Íbúalýðræði Gestur Svavarsson skrifar 3. september 2011 06:00 Það er ergilegt þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokksins setja fram rökfærslu sem ekki stenst, eða þvætting sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Það gildir líka um bæjarfulltrúann í Hafnarfirði, Rósu Guðbjartsdóttur. Hún skrifaði á dögunum um íbúalýðræði. Í fyrsta lagi heldur hún því fram að íbúalýðræði, ákvæði um 25% hafi verið tekið upp í tengslum við álversstækkunina. Það er alls ekki rétt. Það ákvæði var sett inn vegna yfirgangs meirihluta Sjálfstæðisflokksins vegna skipulags á Hörðuvöllum á sínum tíma, af Samfylkingunni. Vinstri græn áttu þá ekki bæjarfulltrúa í bæjarstjórn en félagið beitti sér mjög fyrir því að kosningin um álversstækkunina færi fram, eins og síðar varð. Síðar segir hún réttilega að fjöldi bæjarbúa hafi safnað undirskriftum fyrir endurtekinni kosningu. Sjálfstæðisflokkurinn með ósættinuÞá var úr vöndu að ráða. Í fyrsta lagi var óljóst hvort álverið hefði nokkurn hug á að stækka í samræmi við þá deiliskipulagstillögu sem kosið var um á sínum tíma. Í öðru lagi er alls ekki víst að forsendur standist, ótal margt hefur breyst í umhverfinu og ekki víst að það umhverfismat sem lá að baki fyrri stækkunarhugmyndum ætti við vegna þess. Í þriðja lagi, sem er jú mikilvægast, þá er hæpið að það standist lög og rétt að hægt sé að kjósa um mál sem varða þriðja aðila. Þannig gæti ég til dæmis safnað undir-skriftum fyrir því að Rósa mætti hækka húsið sitt um eina hæð, á meðan Rósa hefði hins vegar ekki neinn sérstakan áhuga á því. Það sjá allir hvílík fásinna það væri. Það sýndi sig í sameiginlegri yfirlýsingu Alcan og Hafnarfjarðarbæjar að aðilar eru sammála um að ekki sé tímabært að kjósa aftur um mögulega stækkun álversins. Sú niðurstaða er fengin í sátt við fyrirtækið, og er niðurstaða þess, engu síður en bæjarstjórnar. Ég skil ekki af hverju bæjarfulltrúinn kýs að setja sig upp á móti sáttinni og með ósættinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Skoðun Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Það er ergilegt þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokksins setja fram rökfærslu sem ekki stenst, eða þvætting sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Það gildir líka um bæjarfulltrúann í Hafnarfirði, Rósu Guðbjartsdóttur. Hún skrifaði á dögunum um íbúalýðræði. Í fyrsta lagi heldur hún því fram að íbúalýðræði, ákvæði um 25% hafi verið tekið upp í tengslum við álversstækkunina. Það er alls ekki rétt. Það ákvæði var sett inn vegna yfirgangs meirihluta Sjálfstæðisflokksins vegna skipulags á Hörðuvöllum á sínum tíma, af Samfylkingunni. Vinstri græn áttu þá ekki bæjarfulltrúa í bæjarstjórn en félagið beitti sér mjög fyrir því að kosningin um álversstækkunina færi fram, eins og síðar varð. Síðar segir hún réttilega að fjöldi bæjarbúa hafi safnað undirskriftum fyrir endurtekinni kosningu. Sjálfstæðisflokkurinn með ósættinuÞá var úr vöndu að ráða. Í fyrsta lagi var óljóst hvort álverið hefði nokkurn hug á að stækka í samræmi við þá deiliskipulagstillögu sem kosið var um á sínum tíma. Í öðru lagi er alls ekki víst að forsendur standist, ótal margt hefur breyst í umhverfinu og ekki víst að það umhverfismat sem lá að baki fyrri stækkunarhugmyndum ætti við vegna þess. Í þriðja lagi, sem er jú mikilvægast, þá er hæpið að það standist lög og rétt að hægt sé að kjósa um mál sem varða þriðja aðila. Þannig gæti ég til dæmis safnað undir-skriftum fyrir því að Rósa mætti hækka húsið sitt um eina hæð, á meðan Rósa hefði hins vegar ekki neinn sérstakan áhuga á því. Það sjá allir hvílík fásinna það væri. Það sýndi sig í sameiginlegri yfirlýsingu Alcan og Hafnarfjarðarbæjar að aðilar eru sammála um að ekki sé tímabært að kjósa aftur um mögulega stækkun álversins. Sú niðurstaða er fengin í sátt við fyrirtækið, og er niðurstaða þess, engu síður en bæjarstjórnar. Ég skil ekki af hverju bæjarfulltrúinn kýs að setja sig upp á móti sáttinni og með ósættinu.
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar