Nýr spítali – forsenda framþróunar í heilbrigðisþjónustu Ólafur Baldursson skrifar 3. september 2011 06:00 Stærsta framfaraskref sem sést hefur lengi á sviði heilbrigðismála eru áform um byggingu nýs Landspítala. Verkefni þetta hefur verið undirbúið ítarlega í mörg ár með þátttöku mörg hundruð heilbrigðisstarfsmanna og snýst í stuttu máli um að sameina starfsemi Landspítala að langmestu leyti á einn stað, og flytja starfsemina sem nú er í Fossvogi (gamla Borgarspítala) í hin nýju hús, en nýta gömlu húsin við Hringbraut jafnframt áfram. Þrenns konar umbætur verða með þessari framkvæmd: Bætt öryggi og aðstaða fyrir sjúklinga, verulegar umbætur í rekstri, og bætt vinnuumhverfi starfsfólks. Flestir sem hafa eitthvert vit á heilbrigðismálum, veitendur þjónustu jafnt sem þiggjendur, telja þessa þrjá þætti afar mikilvæga og mjög eftirsóknarverða. Endurteknir útreikningar innlendra og erlendra sérfræðinga sýna að árlega muni sparast allt að 3 milljarðar króna við þessa breytingu sem bendir eindregið til þess að framkvæmdin borgi sig sjálf með tímanum. Enn einu sinni liggja nú fyrir nýir útreikningar hvað þetta varðar, og niðurstaðan er alltaf sú sama. Til viðbótar má nefna að nýr spítali á einum stað í sambýli með Háskóla Íslands, mun styrkja enn frekar árangursríkt samstarf háskóla og spítala, og gera vinnustaðinn eftirsóknarverðari. Landspítali eins og hann starfar núna, í spennitreyju fjárlaga, og dreifður um alla borg, á erfitt með að sinna hlutverki sínu fullkomlega, þó að ótrúlega vel hafi gengið að gæta öryggis sjúklinga og þróa starfsemina að ýmsu leyti til betri vegar, þökk sé dugnaði og baráttu starfsmanna spítalans. Þrátt fyrir þröngan stakk, hefur tekist að koma á ýmsum breytingum í innra skipulagi, sem þegar hafa leitt til mikillar hagræðingar, þannig að spítalinn er nú rekinn innan ramma fjárlaga. Einnig er unnið að umbótum á fjölmörgum þjónustuþáttum er snúa að sjúklingum, m.a. til þess að starfsemin verði betur í stakk búin til þess að sameinast í nýjum spítala. Starfsfólk hefur lagt á sig gríðarlega vinnu til þess að bæta og þróa starfsemina m.a. til þess að sníða hana sem best að nýjum spítala. Vonin um nýjan spítala hefur því átt mikinn þátt í að hvetja starfsmenn til dáða. Bent hefur verið á að þróun læknisfræði á Íslandi kunni að vera í hættu, verði ekki ráðist í að byggja nýjan spítala. Forsvarsmenn heilbrigðisvísinda við Háskóla Íslands og rektor skólans taka undir þetta sjónarmið og hafa lýst áhyggjum af erfiðleikum sem skapast muni við að manna stöður á háskólaspítalanum vegna slakrar vinnuaðstöðu í núverandi byggingum. Læknar og starfsfólk spítalans hafa ítrekað bent á að sjúklingum, tækjum og búnaði geti stafað hætta af lélegu húsnæði og ábendingar hafa borist um að erfitt sé að halda uppi vörnum gegn sýkingum vegna hrörlegs húsnæðis. Þannig liggur ljóst fyrir að starfsmenn Landspítala hafa nú þegar lagt mikið á sig til undirbúnings nýja spítalanum í mörg ár, og ráðist í ýmsar breytingar á starfeminni, m.a. til þess að vera tilbúin með framsæknari og vandaðri þjónustu í hinum nýja spítala. Það hefur því nú þegar verið hugað ítarlega að innihaldinu, ekki síður en að steypunni, enda er það vel þekkt staðreynd í rekstri háskólasjúkrahúsa að innra starfið þarf að vera í stöðugri endurskoðun. Í þeirri mikilvægu vinnu, þurfa starfsmenn Landspítala ekki á steypukasti núverandi eða fyrrverandi stjórnmálamanna að halda. Ólíkt þróun og starfsemi Landspítalans, þá er slíkt kast tóm steypa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Sjá meira
Stærsta framfaraskref sem sést hefur lengi á sviði heilbrigðismála eru áform um byggingu nýs Landspítala. Verkefni þetta hefur verið undirbúið ítarlega í mörg ár með þátttöku mörg hundruð heilbrigðisstarfsmanna og snýst í stuttu máli um að sameina starfsemi Landspítala að langmestu leyti á einn stað, og flytja starfsemina sem nú er í Fossvogi (gamla Borgarspítala) í hin nýju hús, en nýta gömlu húsin við Hringbraut jafnframt áfram. Þrenns konar umbætur verða með þessari framkvæmd: Bætt öryggi og aðstaða fyrir sjúklinga, verulegar umbætur í rekstri, og bætt vinnuumhverfi starfsfólks. Flestir sem hafa eitthvert vit á heilbrigðismálum, veitendur þjónustu jafnt sem þiggjendur, telja þessa þrjá þætti afar mikilvæga og mjög eftirsóknarverða. Endurteknir útreikningar innlendra og erlendra sérfræðinga sýna að árlega muni sparast allt að 3 milljarðar króna við þessa breytingu sem bendir eindregið til þess að framkvæmdin borgi sig sjálf með tímanum. Enn einu sinni liggja nú fyrir nýir útreikningar hvað þetta varðar, og niðurstaðan er alltaf sú sama. Til viðbótar má nefna að nýr spítali á einum stað í sambýli með Háskóla Íslands, mun styrkja enn frekar árangursríkt samstarf háskóla og spítala, og gera vinnustaðinn eftirsóknarverðari. Landspítali eins og hann starfar núna, í spennitreyju fjárlaga, og dreifður um alla borg, á erfitt með að sinna hlutverki sínu fullkomlega, þó að ótrúlega vel hafi gengið að gæta öryggis sjúklinga og þróa starfsemina að ýmsu leyti til betri vegar, þökk sé dugnaði og baráttu starfsmanna spítalans. Þrátt fyrir þröngan stakk, hefur tekist að koma á ýmsum breytingum í innra skipulagi, sem þegar hafa leitt til mikillar hagræðingar, þannig að spítalinn er nú rekinn innan ramma fjárlaga. Einnig er unnið að umbótum á fjölmörgum þjónustuþáttum er snúa að sjúklingum, m.a. til þess að starfsemin verði betur í stakk búin til þess að sameinast í nýjum spítala. Starfsfólk hefur lagt á sig gríðarlega vinnu til þess að bæta og þróa starfsemina m.a. til þess að sníða hana sem best að nýjum spítala. Vonin um nýjan spítala hefur því átt mikinn þátt í að hvetja starfsmenn til dáða. Bent hefur verið á að þróun læknisfræði á Íslandi kunni að vera í hættu, verði ekki ráðist í að byggja nýjan spítala. Forsvarsmenn heilbrigðisvísinda við Háskóla Íslands og rektor skólans taka undir þetta sjónarmið og hafa lýst áhyggjum af erfiðleikum sem skapast muni við að manna stöður á háskólaspítalanum vegna slakrar vinnuaðstöðu í núverandi byggingum. Læknar og starfsfólk spítalans hafa ítrekað bent á að sjúklingum, tækjum og búnaði geti stafað hætta af lélegu húsnæði og ábendingar hafa borist um að erfitt sé að halda uppi vörnum gegn sýkingum vegna hrörlegs húsnæðis. Þannig liggur ljóst fyrir að starfsmenn Landspítala hafa nú þegar lagt mikið á sig til undirbúnings nýja spítalanum í mörg ár, og ráðist í ýmsar breytingar á starfeminni, m.a. til þess að vera tilbúin með framsæknari og vandaðri þjónustu í hinum nýja spítala. Það hefur því nú þegar verið hugað ítarlega að innihaldinu, ekki síður en að steypunni, enda er það vel þekkt staðreynd í rekstri háskólasjúkrahúsa að innra starfið þarf að vera í stöðugri endurskoðun. Í þeirri mikilvægu vinnu, þurfa starfsmenn Landspítala ekki á steypukasti núverandi eða fyrrverandi stjórnmálamanna að halda. Ólíkt þróun og starfsemi Landspítalans, þá er slíkt kast tóm steypa.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar