frá því 15.000 Íslendingar fluttu til Vesturheims í lok 19. aldar. Beinn kostnaður við þessa neikvæðu þróun er gríðarlegur. Þarna er um að ræða mikið af fólki sem hefur verið byggt upp á kostnað samfélagsins og er að byrja að skila tekjum til samneyslunnar og halda uppi hagvexti. Flóttinn kostar samfélagið milljarðaÍ skýrslu sem OECD gaf út á síðasta ári kemur fram að íslenskt samfélag eyðir að meðaltali einni milljón í hvern nemanda á hverju námsári. Samkvæmt þessari skýrslu kostar hver grunnskólagenginn námsmaður um 15 milljónir og háskólamenntaður einstaklingur kostar um 23 milljónir króna. Þrátt fyrir þennan kostnað þá sýna allar rannsóknir að fjárfesting í menntun þjóðarinnar skilar sér margfalt til baka í auknum skatttekjum. Sé fjöldi brottfluttra settur í samhengi við beinan menntunarkostnað, kostnað við heilbrigðisþjónustu o.fl. þá má sjá að tap samfélagsins hleypur á tugum ef ekki hundruðum milljarða króna. Þá er ekki horft til þess að viðkomandi hefði, að loknu námi, skapað aukin umsvif í íslensku hagkerfi, borgað skatta og drifið áfram hagvöxt. Það er einnig áhyggjuefni að svo virðist vera sem meira af fjölskyldufólki sé nú að flytja af landi brott. Ekki er óalgengt að annar hvor makinn fari í fyrstu utan og í framhaldinu fylgi fjölskyldan á eftir. Þeim mun lengur sem þetta ástand varir aukast líkurnar á að fjölskyldurnar flytji einnig og að fólk setjist varanlega að erlendis. Stefna ríkisstjórnarinnar dýpkar kreppuna!Fyrir ári síðan ræddi forsætisráðherra um þennan vanda í umræðum á Alþingi. Þá sagði hún reyndar að full ástæða væri til að hafa áhyggjur af þróun mála. Forsætisráðherra sagði einnig að ríkisstjórnin hefði nýverið kynnt áætlun um aukna atvinnuuppbyggingu sem unnið væri eftir og að hún væri sannfærð um að það tækist að snúa þessari þróun við. Frá því þessi ummæli féllu eru liðnir 18 mánuðir. Þvert á spár forsætisráðherra þá heldur fólksflóttinn áfram og lausn ríkisstjórnarinnar virðist felast í því að biðla til stjórnvalda í Noregi að bjóða Íslendingum ekki vinnu samkvæmt norskum launakjörum. Staðreyndin er sú að ríkisstjórninni hefur gengið mjög illa að auka samkeppnishæfni landsins eftir bankahrunið og í dag erum við á svipuðum slóðum og Eistland, Pólland og Kasakstan. Atvinnuleysið er í hæstu hæðum og væri raunar enn hærra ef ekki væri fyrir þennan gríðarlega brottflutning. Fjárfesting í landinu er mjög lítil og fréttum af ungu fólki sem hyggst flytja af landi brott fjölgar. Atgervisflóttinn er að verða bláköld staðreynd. Tækni- og iðnaðarmenn flytjast af landi brott, aðeins þriðjungur læknanema er tilbúinn að koma aftur heim að loknu námi o.s.frv. Hið jákvæða er þó að sóknarfæri okkar liggja mjög víða. Eftir hrun áttum við Íslendingar mikil tækifæri að vinna okkur hratt upp úr efnahagslægðinni og koma þannig í veg fyrir þessa þróun. Nú má ekki meiri tími glatast og við þessar aðstæður er mikilvægt að ríkisstjórnin sýni forystu í verki. Það þarf að finna raunhæfa lausn á skuldavanda heimilanna, efla innlenda framleiðslu á öllum sviðum, auka hagvöxt og draga úr atvinnuleysi. Ég er þess fullviss að hægt er að ná sátt bæði á Alþingi og meðal þjóðarinnar um að skapa umgjörð fyrir þessar áherslur. Reynslan sýnir því miður að það getur ekki orðið undir forystu núverandi ríkisstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Tengdar fréttir Góður árangur og sóknarfæri Íslands Hvert sem litið er blasa við skýr merki þess að Ísland er hröðum skrefum að vinna sig úr hruninu. Hagvöxtur er hafinn og vaxandi bjartsýni gætir í spám helstu greiningaraðila um hagvöxt næstu ára. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs bjó aðeins eitt land innan OECD við meiri hagvöxt en Ísland og ýmislegt bendir til þess að hagvöxtur ársins 2011 kunni að vera vanmetinn. Störfum fjölgar á ný og það dregur úr atvinnuleysi, en miðað við tölur í júlí hefur það ekki verið lægra síðan í desember 2008. Kaupmáttur launa hefur ekki verið hærri frá hruni og kaupmáttur lægstu launa hefur hækkað hlutfallslega mest þannig að jöfnuður í tekjuskiptingu hefur aukist. Þessar staðreyndir eru ótvíræður vitnisburður um að við Íslendingar erum á réttri leið. 7. september 2011 06:00 Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Daglega heyrast fréttir af því að Íslendingar ákveði að flytja utan í leit að atvinnu og betri lífskjörum. Opinber gögn sýna að á árunum 2009-2010 var fjöldi brottfluttra einstaklinga umfram aðfluttra 7.000 manns. Við erum því að upplifa mestu brottflutninga sem orðið hafa síðastliðin 120 ár eða frá því 15.000 Íslendingar fluttu til Vesturheims í lok 19. aldar. Beinn kostnaður við þessa neikvæðu þróun er gríðarlegur. Þarna er um að ræða mikið af fólki sem hefur verið byggt upp á kostnað samfélagsins og er að byrja að skila tekjum til samneyslunnar og halda uppi hagvexti. Flóttinn kostar samfélagið milljarðaÍ skýrslu sem OECD gaf út á síðasta ári kemur fram að íslenskt samfélag eyðir að meðaltali einni milljón í hvern nemanda á hverju námsári. Samkvæmt þessari skýrslu kostar hver grunnskólagenginn námsmaður um 15 milljónir og háskólamenntaður einstaklingur kostar um 23 milljónir króna. Þrátt fyrir þennan kostnað þá sýna allar rannsóknir að fjárfesting í menntun þjóðarinnar skilar sér margfalt til baka í auknum skatttekjum. Sé fjöldi brottfluttra settur í samhengi við beinan menntunarkostnað, kostnað við heilbrigðisþjónustu o.fl. þá má sjá að tap samfélagsins hleypur á tugum ef ekki hundruðum milljarða króna. Þá er ekki horft til þess að viðkomandi hefði, að loknu námi, skapað aukin umsvif í íslensku hagkerfi, borgað skatta og drifið áfram hagvöxt. Það er einnig áhyggjuefni að svo virðist vera sem meira af fjölskyldufólki sé nú að flytja af landi brott. Ekki er óalgengt að annar hvor makinn fari í fyrstu utan og í framhaldinu fylgi fjölskyldan á eftir. Þeim mun lengur sem þetta ástand varir aukast líkurnar á að fjölskyldurnar flytji einnig og að fólk setjist varanlega að erlendis. Stefna ríkisstjórnarinnar dýpkar kreppuna!Fyrir ári síðan ræddi forsætisráðherra um þennan vanda í umræðum á Alþingi. Þá sagði hún reyndar að full ástæða væri til að hafa áhyggjur af þróun mála. Forsætisráðherra sagði einnig að ríkisstjórnin hefði nýverið kynnt áætlun um aukna atvinnuuppbyggingu sem unnið væri eftir og að hún væri sannfærð um að það tækist að snúa þessari þróun við. Frá því þessi ummæli féllu eru liðnir 18 mánuðir. Þvert á spár forsætisráðherra þá heldur fólksflóttinn áfram og lausn ríkisstjórnarinnar virðist felast í því að biðla til stjórnvalda í Noregi að bjóða Íslendingum ekki vinnu samkvæmt norskum launakjörum. Staðreyndin er sú að ríkisstjórninni hefur gengið mjög illa að auka samkeppnishæfni landsins eftir bankahrunið og í dag erum við á svipuðum slóðum og Eistland, Pólland og Kasakstan. Atvinnuleysið er í hæstu hæðum og væri raunar enn hærra ef ekki væri fyrir þennan gríðarlega brottflutning. Fjárfesting í landinu er mjög lítil og fréttum af ungu fólki sem hyggst flytja af landi brott fjölgar. Atgervisflóttinn er að verða bláköld staðreynd. Tækni- og iðnaðarmenn flytjast af landi brott, aðeins þriðjungur læknanema er tilbúinn að koma aftur heim að loknu námi o.s.frv. Hið jákvæða er þó að sóknarfæri okkar liggja mjög víða. Eftir hrun áttum við Íslendingar mikil tækifæri að vinna okkur hratt upp úr efnahagslægðinni og koma þannig í veg fyrir þessa þróun. Nú má ekki meiri tími glatast og við þessar aðstæður er mikilvægt að ríkisstjórnin sýni forystu í verki. Það þarf að finna raunhæfa lausn á skuldavanda heimilanna, efla innlenda framleiðslu á öllum sviðum, auka hagvöxt og draga úr atvinnuleysi. Ég er þess fullviss að hægt er að ná sátt bæði á Alþingi og meðal þjóðarinnar um að skapa umgjörð fyrir þessar áherslur. Reynslan sýnir því miður að það getur ekki orðið undir forystu núverandi ríkisstjórnar.
Góður árangur og sóknarfæri Íslands Hvert sem litið er blasa við skýr merki þess að Ísland er hröðum skrefum að vinna sig úr hruninu. Hagvöxtur er hafinn og vaxandi bjartsýni gætir í spám helstu greiningaraðila um hagvöxt næstu ára. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs bjó aðeins eitt land innan OECD við meiri hagvöxt en Ísland og ýmislegt bendir til þess að hagvöxtur ársins 2011 kunni að vera vanmetinn. Störfum fjölgar á ný og það dregur úr atvinnuleysi, en miðað við tölur í júlí hefur það ekki verið lægra síðan í desember 2008. Kaupmáttur launa hefur ekki verið hærri frá hruni og kaupmáttur lægstu launa hefur hækkað hlutfallslega mest þannig að jöfnuður í tekjuskiptingu hefur aukist. Þessar staðreyndir eru ótvíræður vitnisburður um að við Íslendingar erum á réttri leið. 7. september 2011 06:00
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun