Glaðningur fyrir ríka aðdáendur 25. ágúst 2011 21:00 björk Biophilia er sjöunda hljóðversplata Bjarkar á enskri tungu. biophilia Tíu krómaðar tónkvíslir í tíu mismunandi litum fylgja með boxinu. Á heimasíðu Bjarkar Guðmundsdóttur, Bjork.com, var á dögunum auglýst viðamikið Biophilia-box í tilefni af útgáfu samnefndrar plötu hennar. Þrátt fyrir að kosta hátt í eitt hundrað þúsund krónur er boxið nú þegar uppselt en það var gefið út í tvö hundruð númeruðum eintökum. Ljóst er að eingöngu alhörðustu aðdáendur söngkonunnar með mikið fé á milli handanna tryggðu sér eintak og er það væntanlegt til þeirra í pósti í lok september. „Þetta er gefið út í mjög takmörkuðu upplagi,“ segir Ásmundur Jónsson í Smekkleysu, sem gefur út plötur Bjarkar hér á landi. Spurður hvort þetta sé dýrasta varan sem Björk hafi sent frá sér telur hann svo vera. „En það hafa oft verið hlutir á eBay sem tengjast henni á einhvern hátt sem hafa verið seldir á hærra verði.“ Biophilia hefur verið lýst sem heimsins fyrstu app-plötunni. Fyrir peninginn sem boxið kostar myndu sumir ætla að iPad-græja fylgdi með í kaupunum en svo er ekki. Fyrir 500 pund, eða um 93 þúsund krónur, fá kaupendur sendan heim til sín forláta viðarkassa með 48 blaðsíðna safaríkum Biophilia-bæklingi og tíu krómuðum tónkvíslum í tíu mismundandi litum. Hver tónkvísl um sig hefur verið gerð sérstaklega fyrir hvert lag á plötunni en þau eru tíu talsins. Að sjálfsögðu fylgir Biophilia-platan einnig með í kaupunum ásamt upptöku frá nýlegum tónleikum Bjarkar á listahátíðinni í Manchester. Biophilia-boxið er eins og gefur að skilja eitt það dýrasta sem gefið hefur verið út og líklega það dýrasta sem ekki er safnbox með öllum plötum flytjanda. Þýsku rokkararnir í Rammstein eru ekki hálfdrættingar á við Björk því óvenjuleg útgáfa plötu þeirra, Liebe Ist Fur Alle Da, kostaði um 45 þúsund krónur. Auk viðhafnarútgáfu af plötunni sjálfri voru í boxinu sex kynlífsleikföng og hvert og eitt þeirra var sérmerkt einum meðlimi bandsins. Dýrar endurútgáfur eru einnig vinsælar um þessar mundir, þar á meðal Nevermind-plata Nirvana sem kom fyrst út fyrir tuttugu árum. Super Deluxe-útgáfa plötunnar kostar þó „aðeins“ um fimmtán þúsund krónur sem eru smáaurar miðað við Biophilia-boxið. freyr@frettabladid.isRammstein Sex kynlífsleikföng fylgdu með plötu Rammstein, Liebe Ist Fur Alle Da. Lífið Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Sjá meira
biophilia Tíu krómaðar tónkvíslir í tíu mismunandi litum fylgja með boxinu. Á heimasíðu Bjarkar Guðmundsdóttur, Bjork.com, var á dögunum auglýst viðamikið Biophilia-box í tilefni af útgáfu samnefndrar plötu hennar. Þrátt fyrir að kosta hátt í eitt hundrað þúsund krónur er boxið nú þegar uppselt en það var gefið út í tvö hundruð númeruðum eintökum. Ljóst er að eingöngu alhörðustu aðdáendur söngkonunnar með mikið fé á milli handanna tryggðu sér eintak og er það væntanlegt til þeirra í pósti í lok september. „Þetta er gefið út í mjög takmörkuðu upplagi,“ segir Ásmundur Jónsson í Smekkleysu, sem gefur út plötur Bjarkar hér á landi. Spurður hvort þetta sé dýrasta varan sem Björk hafi sent frá sér telur hann svo vera. „En það hafa oft verið hlutir á eBay sem tengjast henni á einhvern hátt sem hafa verið seldir á hærra verði.“ Biophilia hefur verið lýst sem heimsins fyrstu app-plötunni. Fyrir peninginn sem boxið kostar myndu sumir ætla að iPad-græja fylgdi með í kaupunum en svo er ekki. Fyrir 500 pund, eða um 93 þúsund krónur, fá kaupendur sendan heim til sín forláta viðarkassa með 48 blaðsíðna safaríkum Biophilia-bæklingi og tíu krómuðum tónkvíslum í tíu mismundandi litum. Hver tónkvísl um sig hefur verið gerð sérstaklega fyrir hvert lag á plötunni en þau eru tíu talsins. Að sjálfsögðu fylgir Biophilia-platan einnig með í kaupunum ásamt upptöku frá nýlegum tónleikum Bjarkar á listahátíðinni í Manchester. Biophilia-boxið er eins og gefur að skilja eitt það dýrasta sem gefið hefur verið út og líklega það dýrasta sem ekki er safnbox með öllum plötum flytjanda. Þýsku rokkararnir í Rammstein eru ekki hálfdrættingar á við Björk því óvenjuleg útgáfa plötu þeirra, Liebe Ist Fur Alle Da, kostaði um 45 þúsund krónur. Auk viðhafnarútgáfu af plötunni sjálfri voru í boxinu sex kynlífsleikföng og hvert og eitt þeirra var sérmerkt einum meðlimi bandsins. Dýrar endurútgáfur eru einnig vinsælar um þessar mundir, þar á meðal Nevermind-plata Nirvana sem kom fyrst út fyrir tuttugu árum. Super Deluxe-útgáfa plötunnar kostar þó „aðeins“ um fimmtán þúsund krónur sem eru smáaurar miðað við Biophilia-boxið. freyr@frettabladid.isRammstein Sex kynlífsleikföng fylgdu með plötu Rammstein, Liebe Ist Fur Alle Da.
Lífið Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Sjá meira