Sauðfjárbúskapur: 7 milljarða árlegt tap? 8. september 2011 06:00 Umræða undangenginna vikna um afkomu sauðfjárbænda og réttlætingu fyrir styrkjum til þeirra vekur upp spurningar um framlag greinarinnar til þjóðarbúsins. Ekki er auðvelt að finna öruggar tölur þar um. Byggja má á búreikningum Hagþjónustu landbúnaðarins. Á heimasíðu Hagþjónustunnar má finna upplýsingar um afkomu meðalsauðfjárbús á árinu 2009. Tölurnar sem þar eru birtar er þó ekki hægt að nota eins og þær koma beint af skepnunni ef svo má segja. Í fyrsta lagi er bændum í sjálfsvald sett hvort þeir senda Hagþjónustunni niðurstöður úr bókhaldi sínu. Almennt er talið að betur búandi bændur séu líklegri til að senda inn bókhaldsupplýsingar en lakar búandi. Í öðru lagi er talnameðferð Hagþjónustunnar talsvert frábrugðin talnameðferð þeirra sem gera upp þjóðhagsreikninga. Tilfærslum (beingreiðslum) er blandað inn í tekjutölur Hagþjónustunnar. Laun bónda eru reiknuð samkvæmt skattmati Ríkisskattstjóra. Reiknað endurgjald sauðfjárbónda var 102 þúsund krónur á mánuði á árinu 2009. Til samanburðar voru atvinnuleysisbætur um 150 þúsund krónur á mánuði á sama tíma og reiknað endurgjald stjórnanda traktorsgröfu var 240 þúsund krónur á sama tíma. Eðlilegast væri að reikna fórnarkostnað vegna vinnuframlags með hliðsjón af atvinnuleysisbótum og bæta launatengdum gjöldum við. Þannig reiknað er þjóðhagslegur kostnaður vegna vinnuframlags sauðfjárbænda tvöfalt hærri í raun en kemur fram í tölum Hagþjónustunnar. Í þriðja lagi er ekki lagt mat á hagræði það sem bændur hafa af að nýta úthaga sem beitarland. Gera má ráð fyrir að ríflega helmingur fæðuþarfar sauðfjárstofnsins sé leystur með beit utan heimalanda. Sé hliðsjón höfð af kostnaði við að afla fóðurs á heimalöndum eru ógjaldfærð útgjöld vegna þessa þáttar milli 1.600 og 1.700 þúsund krónur fyrir meðalsauðfjárbúið á ári. Reikningsdæmið lítur þá þannig út að meðalsauðfjárbú selur afurðir fyrir 3,7 milljónir króna á ári og fær tekjur af ferðaþjónustu og öðru tilfallandi sem svarar til tæplega 700 þúsund króna árlega. Aðföng (olía, rúlluplast, áburður, þjónusta dýralækna, viðhald tækja og véla) eru keypt fyrir 4,3 milljónir árlega. Vinnuframlag svarar til 13,2 mánaða vinnu sem Hagþjónustan metur á 1.221 þúsund krónur en ætti að réttu lagi að metast á 2,5 milljónir króna. Vaxtakostnaður er tæpar 1,9 milljónir króna og afskriftir tækja og húsa 1 milljón króna. Þjóðhagslegt tap á meðalbúinu er því um 7 milljónir króna eða langleiðina í 2 krónur á hverja krónu sem fæst fyrir sölu sauðfjárafurða. Tekjur bænda eru nokkuð skárri en þarna kemur fram þar sem þeir fá um 3,3 milljónir króna í beingreiðslur og framleiðslustyrki auk þess sem þeir telja sér líklega trú um að fórnarkostnaður vegna vinnuframlags sé aðeins um 1 milljón króna árlega en ekki 2,5 milljónir. Meðalsauðfjárbúið er rekið í kringum 364,4 vetrarfóðraðar kindur. Heildarfjöldi vetrarfóðraðra kinda á landinu losar 360 þúsund. Meðalbúið er því um 1 prómill af heildinni. Það er því ekkert verri ágiskun en hver önnur að heildartap þjóðarbúsins vegna sauðfjárframleiðslunnar nemi um 7 milljörðum króna á ári. Sagt með öðrum orðum: Ef það tækist að breyta skipulagi sauðfjárframleiðslunnar þannig að búin væru ekki rekin með því gífurlega þjóðhagslega tapi sem þau eru rekin með myndi landsframleiðsla á Íslandi aukast um 7 milljarða króna á ársgrundvelli. Þetta jafngildir einum Héðinsfjarðargöngum á ári svo upphæðin sé sett í landsbyggðarsamhengi. Ríkisstjórnin áformar að leggja 40 til 50 milljarða króna í byggingu nýs spítala. Tilgangurinn er að ná fram 3ja milljarða árlegum sparnaði í rekstri Landspítalans. Kannski það sé hagkvæmara að líta til mögulegs sparnaðar í landbúnaðarkerfinu fyrst? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Umræða undangenginna vikna um afkomu sauðfjárbænda og réttlætingu fyrir styrkjum til þeirra vekur upp spurningar um framlag greinarinnar til þjóðarbúsins. Ekki er auðvelt að finna öruggar tölur þar um. Byggja má á búreikningum Hagþjónustu landbúnaðarins. Á heimasíðu Hagþjónustunnar má finna upplýsingar um afkomu meðalsauðfjárbús á árinu 2009. Tölurnar sem þar eru birtar er þó ekki hægt að nota eins og þær koma beint af skepnunni ef svo má segja. Í fyrsta lagi er bændum í sjálfsvald sett hvort þeir senda Hagþjónustunni niðurstöður úr bókhaldi sínu. Almennt er talið að betur búandi bændur séu líklegri til að senda inn bókhaldsupplýsingar en lakar búandi. Í öðru lagi er talnameðferð Hagþjónustunnar talsvert frábrugðin talnameðferð þeirra sem gera upp þjóðhagsreikninga. Tilfærslum (beingreiðslum) er blandað inn í tekjutölur Hagþjónustunnar. Laun bónda eru reiknuð samkvæmt skattmati Ríkisskattstjóra. Reiknað endurgjald sauðfjárbónda var 102 þúsund krónur á mánuði á árinu 2009. Til samanburðar voru atvinnuleysisbætur um 150 þúsund krónur á mánuði á sama tíma og reiknað endurgjald stjórnanda traktorsgröfu var 240 þúsund krónur á sama tíma. Eðlilegast væri að reikna fórnarkostnað vegna vinnuframlags með hliðsjón af atvinnuleysisbótum og bæta launatengdum gjöldum við. Þannig reiknað er þjóðhagslegur kostnaður vegna vinnuframlags sauðfjárbænda tvöfalt hærri í raun en kemur fram í tölum Hagþjónustunnar. Í þriðja lagi er ekki lagt mat á hagræði það sem bændur hafa af að nýta úthaga sem beitarland. Gera má ráð fyrir að ríflega helmingur fæðuþarfar sauðfjárstofnsins sé leystur með beit utan heimalanda. Sé hliðsjón höfð af kostnaði við að afla fóðurs á heimalöndum eru ógjaldfærð útgjöld vegna þessa þáttar milli 1.600 og 1.700 þúsund krónur fyrir meðalsauðfjárbúið á ári. Reikningsdæmið lítur þá þannig út að meðalsauðfjárbú selur afurðir fyrir 3,7 milljónir króna á ári og fær tekjur af ferðaþjónustu og öðru tilfallandi sem svarar til tæplega 700 þúsund króna árlega. Aðföng (olía, rúlluplast, áburður, þjónusta dýralækna, viðhald tækja og véla) eru keypt fyrir 4,3 milljónir árlega. Vinnuframlag svarar til 13,2 mánaða vinnu sem Hagþjónustan metur á 1.221 þúsund krónur en ætti að réttu lagi að metast á 2,5 milljónir króna. Vaxtakostnaður er tæpar 1,9 milljónir króna og afskriftir tækja og húsa 1 milljón króna. Þjóðhagslegt tap á meðalbúinu er því um 7 milljónir króna eða langleiðina í 2 krónur á hverja krónu sem fæst fyrir sölu sauðfjárafurða. Tekjur bænda eru nokkuð skárri en þarna kemur fram þar sem þeir fá um 3,3 milljónir króna í beingreiðslur og framleiðslustyrki auk þess sem þeir telja sér líklega trú um að fórnarkostnaður vegna vinnuframlags sé aðeins um 1 milljón króna árlega en ekki 2,5 milljónir. Meðalsauðfjárbúið er rekið í kringum 364,4 vetrarfóðraðar kindur. Heildarfjöldi vetrarfóðraðra kinda á landinu losar 360 þúsund. Meðalbúið er því um 1 prómill af heildinni. Það er því ekkert verri ágiskun en hver önnur að heildartap þjóðarbúsins vegna sauðfjárframleiðslunnar nemi um 7 milljörðum króna á ári. Sagt með öðrum orðum: Ef það tækist að breyta skipulagi sauðfjárframleiðslunnar þannig að búin væru ekki rekin með því gífurlega þjóðhagslega tapi sem þau eru rekin með myndi landsframleiðsla á Íslandi aukast um 7 milljarða króna á ársgrundvelli. Þetta jafngildir einum Héðinsfjarðargöngum á ári svo upphæðin sé sett í landsbyggðarsamhengi. Ríkisstjórnin áformar að leggja 40 til 50 milljarða króna í byggingu nýs spítala. Tilgangurinn er að ná fram 3ja milljarða árlegum sparnaði í rekstri Landspítalans. Kannski það sé hagkvæmara að líta til mögulegs sparnaðar í landbúnaðarkerfinu fyrst?
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun